Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 48
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR32 Myndlist ★★★★ ★ (I)ndependent People/„Sjálf- stætt fólk“ Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Norræna húsið, Kling & Bang, Nýlistasafnið, SÍM, Listasafn ASÍ o.fl. Sýnt á Listahátíð í Reykjavík Myndlistarþáttur Listahátíðar í Reykjavík í ár heitir (I)ndependent People, eða Sjálfstætt fólk. Skírskot- unin í Ísland, Íslendinga, íslenska þjóðarsál (er hún til?) og jafnvel íslenska pólitík samtímans er ekki víðsfjarri í íslenska heitinu, en í því enska er snúið upp á hugmynd- ina með því að taka I-ið í Independ- ent út fyrir sviga, eða sjálfið tekið úr sjálfstæðinu. Þessar vangavelt- ur um sjálfið í samhengi við hóp- inn sem það tilheyrir, eða tilheyrir ekki, eru sígildar, en framsetningin í þessari sýningu er á margan hátt nútímaleg. Þó að hinar ýmsu sýningar innan (I)ndependent People snúist ekkert endilega allar beint um sjálfstæði eða sjálfstæðisleysi, þá er sjálft listamannasjálfið hér undir, og spurt spurninga hvort og þá hvernig þetta sjálf þrífst innan hóps. Getur list- hópur til dæmis fengið sameiginlegt sjálf? Hvernig gengur listamönnum að afsala sér höfundarrétti? Meginhugmynd í uppbyggingu (I) ndependent People gengur sem sagt út á að gera tilraun til að má út lista- manninn, og gefa listamannahópum eftir sviðið. Sumir listamannahóp- arnir hafa unnið saman í árarað- ir, og vinna sem „einn“ maður, en aðrir eru tímabundnari. Hóparnir eru einnig misstórir, allt frá tveim- ur meðlimum upp í mun fleiri. LAGSKIPT SÝNING Framsetning (I)ndependent people er að mörgu leyti nútímaleg að mati gagnrýnanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sígildar vangaveltur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 01. júní 2012 Í samtali við Ríkisútvarp- ið segir Gjörningaklúbburinn, sem hefur ára- og bráðum ára- tugareynslu af samvinnu, að um leið og hugmynd sé sleppt lausri og aðrir heyri hana, sé hún orðin eign hópsins. Gjörningaklúbburinn stendur fyrir einni af sýningunum í Hafnarhúsinu. Listahópurinn MEEH má segja að vinni einnig í þessum anda, sleppi hugmyndum út í loftið í formi fyrirmæla, sem aðrir hrinda í framkvæmd. MEEH er nýlegur hópur sjálfstætt starf- andi íslenskra myndlistarmanna, en verk þeirra, sem er til sýnis í SÍM húsinu í Hafnarstræti, er unnið að franskri fyrirmynd þar sem menn notuðu aðferðina við ritun á skáldsögum. MEEH tekst þarna á við sjálfið, varpar frá sér hugmyndinni, og lætur öðrum eftir útfærsluna. Afsalar sér höfundar- réttinum. Spurning hvort slíkt sé til eftirbreytni almennt, a.m.k. má ímynda sér að það gæti auðveld- að flæði og framkvæmd verkefna ef höfundarrétturinn er ekki að flækjast fyrir. (I)ndependent People er í raun samansafn margra minni sýninga og verkefna, og fer fram á mörg- um stöðum, og á netinu einnig. Auk þess er hún oft lagskipt, eða stig- skipt öllu heldur. Móðursýning, Independent People, undirsýning, t.d. sýning Jónu Hlífar og Hlyns Hallssonar í Hafnarhúsinu, og svo eru sýningar innan þeirrar sýning- ar, þ.e. samansafn verka eftir 100 listamenn í Blatt blaði. Annað dæmi um lagskipta sýn- ingu er áhugavert samstarfsverk- efni sem þau Steingrímur Eyfjörð og Ulrika Sparre eru í forsvari fyrir, Jarðárur, sem einnig er í Hafnarhúsinu. Þar er áhorfandinn gripinn traustataki og honum boðið að gera hinar ýmsu tilraunir með skynjun og bylgjur, innan sýning- arinnar. Jarðárurnar sjálfar, við- fangsefni listamannateymisins, er líka að segja má ósýnilegt nýtt lag undir fótum okkar, reitaskipt- ing jarðarinnar með svokölluðum „Laylines“, eða Jarðárum. Þarna er fjallað um orkuna í jörðinni, eins konar neðanjarðarmenningu, eins og minnst er á í kynningu í sýn- ingarskrá. Það er fullt tilefni til að hvetja fólk til að sökkva sér ofan í Jarðárusýninguna, og ekki laust við að maður skynji umhverfið aðeins öðruvísi eftir á. Á jarðhæð Hafnarhúss er falleg innsetning eftir Elin Strand Ruin og The New Beauty Council, og samstarfsaðila. Innviðir sænskr- ar félagslegrar blokkaríbúðar hafa verið prjónaðir og hengdir upp innan í álgrind, og hægt er að ganga inn í íbúðina, sem er 75% af raunstærð fyrirmyndarinnar. Prjónuð eldhúsinnrétting og prjón- að klósett lítur hálf-aumkunarlega út, og minnir á mjúka skúlptúra Claes Oldenburg. Um er að ræða hugmyndalega afurð sænskra listakvenna, sem allar ólust upp í þessum félagslegu fjöldafram- leiddu íbúðum í Svíþjóð, þar sem allir þurftu að láta sér líka sama skipulag, en gátu leyft sér að sníða innviðina meira að eigin höfði. Þetta verk er ágætt dæmi um það sem (I)ndependent People geng- ur út á og ætlar sér að vekja upp umræðu um; verkið er unnið í samvinnu margra, utan um gamla félagslega hugmynd, og svo um líf einstaklinga inni í miðstýrðu skipulagi. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Áhugaverð og marglaga tilraun um sígilt viðfangsefni, en óvíst um niðurstöðu. ➜ Fræðsla 13.00 Boðið verður upp á fræðslu- göngu um Grasagarð Reykjavíkur alla föstudaga í júní. Þátttaka er ókeypis. ➜ Sýningar 11.00 Farandsýningin Ekki snerta jörð- ina! Leikir 10 ára barna verður opnuð í safnhúsinu Lækjargata 4 á Árbæjarsafni. 17.00 Landssamband íslenskra frímerkjasafnara heldur veglega sýningu á frímerkjum og sögulegum munum þeim tengdum í sal KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Aðgangur er ókeypis. ➜ Hátíðir 10.00 Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti verður haldin hátíðleg í Grindavík alla helgina. Nánari dagskrá má sjá á www.sjoarinnsikati.is. 10.00 Sjómannadeginum verður fagnað á Akureyri alla helgina. Yfirlit yfir dagskrá má sjá á www.visitakureyri.is. 10.30 Bjartir dagar verða haldnir í Hafnarfirði um helgina. Vegleg og fjöl- breytt dagskrá í boði fyrir alla. Nánari dagskrá og upplýsingar má finna á www.hafnarfjordur.is. 13.00 Grímseyjardagar verða haldnir í eyjunni um helgina. Fjölbreytt dag- skrá í boði sem byggist á grímseyskum hefðum. Nánari dagskrá má sjá á www. grimsey.is. 17.00 Listahátíðin í Reykjavík stendur nú yfir. Nánari upplýsingar á www. listahatid.is. ➜ Leikrit 17.00 Leikritið Trúðleikur eftir Hallgrím H. Helgason verður frumsýnt í Frystiklef- anum á Rifi. ➜ Tónlist 17.30 Low Roar leikur í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. 21.00 Ljótu hálfvitarnir spila á tón- leikum í Hlégarði í Mosfellsbæ. 22.00 KK Band leikur á tónleikum á Græna Hattinum. Bandið skipa KK, Kommi og Þorleifur. Miðaverð er kr. 2.200. 23.00 Gullkistan leikur fyrir dansi á Sumarfagnaði Kringlukráarinnar. Konur fá frítt inn fyrir miðnætti og fordrykk þar að auki. 23.00 Hljómsveitin Homo and the sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Uppákomur 21.00 Verslunin Kiss verður með tískusýningu á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Einnig verður sundfatasýning frá versluninni Ég og Þú og alls kyns uppákomur. Aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Háskólinn í Reykjavík býður til fyrirlestraraðar undir yfirskriftinni Verkin tala í stofu V102. Einar Jón Erlingsson og Hlynur Stefánsson tala undir yfir- skriftinni Skilur einhver hagkerfið? - Hermilíkan af íslenska hagkerfinu. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Umsóknarfrestur til 6. JÚNÍ Keilir býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi sem veitir útskrifuðum nemum rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur eftir þriggja ára nám. Nemendur geta valið um mekatróník hátæknifræði eða orku- og umhverfistæknifræði. Námið hentar vel þeim sem hafa verkvit og áhuga á tæknilegum lausnum og nýsköpun. KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net NÁMSFRAMBOÐ TÆKNIFRÆÐINÁM (BS) PI PA R\ TB W A • S ÍA BÝR Í ÞÉR TÆKNIFRÆÐINGUR? ORKU- OG UMHVERFISTÆKNIFRÆÐI MEKATRÓNÍK HÁTÆKNIFRÆÐI Sýningin Gálgaklettur og órar sjónskynsins opnar á Kjarvals- stöðum á morgun klukkan 16. Jóhannes Kjarval heimsótti í aldarfjórðung reit í Garða- hrauni norðan Hafnarfjarðar sem hann kenndi við Gálga- klett. Þar málaði hann fjölda verka sem eru grunnurinn að sýningunni. Einnig er fjallað um fyrir- bærafræði sjónskynsins og hefur sýningarstjórinn Ólaf- ur Gíslason fundið enduróm- un í verkum annarra íslenskra listamanna sem verða einnig til sýnis. Það eru listamennirnir Finn- ur Jónsson, Svavar Guðnason, Jóhann Eyfells, Erró, Vilhjálm- ur Bergsson, Steina Vasulka, Kristján Guðmundsson, Hreinn Friðfinnsson, Jóhanna Krist- ín Yngvadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ívar Valgarðs- son, Erla Þórarinsdóttir, Hall- dór Ásgeirsson, Kristján Stein- grímur Jónsson, Georg Guðni, Bjarni Sigurbjörnsson, Mar- grét Blöndal, Egill Sæbjörns- son, Heimir Björgúlfsson og Sigurður Guðjónsson. Sýningunni fylgir fjölbreytt viðburðadagskrá sem hefst með spjalli sýningarstjórans við gesti og gangandi næstkomandi sunnudag klukkan 15. Nán- ari upplýsingar um dagskrána má finna á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur. - hþt Gálgaklettur og Kjarval GÁLGAKLETTUR Sýningin Gálgaklettur og órar sjónskynsins verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan 16. Ljótu hálfvitarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.