Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN Soffía Þórðardóttir, hópstjóri vef-lausna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software, hélt nýlega erindi á afmælisráðstefnu Nýherja. Þar fjallaði hún um snjallsíma og hvernig þeir eru farnir að breyta daglegri hegðun fólks. „Snjallsímarnir hafa breytt hegðun okkar á svo margvíslegan hátt. Þeir færa okkur netið í vasann og leysa fjölda verkefna sem ekki var hægt að leysa áður. Sím- arnir gera okkur að gangandi alfræði- orðabókum, innihalda mynda- og mynd- bandsvélar, GPS staðsetningartæki og bjóða upp á nýjar leiðir í samskiptum og verslun við fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.“ Soffía segir snjallsímabyltinguna í raun hafa byrjað árið 2007 með tilkomu iPhone en þá fyrst varð snjallsíminn al- menningseign. Þótt Íslendingar séu al- mennt nýjungargjarnir og hlutfall snjall- síma sé mjög hátt hérlendis hafa íslensk fyrirtæki að mati Soffíu verið sein að aðlaga sig breyttum kröfum neytenda. „Snjallsímaeign Íslendinga var um 43% árið 2010 en í dag mundi ég giska á að yfir helmingur GSM síma hérlendis séu snjallsímar.“ Hún segir mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að fylgja þessari þróun þegar kemur að þjónustu við við- skiptavini sína. Liður í þeirri þróun sé gerð smáforrita (appa) sem geti þó að mati Soffíu verið ofmetin. „Fjöldi smá- forrita sem eru sótt eru bara notuð einu sinni. Það er því afar mikilvægt að fyrir- tæki hugi að því hvenær nota skuli þau og hvenær hægt sé að nýta vefinn til að veita sams konar þjónustu.“ Hún segir því mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hafi í huga að smáforritin þurfi að skila einhverju raunverulegu virði fyrir neyt- endur og hjálpa þeim að framkvæma verkefni í daglegu lífi. „Mér finnst mörg fyrirtæki detta í þá gryfju að búa til smáforrit fyrir eitthvað sem er auð- veldlega hægt að leysa án þeirra og það dugir skammt.“ Soffía býður lesendum upp á sum- arlegt kjúklingasalat með mangó og pappadums. „Þegar ég starfaði í vefbransanum í London árin 2001- 2006 bjó ég oft til þennan rétt. Þetta er einfalt kjúklingasalat sem fljótlegt er að laga. Mér finnst ekki þurfa að taka meira en 20 mínútur að útbúa ljúffenga máltíð á virkum dögum og þetta ljúffenga sum- arsalat tekur skamman tíma að útbúa. Hægt er að nota afganga eða kaupa allt hráefnið tilbúið.“ ■ starri@365.is KJÚKLINGARÉTTUR ÆTTAÐUR FRÁ LONDON LJÚFMETI Einfaldleikinn er í fyrirrúmi hjá Soffíu Þórðardóttur þegar hún eld- ar virka daga vikunnar. Hún gefur uppskrift að gómsætu sumarsalati SALAT Notið eins mikið af kjúk- lingi og þið viljið. Það er tilvalið að nota afgangs- kjöt frá deginum áður. Ég kaupi líka oft tilbúinn grillaðan kjúkling og nota kjötið af honum. Salatblanda eins og hverjum finnst best 1 niðurskorið mangó gul eða rauð paprika svo má setja hvaða grænmeti sem er til við- bótar til dæmis agúrkur og baunaspírur nokkur myntulauf rifin yfir salatið gera það bara betra. PAPPADUMS: Pappadums-kökur frá Patak’s fást víða hérlendis tíu í pakka tilbúnar til eldunar. Stingið hverri köku í ör- bylgjuofn í 1 mínútu. Þá bólgna þær skemmti- lega upp og verða stökkar og frábærar í salat. Ég sleppi því að pensla þær með olíu þrátt fyrir að leiðbeiningarnar á pakkanum leggi það til. SÓSA: sýrður rjómi 5% 1 tsk. mangó chutney (má sleppa). það er líka hægt að kaupa tilbúnar sósur, t.d. léttsósu með hvítlauk. SAMSETNING: Hægt að setja allt í stóra skál eða hrein- lega beint á diska. Pappadums-kökurnar eru settar á botninn, annað hvort heilar eða brotnar í smærri bita. Næst er sal- ati hrúgað ofan á og kjúklingi þar yfir. Á end- anum er sósan sett út á og borðað með bestu lyst. KJÚKLINGASALAT MEÐ MANGÓI OG PAPPADUMS AÐALRÉTTUR FYRIR HEPPILEGA FJÖLSKYLDUSTÆRÐ ■ Fljótlegt og gott UNDRATÆKI „Snjallsímarnir hafa breytt hegðun okkar á svo marg- víslegan hátt,“ segir Soffía Þórðardóttir hjá TM Software. Kjólasprengja 50-70% afsláttur af völdum kjólum föstudag og laugardag FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HENT Í SALAT Það ætti ekki að taka meira en tuttugu mín- útur að útbúa þetta salat. Tryggðu þér eintak! Áskrift í síma 578 4800 og á www.rit.is Ó K Ó T S K O H N O H GG U R G R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.