Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 16
16 1. júní 2012 FÖSTUDAGUR M iðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagn- rýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. Tillögur um breytingar á veiðigjaldinu ganga skemur en búast hefði mátt við. Þær gera ráð fyrir að heildarupphæð þess sem kemur í ríkissjóð af gjaldinu lækki um fjórðung. Áfram verður miðað við að útgerðarfyrirtæki greiði 70% af hagnaði sínum í veiðigjald, þótt aðlögunartími sé lengdur og ýmsar undanþágur og afslættir hafi bætzt við, til að mynda vegna skuldsettra kvóta- kaupa. Enn hefur ekki farið fram nein rækileg greining eða útreikning- ar á áhrifum þessarar útfærslu á afkomu og stöðu útgerðarinnar. Þess vegna er algjörlega galið að ætlast til að Alþingi samþykki þennan part málsins á næstu dögum. Eins og fjölmargir sérfræðingar sem fjallað hafa um málið hafa bent á, er samhengi á milli upphæðar veiðigjaldsins og þeirra breytinga sem eru gerðar á sjálfu stjórnkerfi fiskveið- anna. Bæði hagfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar og hagfræðing- arnir sem fengnir voru til að taka núverandi frumvörp út fyrir atvinnuveganefnd bentu á að gengju hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórninni eftir, sem drægju úr hagkvæmni veiðanna, minnkaði geta sjávarútvegsins til að standa undir veiðigjaldi, jafnvel þótt það væri ákveðið hóflegt. Eyru meirihluta atvinnuveganefndar virðast algjörlega lokuð fyrir þessum ábendingum. Að minnsta kosti leggur hún ekki til neinar breytingar sem máli skipta á frumvarpinu um stjórn fisk- veiða. Áfram er stefnt að því að spilla í veigamiklum atriðum stjórnkerfi, sem hefur reynzt vel og stóraukið hagkvæmni í sjávarútveginum. Sjávarútvegsmálin eru ekki eina stóra málið, þar sem núver- andi ríkisstjórnarflokkar bruna áfram í blindni og taka ekkert mark á varnaðarorðum, jafnvel þótt þau komi frá sérfræðingum sem hafa haldbeztu þekkinguna í viðkomandi málaflokkum. En þetta mál er einfaldlega veigameira en svo að hægt sé að ana áfram og gá svo seinna hvort hrakspárnar rætist. Hér er hvorki meira né minna en ein af undirstöðuatvinnu- greinum þjóðarinnar í húfi. Menn geta sagt sem svo að fiskur verði veiddur áfram þótt frumvörpin gangi í gegn. Það er líka veiddur fiskur í mörgum nágrannalöndum okkar, bara ekki með neinum hagnaði fyrir viðkomandi hagkerfi af því að þar hefur sjávarútveginum verið breytt í miðstýrðan bónbjargaatvinnuveg. Hættan er sú að það gerist líka hér, staldri menn ekki við og vinni málið betur. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Næsti forseti Íslands þarf nauðsyn-lega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrok- ans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heið- arleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmikl- um þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröf- unni um heiðarleika voru óbærileg ein- kenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingar- leysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virð- ingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfé- lag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plast- blóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíð- aranda – og lýðræði, hófsemd og sam- kennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosn- ingarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – held- ur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum. Nýr tíðarandi, næsti forseti Forseta embættið Gunnar Hersveinn rithöfundur Engin sulta á þingi Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, varð fyrir vonbrigðum á miðvikudagskvöldið. Hann lýsti því í ræðustól í gær að hann hefði talið góða sátt vera að myndast innan atvinnuveganefndar um veiðileyfa- gjald og fiskveiðistjórnunina. „Mér fannst satt að segja stjórnarandstaðan vera allt að því sultuslök alveg fram á síðustu stundu þegar málið var rætt út,“ sagði Björn. Þá fannst honum kveða við nýjan tón og fúkyrðaflaumur og árásir taka völdin. Það er ekki nema von að vonbrigðin hafi orðið mikil, en var varaformaður atvinnuveganefndar að lesa stjórnarandstöðuna rétt? Bjóst fólk almennt við því að hún væri sultuslök í sjávarútvegsmálunum? Lítill samningsvilji Stjórnarandstæðingar voru gríðarlega ósáttir við breytingartillögur meirihluta nefndarinnar. Björn Valur minnti þó á að um tillögur væri að ræða og kallaði eftir tillögum stjórnarandstöðunnar í mál- inu. „Vísa málinu frá,“ kallaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, þá fram í. Ekki lýsir það miklum samnings- vilja. Herðir hnútinn Birgir Ármannsson, kollegi Tryggva Þórs, lýsti vonbrigðum með til- lögurnar og sagði þær ekki myndu greiða fyrir þingstörfum. Hefði falist einhver málamiðlun í þeim hefði það kannski breytt stöðunni á þinginu. Það er sérkennileg afstaða. Ríkisstjórnin telur sig hafa meirihluta fyrir málinu. Af hverju ætti hún þá að gera málamiðlun um það? Þarf ekki að fara að láta reyna á þennan meirihluta í atkvæða- greiðslu? kolbeinn@frettabladid.is einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18 SUMMER Garðsett, grábrúnt. Felliborð og 2 fellistólar. Pólýtrefjar. 29.900,- NÚ 14.950,- Einnig til dökkgrátt. SUMMER garðsett nú 14.950,- 50% ................................... af SUMMER garðsetti Af hverju hlustar stjórnarmeirihlutinn ekki á gagnrýni og rök í sjávarútvegsmálunum? Brunað áfram í blindni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.