Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 46
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Berglind Tómasdóttir flautuleikari flytur marg- miðlunarverk sitt, Ég er eyja, í Hörpu á morgun með góðri hjálp. „Þessi hugmynd kviknaði í raun út frá því að ég var að velta fyrir mér hvað það er sem gerir íslenska tón- list íslenska. Það gerði ég meðal annars með því að skoða verk íslensks tónlistarfólks sem hefur orðið frægt í útlöndum, eins og Björk og Sigur Rós, og orðræðuna í kringum þau. Í kjölfarið fór ég að huga að ýmsu sem tengist þjóðern- ishugmyndum, ekki síst 19. aldar hugmyndum, sjálfstæðisbaráttu og fleiru, og þessi sýning er ein- hvers konar hræringur úr þess- um vangaveltum,“ segir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari, doktorsnemi í flutningi samtíma- tónlistar við Kaliforníuháskóla í San Diego og höfundur marg- miðlunarverksins Ég er eyja sem flutt verður í Kaldalónssal Hörpu á morgun, laugardaginn 2. júní, klukkan 17. „Í sýningunni velti ég líka fyrir mér erkitáknum eins og til dæmis fjallkonubúningi og eins notkun á tónbili eins og fimmund. Fimmundin er mjög áberandi í sýningunni,“ bætir hún við. Sjálf leikur Berglind á flautu og syngur í verkinu, auk þess sem hún spilar á heimasmíðað hljóð- færi sem hún kallar hrokk, en hönnun þess er innblásin af spuna- rokk. „Þetta hljóðfæri bjó ég til í samvinnu við uppfinningamann sem starfar við skólann minn og býr til hljóðfæri alla daga. Hönn- unin er tilvísun í hugmyndina um konu sem situr og spinnur á rokk og kveður rímur, sem tengist auð- vitað því hvernig við hugsum um gamla tíma,“ útskýrir Berglind. Tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson flytur verkið með höf- undinum og leikur á kontrabassa, banjó og fleiri hljóðfæri. Þá sér vídeólistakonan Frankie Martin um hinn sjónræna hluta sýning- arinnar. Samhliða doktorsnáminu við Kaliforníuháskóla sinnir Berg- lind kennslu við sama skóla og var nýlega boðið að vera aðal- kennari í stórum kúrs sem tengist bandarískri menningu á einhvern hátt. „BA- og BS-nemar verða að sitja einn kúrs sem getur fjallað um tónlist, bókmenntir eða í raun hvaða menningu sem er. Ég var beðin um að kenna kúrs um hipp- hopptónlist, en þar sem ég er eng- inn sérfræðingur í henni stakk ég frekar upp á að kúrsinn fjallaði um Michael Jackson og það var samþykkt. Ég er mjög spennt fyrir þessu því það er af ótrúlega mörgu að taka. Kúrsinn krefst líka mik- ils undirbúnings, því þetta verða þriggja tíma fyrirlestrar í tíu vikur og ég verð því að geta gert eitthvað fleira en að sýna bara nemendunum myndbandið við Thriller,“ segir Berglind og hlær. kjartan@frettabladid.is Þjóðareinkenni í Kaldalóni ÉG ER EYJA Berglind María Tómasdóttir og Davíð Þór Jónsson flytja margmiðlunarverk Berglindar í Hörpu á morgun. Vídeólista- konan Frankie Martin sér um hinn sjónræna hluta sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bækur ★★★ ★ ★ Dauði næturgalans Kaaberböl & Friis. Ingunn Ás- dísardóttir þýddi. Mál og menning Köld krumla fortíðarinnar Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunar- konuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaup- mannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungurs- neyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði nætur- galans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Dan- mörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur. Tíu milljónum króna var úthlutað úr Hönnunarsjóði Auroru til verk- efna á sviði hönnunar og arkitekt- úrs í gær. Að þessu sinni var áhersla lögð á fatahönnun og hlutu fatalínurnar Ostwald Helgason, EYGLO og As we grow styrki. Aðrir sem fengu úthlutað úr sjóðnum eru vöruhönn- unarverkefnið Húsgögn, Krads arkitektar fyrir þróun vinnustof- unnar PLAYTIME, Valgerður Pét- ursdóttir fyrir starfsnám hjá AUGE og HönnunarMars vegna uppbygg- ingar hátíðarinnar og kynningar á íslenskri hönnun erlendis. Úthlutunin var sú fyrsta á þessu ári og sú áttunda frá því að Hönn- unarsjóðurinn var settur á lagg- irnar í ársbyrjun 2009. Alls bár- ust 80 umsóknir af öllum sviðum hönnunar og báru þær merki um mikla grósku og framþróun á þessu sviði á Íslandi. Sjóðnum er ætlað að styðja við framúrskarandi hönnuði og efla grasrótarstarf í hönnun. - hþt Tíu milljóna styrkir til hönnuða HÖNNUÐIR Úthlutunin var sú fyrsta á þessu ári og sú áttunda frá því að Hönnunar- sjóðurinn var settur á laggirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKUGGAMYNDIR FRÁ BÝSANS halda í kvöld sína mánaðarlegu tónleika á Café Haítí þar sem leikin verður balkantónlist. Miðaverð er 1.500 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.