Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 30
4 • LÍFIÐ 1. JÚNÍ 2012 Ritstjóra tímaritsins Mannlíf Fimmtudagur 24. maí 2012 7.30 Vekjaraklukkan hringir. Ég vakna syngjandi og dríf mig út að hlaupa áður en ég skelli í lummur og útbý hollt nesti fyrir daginn. Spaug. Morgnar eru ekki mín sterk- asta hlið. Ég var samt vöknuð á undan klukkunni í þetta sinn enda ekki búin að venjast íslensku sumarbirtunni; var að koma heim úr nokkurra mánaða heimsreisu og bý hjá ættingj- um fyrstu dagana … án myrkragardína! 8.30 Við kærastinn, Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari, mætum í Efstaleitið því ljúflingarnir í Morgunútvarpi Rásar tvö ætla að spjalla við okkur um ferðalagið góða. Blöðrum svo mikið að við náum bara að tala um tvær heimsálfur af þeim fimm sem við heimsóttum … 9.15 Mæti í vinnuna á nýjan stað; á meðan ég var erlend- is flutti Birtíngur, sem gefur út Mannlíf, af Lynghálsi á Lyngás. Frumlegt. Set í fimmta gír enda þarf næsta tölublað Mannlífs að komast í prentsmiðju í dag. 12.00 Bölva morgunletinni og óska þess að ég hefði útbúið nesti. Skrepp í Hagkaup, salatbarinn er vinur minn! 15.30 Samþykki síðustu blaðsíðurnar og sendi Mannlíf í prentun. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana. 18.00 Mæti á tilvonandi heimili mitt í Bólstaðarhlíðinni með fiðrildi í maganum og krota nafnið mitt á leigusamning. Brosi hringinn og sé fram á notalega sumardaga á Klambratúninu. 19.00 Bretti upp ermar ásamt góðu fólki og klára að þrífa nýja heimilið. Við ætlum að flytja inn á morgun, enda þriggja daga helgi framundan. 22.30 Hlamma mér í sófann hjá tengdó og horfi á Eurovision- undankeppni frá því fyrr um kvöldið. Ég tilheyri eldhressum vinahópi sem gerir mikið úr keppninni á hverju ári, svo það er eins gott að vera með á nótunum. 01.00 Sofna áður en ég leggst á koddann … DAGUR Í LÍ FI HRUNDAR ÞÓRSDÓTTUR BLUE LAGOON KYNNIR: NÝR BLUE LAGOON ÞÖRUNGAMASKI Nærir, lyftir og veitir húðinni aukinn ljóma. Einstaklega áhrifaríkur náttúrulegur maski sem byggir á Blue Lagoon þörungum, og náttúrulegum efnum úr jurta- og plönturíkinu og er án parabena. Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, hélt tónleika ásamt hljómsveit í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Tónleikarnir voru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og mörkuðu þeir upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela-daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Mikið var um glæsilega gesti sem nutu tónleikanna sem þóttu heppnast afar vel. ÁNÆGÐIR TÓNLEIKA- GESTIR Á BRYAN FERRY Magnús Scheving og eiginkona hans Ragnheiður Melsted voru sumarleg og sæt á tónleikunum. Sjá nánar á visir.is/lifid Slimmer Stadil Canvas Stærðir 36–47 11.999 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.