Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 24
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN VILBERGSDÓTTIR Grænumörk 5, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 2. júní kl. 14.00. Pétur H. R. Sigurðsson Guðrún Gunnarsdóttir Vilbergur Prebensson Margrét St. Kristinsdóttir Ólafur Prebensson Anna Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega, SVEINFRÍÐUR H. SVEINSDÓTTIR Reykjahlíð, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 2. júní kl 14. Sveinn Ingvarsson Katrín Andrésdóttir Magnús Gunnarsson Steinunn Ingvarsdóttir Ólafur Hjaltason Erna Ingvarsdóttir Þorsteinn Hjartarson og fjölskyldur Vegna stærðar blaðsins á morgun, laugardag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í laugardagsblað færist því fram til kl. 13.30. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, HAUKUR RICHARDSSON andaðist þann 24. maí 2012 í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. júní 2012 kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Sandra Hauksdóttir Magnús Ólafsson Saga, Dagur og Mirra Tinna Gallagher David Gallagher Richard Haukur Ólsen Felixsson Erna Petrea Þórarinsdóttir systkini, makar og börn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN ÓLAFSSON Rennismiður, lést á Hrafnistu Hafnarfirði, miðvikudaginn 30. maí. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. júní kl.15. Borghildur Þorláksdóttir María Sveinbjörnsdóttir Steen Jörgensen Trausti Sveinbjörnsson Ingveldur Einarsdóttir Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir Þórir Steingrímsson Ásta Sveinbjörnsdóttir Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir Erla Sveinbjörnsdóttir Grétar Páll Stefánsson börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, ömmu, langömmu og tengdamóður, JÓHÖNNU SIGRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR Þórunn Friðriksdóttir Zophónías Hróar Björgvinsson Madi Björgvinsson Svali H. Björgvinsson Inga Sigrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Við fengum húsið síðast- liðið haust og höfum unnið að endurbótum þess í öllum lausum stundum síðan,“ segir Steinunn Finnboga- dóttir sem í dag opnar, ásamt manni sínum Frey Héðins- syni, kaffihús á Patreksfirði. Kaffihúsið er í húsi sem heimamenn þekkja undir nafninu Stúkuhúsið, vegna þess að Stórstúka Íslands reisti húsið 1925. „Okkur fannst eðlilegast að halda nafninu, kaffihúsið mun því heita Stúkuhúsið,“ segir Steinunn sem fékk þá flugu í höfuðið að gerast kaffihúsa- eigandi eftir að hafa starf- að sem kennari um árabil. „Þetta verður bara skemmti- legt og væntanlega mikil vinna, ég stend hér vaktina ásamt tveimur starfskröft- um. Við ætlum að hafa opið frá ellefu að morgni og til ell- efu á kvöldin alla daga vik- unnar í sumar og svo ætlum við líka að hafa opið á vet- urna, þó opnunartíminn eigi eftir að koma betur í ljós.“ Stúkuhúsið hafði staðið autt í fimm ár áður en Stein- unn tók við því og það var illa farið. „Við höfum endur- nýjað allt en leituðumst við að hafa upprunalegt útlit að leiðarljósi.“ Margvísleg starfsemi hefur verið rekin í Stúkuhúsinu í gegnum tíðina, það var samkomuhús Pat- reksfirðinga fram á fjórða áratuginn, þar var verbúð á níunda áratugnum og svo var búið í því um árabil eins og Steinunn þekkir af eigin raun. „Foreldrar mínir bjuggu hér með sex börn og á sama tíma voru afi og amma líka hér. Sjálf á ég bara óljós- ar æskuminningar, en for- eldrar mínir fluttu þegar ég var þriggja ára gömul. En þess má geta að tvær syst- ur mínar eru fæddar í hús- inu,“ segir Steinunn. Önnur þeirra, Hafdís, var einmitt stödd á Patreksfirði þegar Fréttablaðið átti þar leið um. „Ég er fædd í eldhúsinu,“ segir Hafdís og bendir í átt að eldhúsinu sem sett hefur verið upp með nýjustu græj- um. „Það var reyndar svefn- herbergi þá,“ bætir hún við. Hafdís býr í dag í Reykja- vík en var komin til að hjálpa við lokaundirbúning kaffi- hússins. „Þetta eru mörg handtök,“ viðurkennir Stein- unn. „En stórskemmtilegt. Og það verður líf og fjör í bænum um helgina, sjó- mannadagurinn er stórhátíð á Patreksfirði.“ Þess má geta að Stúku- húsið stendur við Aðalstræti 50. Kaffihúsið er komið með Facebook-síðu sem vakið hefur athygli gamalla íbúa. „Við fengum póst frá ástr- ölskum konum sem voru í fiski hér á níunda áratugn- um og bjuggu í húsinu, það er aldrei að vita nema þær kíki í heimsókn við tækifæri.“ sigridur@frettabladid.is PATREKSFJÖRÐUR: STÚKUHÚSIÐ VERÐUR KAFFIHÚS Opnar kaffihús á æskuheimilinu STEINUNN OG HAFDÍS FINNBOGADÆTUR Systurnar voru í óða önn að undirbúa opnun Stúkuhússins á Patreksfirði þegar Fréttablaðið átti leið hjá. MYND/BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR STÚKUHÚSIÐ Hefur gegnt mörgum hlutverkum á Patreksfirði og verður kaffihús frá og með deginum í dag. „Ég kem úr stórborg í Kína en finnst fínt að vera í svona litlu samfélagi eins og Íslandi. Veðrið á líka betur við mig hér. Í Kína er steikjandi hiti núna. Ég elska svöl sumur eins og á Íslandi,“ segir hin kínverska Jia Chen. Hún hefur dvalið hér á landi í fjögur og hálft ár og náð ótrúlegri færni í íslensku máli. Jia lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti síðasta föstudag og nú nýtir hún dag- ana vel til undirbúnings inntökuprófs í læknadeild Háskóla Íslands. „Ég fór á háskólakynningu í fyrra og skoðaði allt sem var í boði, meðal annars líf- efnafræði og læknisfræði og þá fékk ég hugmyndina um að þreyta þetta próf,“ útskýrir hún og bætir við bros- andi „Mér finnst alltaf skemmtilegt að fara í próf.“ Jen hafði varla stigið niður fæti á Íslandi þegar hún var komin í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi. Á fyrstu önninni kveðst hún bara hafa verið að læra íslensku og smáveg- is í stærðfræði. „Efnafræði er mitt besta fag og mér finnst líka gaman að íslenskunni. Hún er erfitt en skemmti- legt tungumál.“ Frá Selfossi lá leið Jia Chen til Reykjavíkur. Þar settist hún á skóla- bekk í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og kveðst hafa náð mestum framförum þar, enda um mikla stuðningskennslu að ræða í skólanum. „Í FB er innflytj- endabraut fyrir útlendinga fyrstu tvö árin en ég fór samt strax inn á nátt- úrufræðibraut, tók íslensku sem annað mál og fékk góðan stuðning í ýmsum greinum. Svo eru líka mentorar í FB, sem er jafningjastuðningur. Þannig fékk ég hjálp hjá íslenskum nemend- um og talaði við þá í frímínútum og ég hjálpaði svo yngri Kínverjum og spjall- aði við þá.“ En hvað gerir Jia Chen á sumrin þegar enginn skóli er? „Þá er ég að vinna, ég var á Hótel Natura í fyrra- sumar og er búin að sækja um á nokkr- um stöðum fyrir sumarið í ár og vona að ég fái jákvætt svar frá einhverjum þeirra.“ gun@frettabladid.is Elskar svöl íslensk sumur NÝSTÚDENT Jia Chen er dugleg við að ryðja hindrunum úr vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 35 JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON söngvari á afmæli í dag.„Gott að ég er ekki pólitískt tengdur. Ég get leyft mér að flytja hvert sem er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.