Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 36
10 • LÍFIÐ 1. JÚNÍ 2012
HVERNIG HUGSA ÞÆR UM HÚÐINA Í SÓLINNI?
Sumarið er skollið á svo um munar og það er óhætt að segja að landinn beri þess merki með sólkysstri húð og rjóðum kinnum. Það er mikil-
vægt að huga vel að húðinni og verja hana fyrir sterkum geislum sólarinnar. Lífið tók þrjár konur tali sem er umhugað um heilbrigði og for-
vitnaðist um hvernig þær hugsa um húðina í sólinni.
NJÓTUM SÓLARINNAR VARIN
Það þarf samt ekki að stafa mikil
hætta af því að njóta sólarinnar
ef við fylgjum nokkrum einföld-
um ráðum og notum heilbrigða
skynsemi til að forðast að brenna
í sólinni. Hér á eftir eru nokkr-
ar ábendingar um hvernig við
getum varist hættulegum geislum
sólarinnar á suðrænum slóðum -
en ekki má gleyma því að sökum
þess hversu tært andrúmsloft-
ið er hér á Íslandi þá getur út-
fjólublá geislun frá sólinni valdið
sólbruna á skömmum tíma.
• Forðumst sólina um miðjan dag-
inn - Frá klukkan 11 til 15 eru
geislar sólarinnar sterkastir og
um 60% af heildargeislun dagsins
á sér stað á þessu tímabili. Þegar
það er mögulegt er það klárlega
besta og einfaldasta sólarvörnin
að forðast útfjólubláa geislun sól-
arljóssins á þessum tíma. Svo má
ekki láta skýjaðan himin villa sér
sýn; um hádegi á skýjuðum degi
nær meiri geislun til jarðar en á
heiðbjörtum degi um kl. 16.
• Sitjum í skugganum – að vera
í skugganum er einnig góð og
einföld leið að verja sig fyrir út-
fjólubláum geislum sólarinn-
ar. Ef skuggi manns er lengri en
maður sjálfur, þ.e.a.s. fyrir hádegi
og seinnipart dags, þá er óhætt
að vera í sólinni. Ef skugginn er
styttri þá er hætta á að verða fyrir
hættulegri útfjólublárri geislun.
• Notum sólarvarnaráburð – við
verðum að bera nægjanlegt magn
af sólarvarnaráburði á húðina þar
sem sólargeislarnir fá að leika
óhindraðir um. Áburðurinn verð-
ur að veita vernd gegn bæði A
og B geislum og vera með sól-
varnarstuðulinn 15 eða hærri.
Bera á áburðinn á hálftíma áður
en farið er í sólina og endurtaka á
tveggja klukkutíma fresti. Munum
að jafnvel vatnsþolinn sólaráburð-
ur máist af við það að þurrka sér
með handklæði og þegar maður
svitnar eða er lengi í vatni.
GÓÐ RÁÐ FRÁ
LÝÐHEILSUSTÖÐ
A. Hvernig verðu þig fyrir sólinni? B. Hefurðu alltaf verið meðvituð um að passa vel upp á húðina? C. Hefurðu reynslu af því að hafa brunnið illa? D. Hvaða gildi hefur sólin fyrir þig önnur en að hita kroppinn og lita?
A. Ég nota sólarvarnir, ýmist
15 SPF eða 30 SPF. Það er
mjög algengt að dagkrem og
meik innihaldi svo háa vörn.
Núna nota ég BB krem sem
inniheldur 30 SPF vörn.
B. Nei, get ekki sagt það, en
ég hef alltaf vitað um skað-
semi útfjólublárra geisla og
aldrei stundað ljósabekkina.
C. Ég man ekki eftir því að
hafa brunnið illa, sem betur
fer. Enda alltaf verið smá
vampíra hvað þetta varðar
og dugleg með varnirnar.
D. Sólin er auðvitað fyrst
og síðast lífgjafinn okkar og
gleðigjafi líka. Það er fátt
skemmtilegra en að sjá Ís-
lendinga tínast út á Aust-
urvöll, í garðana sína og á
göturnar þegar sólin heils-
ar okkur. Það verða allir svo
glaðir og kátir í sólinni!
Margrét
Gústavsdóttir
pjattrófa
DUGLEG MEÐ VARNIRNAR
A. Áður en ég flutti suður var
ég að selja aloe vera vörur
sem heita Volare og sólar-
vörnina frá þeim hef ég alltaf
notað allar götur síðan.
B-C. Ég er með ljósa og
viðkvæma húð og hef allt-
af þurft að passa mig. Syst-
ir mín fékk sortuæxli fyrir
nokkrum árum og var það
mikil vitundarvakning um
að passa sig enn betur. Við
brunnum báðar mjög illa á
Spáni þegar við vorum litl-
ar og var ég lengi með risa
bruna-kanínu/sundbola-
far á bakinu á mér. Hún var
með viðkvæma fæðingar-
bletti sem þoldu ekki þenn-
an bruna.
D. Sólin er yndislegur gleði-
gjafi og gefur af sér þessa
orku sem er okkur lífsnauð-
synleg. Hún er vinkona sem
er alltaf til í að vera memm ef
hún er á landinu.
Sara María
Forynja
fatahönnuður
BRANN ILLA SEM BARN
A. Dagsdaglega spái ég lítið í það
að verja mig þegar sólin skín. En ef
ég fer í sólbað set ég alltaf á mig
sólarvörn.
B. Nei, alls ekki. Ég fór til dæmis
mjög mikið í ljósabekki hér í eina tíð
en er löngu búin að draga úr því.
Ég hef alltaf hugsað um húðina að
því leyti að ég hreinsa hana dag-
lega og ber á hana dag- og nætur-
krem og auðvitað „bodylotion“.
C. Já, ég hef brunnið í sólinni oftar
en einu sinni. Ég man sérstaklega
eftir því þegar ég fór til Ítalíu um
árið. Ég var svo gráðug í brúnku
að ég bar á mig Johnsons barna-
olíu því ég var nú hrædd um að ég
þyrfti ekki sólarvörn. Bruninn var
alveg í stíl við það. Ég steiktist. En
með þolinmæði og miklu aloe vera
geli jafnaði þetta sig alveg.
D. Fyrir mér er sólin upplífgandi afl.
Ég elska þegar hún skín. Það verð-
ur allt eitthvað svo miklu bjartara,
litríkara, skemmtilegra og áhyggju-
lausara. Tónlist verður meira að
segja skemmtilegri í sól. Ég væri
alveg týpan til að búa á sólríkum
stað allan ársins hring.
Sigga Lund
fjölmiðlakona
VAR GRÁÐUG Í BRÚNKU
GEFUR HÁMARKS VÖRN
MINNKAR HÆTTU Á OFNÆMI*
Vatnsheld sólarvörn, án parabena, ilm- og litar efna.
Þolanleiki sólarvarnarinnar á húð er prófaður
í samvinnu við húðsjúkdómalækna.
Háþróuð
sólarvörn
*Af því að vörnin inniheldur háa UVA sólarvörn og er án parabena, ilm- og litarefna.