Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 56
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is LÍNUMENNIRNIR Orri Freyr Gíslason og Atli Ævar Ingólfsson eru báðir á leiðinni til Danmerkur þar sem þeir ætla að spila á næsta tímabili. Orri Freyr mun fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni frá Val til Viborg en Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Íslandsmeistaraliðs HK, hefur ákveðið að söðla um og spila með SønderjyskE á næstu leiktíð. Þetta er mikill missir fyrir Val og HK en jafnframt ekki fyrsti lykilmaðurinn sem þessi lið missa fyrir næsta tímabil. Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á 1-0 Kolbeinn Kárason (47.), 2-0 Matthías Guðmundsson (49.), 3-0 Kolbeinn Kárason (60.), 4-0 Kristinn Freyr Sigurðsson (88.) Skot (á mark): 13-10 (5-5) Varin skot: Sindri Snær 5 - Ómar 1 VALUR (4-3-3): Sindri Snær Jensson 7 - Brynjar Kristmundsson 7, Atli Sveinn Þórarinsson 6, Matarr Jobe 7, Úlfar Hrafn Pálsson 6 (70. Andri Fannar Stefánsson 5) - Rúnar Már Sigurjónsson 6, Haukur Páll Sigurðsson 5, Matthías Guðmundsson 7 - Ásgeir Þór Ingólfsson 4, (63. Kristinn Sigurðsson 7), Hörður Sveinsson 5, *Kolbeinn Kárason 8 (81. Atli Heimisson -). KEFLAVÍK (4-3-3): Ómar Jóhannsson 3 - Grétar Atli Grétarsson 4, Einar Orri Einarsson 4, Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Viktor Smári Hafsteinsson 5 - Denis Selimovic 3, Frans Elvarsson 5, (66. Arnór Traustason 5), Sigurbergur Elísson 5 (66. Magnús Þorsteinsson 5), Hilmar Geir Eiðsson 4, Jóhann Birnir Guðmundsson 6, Guðmundur Steinarsson 6 (46. Bojan Ljubicic 4). * MAÐUR LEIKSINS Vodafonevöllur, áhorf.: 1273 Erlendur Eiríksson (6) 4-0 D Y N A M O R E Y K JA V ÍK – einfalt og ódýrt 50% AFSLÁTTUR AF NICOTINELL TROPICAL FRUIT 204 STK. 2MG OG 4MG - TILBOÐIÐ GILDIR TIL 9. JÚNÍ Spöngin 577 3500 • Hólagarður 577 2600 • Skeifan 517 0417 • Garðatorg 565 1321 • Setberg 555 2306 • Akureyri 461 3920 50% AFSLÁT TUR KO M IÐ A FT UR ! 0-1 Árni Vilhjálmsson (35.), 0-2 Petar Rnkovic (73.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Duracak 4 - Ingvar 3 SELFOSS (4-5-1): Ismet Duracak 3 - Ivar Skjerve 5, Stefán Ragnar Guðlaugsson 5, Endre Ove Brenne 6, Andri Freyr Björnsson 5 - Ólafur Karl Finsen 4 (53. Joseph Tillen 5), Jon Andre Royrane 5 (74. Moustapha Cisse -), Babacar Sarr 5 (69. Ingólfur Þórarinsson 5) 6, Robert Johann Sandnes 5, Jón Daði Böðvarsson 6 - Viðar Örn Kjartansson 6 BREIÐABLIK (4-5-1): BIngvar Þór Kale 7 – Gísli Páll Helgason 6, Sverrir Ingi Ingason 6, Renee Gerard 6, *Kristinn Jónsson 8 - Haukur Baldvinsson 7, Olgeir Sigurgeirsson 7 (83. Sindri Snær Magnússon -), Andri Rafn Yeoman 6 (75. Jökull I. Elísarbetarson -), Finnur Orri Margeirsson 7, Árni Vilhjálmsson 7 (70. Rafn Andri Haraldsson 6 -) - Petar Rnkovic 6. * MAÐUR LEIKSINS Selfossvöllur, áhorf.: 746 Þóroddur Hjaltalín (x) 0-2 Pepsi-deildin - staðan ÍA 5 4 1 0 9-5 13 KR 5 3 1 1 10-7 10 FH 5 3 1 1 6-3 10 Valur 6 3 0 3 9-6 9 Stjarnan 6 2 3 1 11-10 9 Keflavík 6 2 1 3 8-9 7 Selfoss 6 2 1 3 8-10 7 Breiðablik 6 2 1 3 3-6 7 Fylkir 5 1 3 1 7-6 6 Fram 5 2 0 3 6-7 6 ÍBV 6 1 2 3 8-8 5 Grindavík 5 0 2 3 8-16 2 NÆSTU LEIKIR FH - Fylkir laugardagur kl.14.00 Grindavík - ÍA laugardagur kl.16.00 Fram - KR laugardagur kl.16.00 HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi. Varnarmaðurinn Sverre Jak- obsson er frá vegna meiðsla og þá á Ásgeir Örn Hallgrímsson ekki heimangengt þar sem hann varð faðir nú fyrr í vikunni. Guðmund- ur kallaði á Sigurgeir Árna Ægis- son, fyrrum fyrirliða FH, í hópinn í staðinn fyrir Sverre en Sigurgeir Árni leikur nú með norska B-deild- arliðinu Kristiansund. „Við fengum tækifæri til að skoða Sigurgeir í vetur þegar hann spilaði með liði sínu í Þýskalandi og hann stóð sig vel í þeim leik. Við viljum sjá nú hvort hann geti leyst Sverre af,“ sagði Guðmundur en hann vonaðist þó til þess að geta notað Sverre á Ólympíuleikunum. „Sverre hefur verið að glíma við ýmis meiðsli, til dæmis í olnboga, öxl og hné. Hann þarf að fara í sprautumeðferð og hvíld til að koma sér aftur af stað. Það verður auðvitað slæmt að hafa hann ekki í þessum leikjum en við erum að horfa til þess að hann verði klár þegar Ólympíuleikarnir byrja.“ Hann segir þó að Ásgeir verði mögulega til taks ef á þurfi að halda í leikjunum gegn Hollandi. En eins og málin standa nú verður hann ekki með. Bjarki Már Elísson fær nú tækifæri til að sanna sig en þessi vinstri hornamaður var öflugur með Íslandsmeisturum HK í vetur. Að öðru leyti kemur val Guðmund- ar ekki mjög á óvart. - esá Guðmundur Guðmundsson valdi 20 manna æfingahóp fyrir landsleikina gegn Hollandi: Sverre þarf hvíld fyrir Ólympíuleikana Landsliðshópurinn Markverðir: Aron Rafn Eðvarðsson Haukar Björgvin Páll Gústavsson Magdeburg Hreiðar Leví Guðmundsson Nötteröy Aðrir leikmenn: Alexander Pettersson Füchse Berlin Arnór Atlason AG Köbenhavn Arnór Þór Gunnarsson TV Bittenfeld Aron Pálmarsson Kiel Bjarki Már Elísson HK Guðjón Valur Sigurðsson AG Köbenhavn Ingimundur Ingimundarson ÍR Kári Kristján Kristjánsson Wetzlar Ólafur Gústafsson FH Ólafur Bjarki Ragnarsson HK Ólafur I. Stefánsson AG Köbenhavn Róbert Gunnarsson Rhein-Neckar Löwen Rúnar Kárason Die Bergische HC Sigurgeir Árni Ægisson Kristiansund HK Snorri Steinn Guðjónsson AG Köbenhavn Vignir Svavarsson Hannover-Burgdorf Þórir Ólafsson KS Vive Targi Kielce SVERRE Verður ekki með í leikjunum gegn Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Eftir afar dapurt gengi að undanförnu var komið að Vals- mönnum og Blikum að bíta frá sér í leikjum sínum í 6. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Þjálf- ararnir, Kristján Guðmunds- son hjá Val og Ólafur Kristjáns- son hjá Breiðabliki, hristu upp í byrjunarliðum sínum með góðum árangri. Tvenna hjá Kolbeini Valur komst aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla eftir þrjá tap- leiki í röð. Liðið hafði betur gegn Keflavík, 3-0, en mörkin komu öll í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var lítið fyrir augað og einkenndist helst af miðjuþófi og hálffærum. Kefl- víkingar virtust þó líklegri til að skora ef eitthvað var en það voru Valsmenn sem mættu afar frískir til leiks í síðari hálfleik og gerðu í raun út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu fjórum mínút- unum. Kolbeinn Kárason gaf tóninn með föstu skoti sem hafnaði í netinu en Ómar Jóhannsson var í boltanum og hefði mátt gera betur. Matthías Guðmundsson bætti svo öðru marki við áður en Kolbeinn skoraði aftur á 60. mínútu. Varamaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson innisiglaði svo góðan sigur undir lok leiksins. „Við lögðum leikinn upp með það í huga að pressa Keflvík- ingana á ákveðnum svæðum en leikurinn spilaðist öðruvísi en við bjuggumst við í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals. „Við löguðum það í hálfleiknum og þá small þetta um leið. Hugarfar leikmanna var gott og mér fannst liðið eiga góðan leik, heilt yfir. Kolbeinn var svo í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og nýtti sitt tækifæri mjög vel.“ Kolbeinn var sjálfur vitan- lega ánægður með uppskeruna en hann var óhræddur við að láta bara vaða að markinu. „Maður skorar ekki nema að skjóta. Ég var óhræddur við það,“ sagði Kol- beinn. Jóhann Birnir Guðmundsson var hvað frískastur í liði Kefl- víkinga og var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég átti að fá víti rétt áður en þeir skora fyrsta markið. Ég var að fara fram fyrir Atla sem gaf mér oln- bogaskot í andlitið. Ég var við það að taka boltann og markvörður- inn að hörfa aftur á línuna,“ sagði Jóhann, bersýnilega ósáttur. „Í staðinn fyrir fer ég út af og þeir komast yfir. Leikurinn hafði verið í járnum og þetta skipti miklu máli. Ég ætla samt ekki að afsaka frammistöðu okkar eftir það - við litum út eins og höfuð- laus her.“ Jóhann var ansi oft tekinn niður af Valsmönnum í leiknum. „Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég búinn að fá of mörg M í Mogganum.“ Blikar þrefölduðu markaskorið Blikar skoruðu langþráð mörk þegar þeir unnu 2-0 sigur á Sel- fossi í gær en Blikar höfðu aðeins skoraði eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Það voru þeir Árni Vilhjálmsson og Petar Rnkovic sem skoruðu mörk Breiðabliks- liðsins, Það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda, gestirnir voru mikið grimmari og uppskáru verðskuldaðan sigur á móti slöku liði Selfyssinga. „Við ætluðum að koma og setja pressu á þá strax í byrjun leiks og það var orka í liðinu í dag sem skilaði sér. Það kemur bara í ljós inni á vellinum hvort menn eigi að spila eða ekki. Það er mikil barátta fyrir sætum í liðinu. Ég er mjög ánægður með tvö mörk í þessum leik og nú verða menn bara að halda áfram og standa sig,” sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. „Ég hef engar stórar áhyggj- ur af framhaldinu. Auðvitað eru allir leikirnir erfiðir og við viss- um það alveg en það býr gífurlega mikið í okkar liði og ég veit að við getum náð hagstæðum úrslitum á móti hvaða lið sem er,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss. - esá, lv, óój, Blikar og Valsmenn bitu frá sér Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína og Blikar þrefölduðu markaskor sitt í sumar þegar bæði liðin unnu flotta sigra í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Valsliðið skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik. GUÐMUNDUR MEIÐIST Guðmundur Steinarsson sést hér meiðast í lok fyrri hálfleiks í stöðunni 0-0. Valsmenn skoruðu síðan 4 mörk í seinni hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.