Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 12
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Tryggvi Guðmundsson, knattspyrnumaður T ryggvi Guðmundsson er ein- hver litríkasti og farsælasti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Tryggvi hefur spil- að í meistaraflokki í 20 ár og á þeim tíma verið öðrum Íslend- ingum duglegri við að koma fótbolta í mark. Þrátt fyrir að hafa spilað í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð í sjö ár varð Tryggvi á þriðjudag markahæsti leikmaður í sögu efstu deilar hér á landi þegar hann skoraði sitt 127. mark. Mörkin hefur hann á löngum ferli skorað fyrir uppeldisfélagið ÍBV, KR og FH og þrátt fyrir að nálgast óðfluga 38 ára aldur er ekkert farið að hægjast á Tryggva. Nú er metið loksins fallið eftir mikið umtal síðustu ár. Ef marka má spila- mennsku þína í fyrra og í þeim eina leik sem þú hefur spilað í sumar virðist enn ekkert vera farið að hægja á þér. Hvað tekur við, hvert er næsta markmið? „Ég var einmitt að velta þessu sama fyrir mér í gærkvöldi. Nú er maður búinn að ná þessu háleita markmiði og það væri kannski eðlilegt að setja sér einmitt næsta markmið. Ég komst hins vegar eiginlega að þeirri nið- urstöðu að ég þarf ekki endilega að setja mér annað markmið. Aðalatriðið er ein- faldlega það að ég hef svo rosalega gaman af fótboltanum. Margir leikmenn á mínum aldri hafa lagt skóna á hilluna vegna þess að löngunin hefur ekki lengur verið til staðar og hafa þá snúið sér að öðrum og kannski mikilvægari hlutum. Ég hins vegar bara nýt þess svo að spila fótbolta og kannski aldrei meira en nú sem sést í því að ég er farinn að telja mörkin sjaldnar en ég gerði og orðinn meiri liðsmaður en ég var.“ Mér telst svo til að þú þurfir að skora ell- efu mörk til viðbótar til að komast í 200 mörk í efstu deild á ferlinum séu mörkin á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð talin saman. Er það eitthvað til að stefna að? „Já, nú ert þú bara búinn að búa til mark- mið fyrir mig. Ellefu mörk til viðbótar, það er flott markmið fyrir sumarið.“ Hvað með aldursmetið hans Þorsteins Bjarnasonar, hefurðu hug á því að spila til 47 ára aldurs í efstu deild? „Það eru nú oftast markmennirnir sem endast lengst í þessu enda hreyfingin minnst þar. Ég sé mig nú varla fara í markið úr þessu og ég held að því sé því alveg ljóst að ég bæti ekki það met.“ Í lokaumferð Íslandsmótsins í fyrra tókstu tvær vítaspyrnur. Hefðirðu skorað úr ann- arri hefði metið fallið en hvorug rataði í netið. Í vor fékkstu svo blóðtappa sem hefði getað haldið þér frá knattspyrnuvellinum talsvert lengur en hann gerði. Óttaðistu ein- hvern tímann að þér væri einfaldlega ekki ætlað að slá metið? „Já, ég verð að viðurkenna að ég hugsaði með mér hvort karmað eða eitthvað annað væri að flækjast fyrir mér. Sú hugsun leitaði á mann hvort ferlinum væri kannski lokið. En það hvatti mig líka áfram. Ég hugsaði vel um mig, hélt mér í formi og gerði allt sem ég mátti gera svo ég yrði tilbúinn þegar græna ljósið kæmi. Svo kom það sem betur fer fyrr en ég átti von á. En það hefði auð- vitað verið hreinlega skelfilegt að klikka á þessum tveimur vítum ef mér hefði svo ekki auðnast að spila annan leik.“ Þú ert markahæsti leikmaður í efstu deild frá upphafi, hefur unnið fimm Íslandsmeist- aratitla, fjóra bikarmeistaratitla, spilað 42 A-landsleiki og skorað í þeim tólf mörk. Þú hefur verið valinn besti og efnilegasti leik- maður Íslandsmótsins og deilir metinu yfir flest mörk skoruð á einu Íslandsmóti með þremur öðrum. Ertu ánægður með ferilinn eða ertu kannski einn af þeim sem staldrar heldur við ósigrana? „Ég er mjög ánægður með ferilinn, ég get ekki verið annað. Það eina sem hefur stund- um komið upp í kollinn á mér er að ég hafi kannski komið of snemma heim úr atvinnu- mennskunni. Ég var ekki nema þrítugur þegar ég kom heim árið 2005 og stóð þá til boða að halda áfram úti. Ég hefði kannski átt að gera það en núna getur maður sagt sem svo að þá hefði ég sennilega ekki náð þessu meti. En á heildina litið er ég mjög ánægður með ferilinn, bæði hér heima og í atvinnumennskunni þar sem mér fannst ganga vel.“ Þú hefur átt langan og farsælan feril og ert að fagna 20 ára afmæli í meistaraflokks- fótbolta í sumar. Þú hefur lengst af spilað hér á Íslandi en spilaðir einnig erlendis í atvinnumennsku í sjö ár. Hverja telurðu vera hápunkta ferilsins og hvað hefur verið erfiðast? „Hápunkturinn er klárlega atvinnu- mennskan og þá kannsi helst tími minn í Noregi. Þar spilaði ég í þrjú ár fyrir Tromsø og svo í önnur þrjú fyrir Stabæk. Ég var einmitt keyptur til Stabæk fyrir met- upphæð á sínum tíma sem segir manni að ég var að gera eitthvað rétt. Mér tókst að verða markahæsti erlendi leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þangað til einhver Svíi tók af mér metið fyrir skömmu. Það sem var erfiðast var sennilega þegar ég var frá í eitt ár í heildina árið 2003 sem má segja að hafi gerst á versta tíma. Árið áður gerði ég einhver fimmtán mörk og varð næst markahæstur í Noregi. Í kjölfarið var ég orðaður við alls konar lið á Ítalíu, í Eng- landi, Tyrklandi og víðar. Það var allt í ferli þegar ég braut á mér ristina og var frá í um fimm mánuði. Þá var pressa á mér bæði frá liðinu og sjálfum mér að sýna mig og sanna. En ég byrjaði of snemma og braut á mér ristina aftur sem gerði eiginlega út um vonir mínar um frekari landvinninga í atvinnumennsku. Ég sem síðan við Örgryte í Svíþjóð meiddur þar sem ég á eiginlega hundleiðinlegt tímabil. Eftir tímabilið stóð mér til boða að koma heim til Íslands í FH og að fara til Stabæk aftur. Ég kom heim og stundum sé ég eftir því en stundum ekki.“ Þú spilaðir fyrir landsliðið í fjöldamörg ár. Var það viss hápunktur á ferlinum að vera landsliðsmaður? „Það var auðvitað mikill heiður í hvert sinn sem ég fékk að spila fyrir landsliðið. Ég hefði glaður viljað spila fleiri leiki en þessa 42 og sjálfum fannst mér ég hætta að spila fyrir landsliðið of snemma. Ég viður- kenni það að ég er orðinn of gamall fyrir landsliðið núna en ég átti nokkur ár eftir þegar þeir hættu að velja mig. En ég er mjög stoltur af mínum landsliðsferli, ekki síst að hafa tekist að skora tólf mörk fyrir landslið sem skorar kannski ekki rosalega mörg mörk.“ Hvernig líst þér á framtíð íslenska lands- liðsins núna þar sem margir ungir og frá- bærir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref? „Ég er klárlega bjartsýnn á gengi lands- liðsins, þetta lítur mjög vel út. En fram á við hef ég áhyggjur af því að okkur hefur ekki tekist að búa til mjög afgerandi og góða varnarmenn enda sést að við fáum á okkur þrjú mörk í báðum vináttuleikjunum síðustu daga þótt þeir hafi vitaskuld verið leiknir við frábær landslið. Sóknarlega er ég mjög spenntur fyrir landsliðinu en varnarleikinn má bæta.“ Þú hefur spilað með mörgum eftirminni- legum liðum hér heima á ferlinum auk landsliðsins. Þú spilaðir með FH-liðinu sem vann allt sem var hægt að vinna hér um miðjan síðasta áratug, ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari 1997 og KR-liðinu sem varð bikarmeistari árið 1994. Hverjir eru eftir- minnilegustu liðsfélagarnir? „Ég hef nú alltaf sagt að Rúnar Kristins- son er sá besti sem ég hef spilað með. Bæði hjá KR á sínum tíma og svo auðvitað með landsliðinu. Síðan verð ég að nefna Her- mann Hreiðarsson. Við erum miklir félagar bæði innan og utan vallar og spiluðum saman bæði fyrir ÍBV og landsliðið. Á vell- inum vorum við oft að flækjast fyrir hvor öðrum á vinstri kantinum þar sem hann var í bakverði en ég á vængnum en hann vildi eiginlega sinna báðum hlutverkum og ég flæktist bara fyrir. Í FH-liðinu voru svo auðvitað endalausir snillingar og ég get eig- inlega ekki tekið einn út úr. Svo hefur líka verið rosalega gaman að koma aftur heim í ÍBV, rífa upp Eyjaliðið og spila með strákum sem voru margir bara með bleyju þegar ég spilaði síðast í Eyjum. Því ævintýri er líka ólokið og þó við höfum aðeins hikstað núna er mikið eftir og ég kominn á ról þannig að við komumst vonandi í gang.“ Nú var nokkuð fjallað um persónuleg mál- efni þín í fjölmiðlum á vormánuðum. Var meðal annars greint frá því að þú hefði orðið uppvís að ölvunarakstri og í kjölfarið farið í meðferð. Hvernig fannst þér þessi umfjöllun og hefur lífið utan boltans eða fjölmiðlaum- fjöllun um það einhvern tímann flækst fyrir þér inni á vellinum? „Nei, í raun og veru ekki. Ég hef reynt að halda mig til hlés hvað varðar persónuleg mál og ræða bara fótboltann. Þetta mál hins vegar sprakk einhvern veginn í loft upp. Ég auðvitað gerði mikil mistök og mun aldrei neita því. En þetta gerðist í Vestmannaeyj- um sem er lítið samfélag. Þar vissu allir sem vildu vita hvað ég hafði gert og hvað ég ætl- aði að gera til að taka á mínum málum. Mér fannst því algjör óþarfi að fara með þetta í bæjarblaðið, Eyjafréttir, og svo í framhald- inu taka stóru miðlarnir þetta upp og þá er þetta komið alls staðar. Mér fannst það auð- vitað leiðinlegt en ég vildi nú ekki fara að væla yfir því. Eftir á séð var það kannski líka bara ágætt að vissu leyti því það hefur hjálpað við að vinna úr þessu.“ Að lokum, ertu farinn að huga að lífinu eftir fótboltann? „Ég byrjaði á því fyrir löngu síðan. Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og er að nálgast UEFA-A stigið sem gerir mér kleift að þjálfa lið hér á landi. Það er alveg ljóst að ég mun ekkert kúpla mig út úr boltanum þegar ég hætti að sparka tuðrunni sjálfur. Ég verð sjálfsagt aðstoðarþjálfari einhvers staðar eða þjálfari. Ég verð í þessum bolta þangað til ég kveð þetta líf, það er alveg á hreinu.“ Tel mörkin sjaldnar en ég gerði Markahrókurinn og Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir kúnstir sínar á knattspyrnu- vellinum. Á þriðjudag skoraði hann sitt 127. mark í efstu deild á Íslandi og varð um leið markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Magnús Þorlákur Lúðvíksson ræddi við Tryggva um sigrana á vellinum, lífið utan vallar og framtíðina. TRYGGVI GUÐMUNDSSON Tryggvi er uppalinn Eyjamaður en hefur á ferli sínum leikið með KR, Tromsø og Stabæk í Noregi, Örgryte í Svíþjóð og FH auk ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkharður Jónsson til 1973 ■ 78 mörk í 110 leikjum ■ 5 þrennur ■ 6 sinnum markakóngur ■ Skoraði mest 10 mörk sumarið 1959 ■ Skoraði síðasta markið sitt á sínu 37. aldursári (1966) Hermann Gunnarsson 1973-1982 ■ 95 mörk í 158 leikjum ■ 9 þrennur ■ 3 sinnum markakóngur ■ Skoraði mest 17 mörk sumarið 1973 ■ Skoraði síðasta markið sitt á sínu 34. aldursári (1980) Ingi Björn Albertsson 1982-2012 ■ 126 mörk í 210 leikjum ■ 5 þrennur ■ 2 sinnum markakóngur ■ Skoraði mest 16 mörk sumarið 1976 ■ Skoraði síðasta markið sitt á sínu 35. aldursári (1987) Tryggvi Guðmundsson ■ 127 mörk í 222 leikjum ■ 6 þrennur ■ 2 sinnum markakóngur ■ Skoraði mest 19 mörk sumarið 1997 ■ Verður 38 ára í sumar Þeir fjórir síðustu til að eiga markametið TEKIÐ SAMAN AF ÓSKARI Ó. JÓNSSYNI, ÍÞRÓTTAFRÉTTAMANNI Á FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.