Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 10
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR10 Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands, segir bresk stjórnvöld þegar í startholunum með aðgerðir til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Sameiginlegur orkumark- aður ESB taki gildi árið 2014. Hann lýsti yfir mikilli ánægju með viljayfirlýsingu Breta og Íslendinga um samstarf á sviði orkumála. Hann sagði báðar þjóðir geta notið þess samstarfs. Bretar eru áhugasamir um kaup á orku úr endurnýjan- legum orkugjöfum. Unnið er að því að kanna möguleika slíks kerfis og nú í júní verður skýrslu skilað um mögu- legar leiðir í þeim efnum. Hendry fundaði í gær með Landsvirkjun um mögulega aðkomu hennar að málinu. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Á góðu verði í eldhúsið Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Töfrasproti – Blandari 2.690,- Blandari og matvinnsluvél 4.990,- Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.990,- Göngutjald T empest 200 2,9 kg - 5000mm vatnsheldni Venom 300 dúnpoki, 900gr Vat hns eldar Cargo töskur frá Vango 45 -120L verð frá 20% afsláttur af Mammut jökkum Margar gerðir af prímusum Verð frá Vango og Mammut göngudýnur Verð frá Vango bakpoki- Transalp 30L Göngustafir Göngubuxur f rá mammut Allir gönguskór með 20% afslætti ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Á VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag VIÐSKIPTI Íslandsbanki hagnaðist um 5,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til saman- burðar var hagnaður bankans 3,6 milljarðar á sama ársfjórð- ungi síðasta árs en alls hagnaðist bankinn um 29,4 milljarða í fyrra. Rekstrarniðurstaða bankans verður að teljast góð í ljósi helstu arðsemishlutfalla. Var arðsemi eigin fjár á ársfjórðungnum þannig 17,7 prósent og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi 15,1 prósent. Sömu hlutföll voru hvor tveggja 11,0 prósent á síð- asta ári. Sérstaka athygli vekur að þóknanatekjur bankans juk- ust um 23 pró- sent miðað við sama fjórðung í fyrra en þókn- anatekjur hafa verið hlutfalls- lega litlar hjá bönkunum frá bankahruni. „Við fundum fyrir aukinni útlánaeftir- spurn á ársfjórðungnum. Sérstak- lega sjáum við vöxt hjá Ergo, fjár- mögnunarþjónustu Íslandsbanka. Þetta gefur til kynna að fyrirtæki séu byrjuð að taka varfærin skref í fjárfestingum,“ segir Birna Ein- arsdóttir, bankastjóri Íslands- banka. Íslandsbanki sameinaðist Byr sparisjóði á ársfjórðungnum og ber uppgjörið merki þess. Til að mynda hækkaði kostnaðarhlut- fall bankans úr 56 prósentum á síðasta ári í 60,7 prósent á fjórð- ungnum en líklegt má telja að hlutfallið lækki á ný eftir því sem lengra líður frá sameiningunni. Eiginfjárhlutfall bankans var í lok ársfjórðungsins 23,3 prósent sem er talsvert umfram 16 pró- sent lágmark Fjármálaeftirlits- ins. - mþl Þóknanatekjur að aukast og einnig eftirspurn fyrirtækja eftir lánum: Góður ársfjórðungur hjá Íslandsbanka BIRNA EINARSDÓTTIR ORKUMÁL Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir að hægt sé að tvöfalda raforkufram- leiðslu fyrirtækisins án þess að ganga gegn stefnu stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Rammaáætlun þar um, auk orku- stefnu stjórnvalda, gangi ekki gegn slíkri aukningu. „Það felst ekki endanleg ákvörð- un í Rammaáætlun svo erfitt er að segja til um hvernig það fer. Við munum að sjálfsögðu miða okkar áætlanir við Rammaáætl- unina. Við höfum sagt að við telj- um að hægt sé að tvöfalda orku- framleiðslu á Íslandi á tækni- og umhverfislega fullnægjandi hátt. Ég held að það sé innan marka Rammaáætlunar, ef horft er til biðflokksins þar auk kosta sem ekki eru í Rammaáætlun,“ segir Hörður. Landsvirkjun framleiðir í dag 655 megavött af raforku með jarðvarma og 1.900 megavött með vatnsafli. Hörður segir mestan vöxtinn verða í jarðvarmanum. Hann segir hins vegar óljóst hve mikla raforku Íslendingar geti vonast til að flytja til Evrópu, verði af sæstreng þangað. Arion banki stóð fyrir ráðstefnu í gær um orkumál í Evrópu og velti því upp hvort tækifæri væru fyrir íslensk fyrirtæki í þeim mála- flokki. Charles Hendry, orkumálaráð- herra Bretlands, lýsti þar mikl- um áhuga á samvinnu við Íslend- inga um efnið, en hann og Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf á sviði orkumála á miðvikudag. Hendry segir að Bretar þurfi að fjárfesta fyrir 100 milljarða punda í raforkugeirum til að ná mark- miðum Evrópusambandsins um að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa nemi 20 prósentum af allri orkunýt- ingu árið 2020. Aðra 100 milljarða Tvöfölduð framleiðsla rúmast innan ramma Forstjóri Landsvirkjunar segir að tvöföldun raforkuframleiðslu rúmist innan Rammaáætlunar og Orkustefnu. Efla þarf tenginet Landsnets umtalsvert eigi að selja raforku til Evrópu gegnum sæstreng. Bretar hafa áhuga á samstarfi. EVRÓPUTENGING Viljayfirlýsing um samstarf Breta og Íslendinga í orkumálum var undirrituð á miðvikudag. Mögulegt er að skref verði stigin í því samstarfi strax í júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það spennandi kost. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA CHARLES HENDRY Skref stigin á næstu vikum SAMFÉLAGSMÁL Ein löggjöf verð- ur til um málefni útlendinga hér á landi ef tillögur starfshóps um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) verða að veruleika. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðar- maður innanríkisráðherra og for- maður starfshópsins, kynnti til- lögur hópsins og starf á fundi á miðvikudag. Starfshópurinn vill einnig að útlendingar sem koma hingað til lands fái aukna fræðslu um réttindi sín og skyldur. Hug- mynd hefur komið upp um að útbúa dvd-disk sem fók verði að horfa á hjá Útlendinga- stofnun þegar það sækir hér um dvalarleyfi. Þá vill hópur- inn að reglum verði breytt svo að dvalarleyfi veiti almennt rétt til atvinnu hér á landi, nema annað sé tekið sérstaklega fram. Nefndin vill að réttindasöfnun útlendinga verði jöfnuð. Nú er það svo að fólk safnar ólíkum réttind- um eftir því hvers konar dvalar- leyfi það hefur hér á landi. Þann- ig getur fólk sem kemur hingað vegna skorts á vinnuafli fengið dvalarleyfi í ár og framlengt það í ár til viðbótar en getur aldrei unnið sér inn rétt til búsetuleyf- is. „Þannig að við lítum á það fólk sem vinnuafl en við lítum á hitt fólkið sem fólk sem við viljum fá,“ sagði Halla og átti þar við fólk sem kemur hingað sem sérfræðingar. Þá vill nefndin að allir sem það á við geti sótt um aðstandendadval- arleyfi til að sameina fjölskyldur. Þannig er það ekki nú. - þeb Störf hóps um málefni útlendinga utan EES voru kynnt á fundi: Vilja jafna réttindi útlendinga ÖGMUNDUR JÓNASSON þurfi almennt í öðrum orkugeirum. Fjárfestingarþörfin væri því gríðarleg og ljóst að fjöldi starfa mundi skapast í þessum geira á næstunni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, sagði að ef sæstrengur til Evrópu yrði að veruleika yrði að efla dreifi- kerfi fyrirtækisins til muna. Það ætti sérstaklega við um suðaustur- hluta landsins, þar sem líklegast er að slíkur strengur tengist landinu, verði af honum. Aðspurður sagði hann óvíst hvaða áhrif það hefði á raforku- verð til neytenda næðist tenging inn á markað þar sem raforkuverð er hærra. Markaðssjónarmið réðu, en til væru leiðir til að halda verði til neytenda lágu. kolbeinn@frettabladis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.