Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 52
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR36 Leikarinn Michael Fassbender vonast til að framhald verði gert á spennumyndinni Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hann lagði sig allan fram við tökurnar. „Mér fannst mikil forrétt- indi að vera hluti af hópnum. Ég vildi ekki vera veikur hlekk- ur og vann því heimavinnuna mína eins vel og ég mögulega gat. Þegar ég mætti í vinn- una hafði ég upp á eitthvað að bjóða,“ sagði Fassbender við Digital Spy. „Ég held að allir sem unnu við myndina hafi haft á tilfinning- unni að þeir væru að taka þátt í einhverju merkilegu með Ridley [Scott leikstjóra].“ Promotheus verður frumsýnd á Íslandi í næstu viku. Myndin segir frá geimkönnuðum sem verða strandaglópar á fjarlægri reikistjörnu. Fassbender vill framhald VILL MEIRA Michael Fassbender vonast til að framhald verði á Prometheus. 36 popp@frettabladid.is Rauðasandur er stórfenglegur staður og eins og úr öðrum heimi. Maður tekur alveg andköf við að koma þangað. BJÖRN ÞÓR BJÖRNSSON SKIPULEGGJANDI MÁNAÐA FANGELSISVIST gæti söngvarinn Justin Bieber átt yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um að hafa ráðist á ljósmyndara skammt frá heimili sínu á sunnudaginn var. Ljósmyndarinn var fluttur á spítala eftir átökin en Bieber var yfirheyrður af lögreglu á meðan. 6 Glaumgosinn Hugh Hefner er tek- inn aftur saman við fyrrum unn- ustu sína, Playboy-kanínuna Crys- tal Harris. Líkt og frægt er orðið yfirgaf Harris hinn aldraða unn- usta sinn síðasta sumar, aðeins viku fyrir fyrirhugað brúðkaup þeirra. Harris laumaðist burt af heim- ili Hefners viku fyrir brúðkaup þeirra og tók saman við Jordan McGraw, son Dr. Phil. Stúlkan hefur þó hlotið fyrirgefningu og er flutt aftur inn til Hefners. „Crystal grátbað Hugh um að taka við sér aftur. Hann hefur fyrirgefið henni og bauð hana vel- komna aftur heim,“ var haft eftir heimildarmanni. Shera Berchard, núverandi kærasta Hefners, flutti út sama dag og Harris flutti inn og því virðist úti um það samband. Fyrirgaf Harris SAMAN Á NÝ Hugh Hefner og Crystal Harris eru tekin saman á ný. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Dominic Monaghan vill ekki vera vinur fyrrum samstarfs- manns síns, leikarans Matthews Fox, ef marka má Twitter-færslur þess fyrrnefnda. Monaghan og Fox léku báðir í sjónvarpsþáttunum Lost en er ekki vel til vina. Ungur aðdáandi þátt- anna hafði samband við Monag- han á Twitter og bað hann um að reyna að fá Fox til að stofna Twit- ter-síðu sem Monaghan neitaði að gera. „Hann ber konur. Nei takk,“ svaraði leikarinn og bætti svo við: „Hann lemur konur. Ekki einu sinni, oft.“ Fox var nýverið handtekinn fyrir ölvunarakstur og bíður nú dóms. Vill ekki vera vinur Fox ÓVINIR Dominic Monaghan og Matthew Fox er ekki vel til vina. NORDICPHOTOS/GETTY Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífs- ins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggj- enda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vest- fjörðum 6.–8. júlí næstkomandi. Björn Þór stendur að hátíð- inni ásamt vinum sínum Kristínu Andreu Þórðardóttur, Jónínu de la Rosa og Hirti Matthíasi Skúlasyni. Sá síðastnefndi ólst upp á Rauða- sandi og verður hátíðin haldin á bóndabæ bróður hans að Melanesi. „Rauðasandur er stórfenglegur staður og eins og úr öðrum heimi. Maður tekur alveg andköf við að koma þangað,“ segir Björn Þór. Í fyrrasumar ákváðu fjórmenn- ingarnir að slá upp hálfgerðri prufuhátíð á staðnum og buðu vinum sínum og vandamönnum að koma. Það gekk stórvel að sögn Björns Þórs og hófust þau strax handa við að skipuleggja almenni- lega hátíð fyrir þetta sumar. Mikil áhersla verður lögð á kántrýtónlist, blues og aðra óraf- magnaða tónlist og meðal þeirra sem fram koma eru Lay Low, Prinspóló, Low Roar, Johnny Stronghands, Jefferson Hamer, Snorri Helgason, Ylja og Smári Tarfur. Tjaldaðstaða er góð á svæðinu en tónleikarnir verða haldnir í hlöðu á Melanesi. „Við erum að smíða svið í hlöðunni svo þetta verður alvöru hlöðuball,“ segir Björn Þór. Það verður þó meira í boði en tónleikar því á dagskránni eru alls kyns uppákomur. „Sandurinn er aðalmálið þarna svo við verð- um með sandkastalakeppnir, jóga í sandinum og fleira í þeim dúr,“ segir Björn Þór og hvetur fólk til að taka börnin með sér. „Þetta er lágstemmd og fjölskylduvæn hátíð þar sem mikil og skemmtileg dag- skrá er í boði fyrir alla aldurshópa og fólk kemur til að njóta,“ segir hann að lokum. Miði á hátíðina kostar 6.500 krónur og má nálgast á midi.is. tinnaros@frettabladid.is Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí Í NÁTTÚRUPARADÍS Fjórmenningarnir Björn Þór, Kristín Andrea, Jónína og Hjörtur Matthías standa á bak við tónlistarhá- tíð á Rauðasandi í júlí. Meðal þeirra sem fram koma eru Lay Low, Snorri Helgason og Low Roar. Enn eru uppi vangaveltur um hvort ólétta söngkonunnar Beyoncé hafi verið raunveruleg eða hvort hún hafi fengið stað- göngumóður til að ganga með dóttur sína Blue Ivy. Líkamlegt form söngkonunnar hefur gefið orðrómnum byr undir báða vængi en hún þótti fljót að ná af sér aukakílóunum eftir barnsburð. Á tónleikum sem hún hélt í Atlanta City um síðastliðna helgi gerði hún þó sitt besta til að útskýra það hversu fljót hún var að ná sér aftur í form. „Ég bjó á stigavélinni og borðaði bara kál,“ sagði Beyoncé við aðdáendur sína á tónleikunum áður en hún sagði frá því að hún hefði misst rúm 27 kíló á síðustu fjórum mánuðum. Eitthvað virðist þessi yfirlýsing hennar hafa fallið í dræman jarð- veg því fólki þykir þetta frekar há tala og ekki líklegt að hún hafi í raun misst svo mikið frá því að Blue Ivy fæddist. Kílóamissir Beyoncé 27 KÍLÓ FARIN Söngkonan segist hafa misst 27 kíló frá því hún átti dóttur sína Blue Ivy fyrir fimm mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.