Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 62
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR46 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Það er Wind of Change með Scorpions. Það er gott að hugsa um fall Berlínarmúrsins á föstudögum. Það kemur mér í gírinn.“ Dóri DNA uppistandari og meðlimur í Mið-Íslandi. Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múg- sefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sveinn Ingi Reynisson harmonikkuspil- ari, hljómborðsleikari og söngvari hljóm- sveitarinnar segir nýju plötuna á margan hátt ólíka þeirri síðustu. „Það er aðeins meira rokk og ról á þessari plötu og minna um harmonikku og kassagítar. Hún er að vissu leyti tilraunakenndari því við notumst töluvert við kirkjuorgel sem er nýlunda í poppinu,“ segir hann. Þrjú lög af plötunni eru þegar komin í útvarpsspil- un og hafa fengið góð viðbrögð en plat- an hefur verið í vinnslu í þrjú ár. „Góðir hlutir gerast hægt hjá okkur í Múgsefjun en við erum allir í vinnu og námi og höfum því takmarkaðan tíma til að hella okkur í tónlistina,“ segir Sveinn Ingi. Strákarn- ir munu fagna útgáfunni með tónleikum í Fríkirkjunni 21. júní. „Þetta verða vegleg- ir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara. Við munum notast við orgelið í kirkjunni og umlykja áheyrendur úr öllum áttum,“ segir Sveinn Ingi. Múgsefjun hefur verið starfandi í ein- hverri mynd frá árinu 2004 en hefur hald- ist óbreytt frá því að síðasta plata kom út. Auk Sveins skipa hljómsveitina Björn Heið- ar Jónsson, Brynjar Páll Björnsson, Eirík- ur Fannar Torfason og Hjalti Þorkelsson. Hægt er að nálgast plötuna á síðunum tonlist.is, gogoyoko.com og mugsefjun.is. - trs Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu ROKK OG RÓL Ný plata hljómsveitarinnar Múgsefjunar er með meira af rokki og róli en sú síðasta og minna af harmonikku og kassagítar. „Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári,“ segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannarlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlíf- arstökkspróf og hyggst ljúka kafara- prófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt,“ bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveið- ar með stjúpa sínum, Pálma Gests- syni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín að mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skot- æfingasvæðinu.“ Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tutt- ugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtök- in í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum um næstu ára- mót segist hún óviss. „Ég veit ekk- ert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnu- mennskuna; tek atvinnuflugmann- inn, atvinnukafarann og svo fram- vegis,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is MARÍA BIRTA BJARNADÓTTIR: FÉKK SKOTVEIÐILEYFI Á AFMÆLISDAGINN Borðar ekki rautt kjöt og veit ekki hvað hún skýtur STÓRTÆK María Birta Bjarnadóttir fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn á þriðju- dag. Hún hyggst fara á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er hálfrar aldar gamall draumur. Það er loksins að verða að veruleika hjá mér að verða rokkstjarna,“ segir Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður á Rás 2. Hann er slagverksleikari í Tass sem sendir á næstunni frá sér sína fyrstu plötu, Almúgamenn. Með honum í hljómsveitinni er vinur hans Birgir Henningsson og einn- ig fimm tónlistarmenn af yngri kynslóðinni, þar á meðal þrír úr þungarokkssveitinni Blood Feud. „Þeir koma með sitt „rokkelement“ inn í þetta og við komum með Megas og Bob Dylan þannig að úr verður sérstakur hljómur,“ segir Guðni Már og bætir við að hljóm- sveitin brúi tvö til þrjú kynslóða- bil. „Þetta eru allt ungir krakkar og svo við gamlingjarnir.“ Hann heldur einmitt upp á sex- tugsafmælið sitt með útgáfutón- leikum í Salnum 9. júní. „Ég læt borga inn í afmælisveisluna mína tvö þúsund kall. Þá sleppur fólk- ið við afmælisgjafirnar. Þetta er ódýrara heldur en að kaupa ein- hverja flotta viskíflösku og fólkið fær tónleika í staðinn.“ Guðni Már og Birgir gáfu fyrir þremur árum út plötu á vegum Samhjálpar, sem Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju tók upp. Hún seldist í fjögur þúsund eintök- um og í framhaldinu ákváðu þeir að stofna Tass. Guðni Már semur textana en Birgir lögin. Útvarps- maðurinn segist lengi hafa sett saman texta sér til dægrardvalar. Til dæmis gaf hann út ljóðabók á níunda áratugnum. Hreimur Örn Heimisson og Rúnar Þór hita upp fyrir Tass 9. júní og verður Ólafur Páll Gunn- arsson, kollegi Guðna Más af Rás 2, kynnir. - fb Rukkar inn í afmælisveisluna TASS Guðni Már Henningsson og félagar í Tass halda útgáfutónleika 9. júní. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Ferskur Túnfiskur Alla föstudaga og laugardaga Humar 2.350 kr.kg Óbrotinn fyrsta flokks humar Fiskibollur að dönskum hætti (lax, þorskur, dill, rjómi, krydd) Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Humarsoð frá Hornarfirði Sunnudaga á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS HVETTU BARNIÐ TIL AÐ VERA GÆTIÐ ÞEGAR ÞAÐ VEITIR PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR Á NETINU www.saft.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.