Fréttablaðið - 01.06.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 01.06.2012, Síða 26
FÓLK|HELGIN Soffía Þórðardóttir, hópstjóri vef-lausna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software, hélt nýlega erindi á afmælisráðstefnu Nýherja. Þar fjallaði hún um snjallsíma og hvernig þeir eru farnir að breyta daglegri hegðun fólks. „Snjallsímarnir hafa breytt hegðun okkar á svo margvíslegan hátt. Þeir færa okkur netið í vasann og leysa fjölda verkefna sem ekki var hægt að leysa áður. Sím- arnir gera okkur að gangandi alfræði- orðabókum, innihalda mynda- og mynd- bandsvélar, GPS staðsetningartæki og bjóða upp á nýjar leiðir í samskiptum og verslun við fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.“ Soffía segir snjallsímabyltinguna í raun hafa byrjað árið 2007 með tilkomu iPhone en þá fyrst varð snjallsíminn al- menningseign. Þótt Íslendingar séu al- mennt nýjungargjarnir og hlutfall snjall- síma sé mjög hátt hérlendis hafa íslensk fyrirtæki að mati Soffíu verið sein að aðlaga sig breyttum kröfum neytenda. „Snjallsímaeign Íslendinga var um 43% árið 2010 en í dag mundi ég giska á að yfir helmingur GSM síma hérlendis séu snjallsímar.“ Hún segir mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að fylgja þessari þróun þegar kemur að þjónustu við við- skiptavini sína. Liður í þeirri þróun sé gerð smáforrita (appa) sem geti þó að mati Soffíu verið ofmetin. „Fjöldi smá- forrita sem eru sótt eru bara notuð einu sinni. Það er því afar mikilvægt að fyrir- tæki hugi að því hvenær nota skuli þau og hvenær hægt sé að nýta vefinn til að veita sams konar þjónustu.“ Hún segir því mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hafi í huga að smáforritin þurfi að skila einhverju raunverulegu virði fyrir neyt- endur og hjálpa þeim að framkvæma verkefni í daglegu lífi. „Mér finnst mörg fyrirtæki detta í þá gryfju að búa til smáforrit fyrir eitthvað sem er auð- veldlega hægt að leysa án þeirra og það dugir skammt.“ Soffía býður lesendum upp á sum- arlegt kjúklingasalat með mangó og pappadums. „Þegar ég starfaði í vefbransanum í London árin 2001- 2006 bjó ég oft til þennan rétt. Þetta er einfalt kjúklingasalat sem fljótlegt er að laga. Mér finnst ekki þurfa að taka meira en 20 mínútur að útbúa ljúffenga máltíð á virkum dögum og þetta ljúffenga sum- arsalat tekur skamman tíma að útbúa. Hægt er að nota afganga eða kaupa allt hráefnið tilbúið.“ ■ starri@365.is KJÚKLINGARÉTTUR ÆTTAÐUR FRÁ LONDON LJÚFMETI Einfaldleikinn er í fyrirrúmi hjá Soffíu Þórðardóttur þegar hún eld- ar virka daga vikunnar. Hún gefur uppskrift að gómsætu sumarsalati SALAT Notið eins mikið af kjúk- lingi og þið viljið. Það er tilvalið að nota afgangs- kjöt frá deginum áður. Ég kaupi líka oft tilbúinn grillaðan kjúkling og nota kjötið af honum. Salatblanda eins og hverjum finnst best 1 niðurskorið mangó gul eða rauð paprika svo má setja hvaða grænmeti sem er til við- bótar til dæmis agúrkur og baunaspírur nokkur myntulauf rifin yfir salatið gera það bara betra. PAPPADUMS: Pappadums-kökur frá Patak’s fást víða hérlendis tíu í pakka tilbúnar til eldunar. Stingið hverri köku í ör- bylgjuofn í 1 mínútu. Þá bólgna þær skemmti- lega upp og verða stökkar og frábærar í salat. Ég sleppi því að pensla þær með olíu þrátt fyrir að leiðbeiningarnar á pakkanum leggi það til. SÓSA: sýrður rjómi 5% 1 tsk. mangó chutney (má sleppa). það er líka hægt að kaupa tilbúnar sósur, t.d. léttsósu með hvítlauk. SAMSETNING: Hægt að setja allt í stóra skál eða hrein- lega beint á diska. Pappadums-kökurnar eru settar á botninn, annað hvort heilar eða brotnar í smærri bita. Næst er sal- ati hrúgað ofan á og kjúklingi þar yfir. Á end- anum er sósan sett út á og borðað með bestu lyst. KJÚKLINGASALAT MEÐ MANGÓI OG PAPPADUMS AÐALRÉTTUR FYRIR HEPPILEGA FJÖLSKYLDUSTÆRÐ ■ Fljótlegt og gott UNDRATÆKI „Snjallsímarnir hafa breytt hegðun okkar á svo marg- víslegan hátt,“ segir Soffía Þórðardóttir hjá TM Software. Kjólasprengja 50-70% afsláttur af völdum kjólum föstudag og laugardag FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir HENT Í SALAT Það ætti ekki að taka meira en tuttugu mín- útur að útbúa þetta salat. Tryggðu þér eintak! Áskrift í síma 578 4800 og á www.rit.is Ó K Ó T S K O H N O H GG U R G R g ra fí s k h ö n n u n

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.