Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 50
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR34
lifsstill@frettabladid.is
34
Um daginn var ég að undirbúa
kynfræðslu fyrir efstu bekki
grunnskóla og fór að pæla í því
hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert.
Vissulega er það löngun sem knýr
mann áfram. Einhver innri kláði
sem grátbiður um að fá markvissa
snertingu. En hvað er kynlíf? Og
það sem meira er, hvernig er full-
næging?
Þessar spurningar eru mjög
algengar hjá ungu fólki sem finn-
ur fyrir vaxandi fiðringi en veit
ekki hvernig best er að fá útrás
og af hverju tilfinningarnar geta
verið svona ólíkar. Stundum er
fullnæging ótrúlega góð og ger-
samlega tæmandi, stundum er
hún varla til staðar og stundum er
hún bara allt í lagi, ekkert spes.
Stundum fá strákar sáðlát og
stundum ekki. Stundum heyrast
háværar stunur en stundum bara
andvarp. Þessar hugleiðingar
eru mér hugleiknar því orð geta
átt erfitt með að útskýra þetta
fyllilega og fyrir ungum áköfum
hugum þarf oft eitthvað meira og
haldbærara, jafnvel myndræna
útlistun.
Ég lá því á netinu og leitaði að
myndum sem mér fannst lýsa
kynlífi og fullnægingu. Ég týndi
til myndir af nautnafullum mat
eins og súkkulaðiköku þar sem
bráðið súkkulaði lak úr kjarn-
anum; krúttlegum bollakökum,
bleikum kandífloss, súkkulaði-
húðuðu jarðarberi, og nammi með
mismunandi ávaxtabragði. Þann-
ig er kynlíf nautnafullt en einnig
sætt, sykurhúðað, óvænt og krútt-
legt. Svo týndi ég til myndir af
hraðskreiðum sportbíl, eldsloga,
rússíbana og flugeldum. Kyn-
líf getur nefnilega komið manni
alveg á hvolf, keyrt upp áreynsl-
una og kveikt á hverri einustu
eldheitu tilfinningu í líkaman-
um. Þá fannst mér viðeigandi að
hafa skælbrosandi sól, fljúgandi
svín og kettlinga að kúra. Kynlíf
færir manni gleði, hlýju, og nota-
lega tilfinningu í kroppinn og sál-
ina. Ég setti einnig inn mynd af
hlæjandi kalli því kynlíf er fyndið
og skemmtilegt og það verður enn
betra ef húmorinn er með í för.
Eftir að við krakkarnir höfðum
skoðað þessar myndir þá minnti
ég þau á að kynlíf byrjar maður
að stunda einn með sjálfum sér. Í
umræðu sem er sífellt neikvæð og
dregur upp dökka mynd af þess-
ari hjartans þrá þá finnst mér í
lagi að létta á sektarkenndinni og
sýna að þetta er allt í lagi, meira
að segja bara nokkuð frábært.
Jarðarber og fljúgandi svín
KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
ÞOLIR EKKI NUDD Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld kann illa við að láta
snerta sig og þolir þar af leiðandi ekki nudd. „Ég hata nudd og ég trúi ekki á virkni
þess. Ég þoli ekki þegar fólk snertir mig,“ sagði hinn sérvitri hönnuður.
TÍSKA Skóframleiðandinn Rayf-
ish Footwear framleiðir sérhann-
aða strigaskó úr roði gaddaskötu
og kostar parið rúmar 235 þúsund
krónur.
Neytendur geta valið um ólíka
liti og munstur á skóparið sitt
sem unnið er úr erfðabreyttum
gadda-skötum. Vísindamenn sjá
um að rækta sérstök afbrigði
af fisktegundinni til að ná fram
skærum litum og ólíkum munstr-
um og hefur það fengið töluverða
gagnrýni. Gaddasköturnar eru
ræktaðar í Taílandi og er Rayf-
ish Footwear tíu ára gamalt fjöl-
skyldufyrirtæki sem hefur sér-
hæft sig í hönnun á skófatnaði
unnum úr hvers kyns fiskroði. Hið
erfðabreytta gaddasköturoð er þó
nýjung hjá fyrirtækinu og hægt er
að velja milli 29 ólíkra munstra.
Strigaskór úr roði
STRIGASKÓR Sérhannaðir strigaskór úr erfðabreyttu gaddsköturoði verða brátt fáan-
legir á Netinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Bechamél-sósa:
15 g smjör
15 g hveiti
200-250 ml mjólk
salt og pipar að vild
Smjörið og hveitið
hrært saman í smjör-
bollu í potti. Mjólkinni
bætt út í og hrært
vel og sósan þykknar
þegar mjólkin sýður.
Skorpa skorin af
franskbrauði, brauðið
flatt út, penslað með
smjöri og sett ofan í
muffinsform, smjör-
hliðin niður.
Nokkrir skinkubitar
settir ofan í, teskeið af
Bechamél-sósunni, eitt
egg brotið ofan í og
svo aftur ein teskeið af
Bechamél-sósu.
Cheddar-ostur rifinn
yfir og bakað í 10-15
mínútur inni í 180
gráðu heitum ofni.
Borið fram með salati.
CROQUE MADAME: Opin samloka „muffins style“ með
skinku, eggi og bechamél-sósu að hætti Rachel Khoo
Ragnar Freyr Ingvars-
son er læknirinn í eldhús-
inu sem bloggar um elda-
mennsku sína og gefur
lesendum vatn í munninn.
MATUR „Ég lifi eftir einföld-
um spakmælum sem ég las einu
sinni; maður á að borða mat, ekki
of mikið af honum og alltaf borða
meira af grænmeti en öðrum mat-
vörum,“ segir læknirinn og ástríðu-
kokkurinn Ragnar Freyr Ingvars-
son sem heldur úti einu vinsælasta
matarbloggi landsins, ragnarfreyr.
blog.is.
Ragnar Freyr er búsettur í Lundi
í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni þar
sem hann starfar sem námslæknir
í gigtlækningum samhliða doktors-
og stjórnunarnámi. Til að verða við
óskum vinnufélaga sinna úti ákvað
Ragnar að stofna síðuna The Doc-
tor in the Kitchen þar sem hann
bloggar og birtir uppskriftir sínar
á ensku samhliða íslenska blogginu.
„Samstarfsmenn mínir voru búnir
að vera inni á íslenska blogginu og
kvörtuðu sáran yfir því að skilja
ekkert. Þess vegna henti ég þessari
síðu upp í byrjun árs og hef þegar
fengið um 16 þúsund heimsóknir,“
segir Ragnar en helstu lesendur
enska bloggsins eru frá Svíþjóð,
Bandaríkjunum og Íslandi.
Þeir sem hafa skoðað íslenska
bloggið hans Ragnars vita að upp-
skriftir hans og matarmyndir gefa
lesendum vatn í munninn en Ragn-
ar hefur verið ástríðukokkur frá
því hann byrjaði að búa. Þrátt fyrir
að vera önnum kafinn í læknis-
starfinu gefur hann sér ávallt tíma
til tilraunaeldamennsku, enda seg-
ist hann umvafinn góðum hjálpar-
kokkum. „Sumar uppskriftirnar
hljóma flóknari en þær eru og oft
tekur þetta ekki langan tíma. Svo
er þetta líka spurning um að gefa
sér tíma. Það verða allir að borða
og þá er skemmtilegra að maturinn
sé góður,“ segir Ragnar sem hefur
fengið tilboð um að gefa út bók með
uppskriftum sínum. „Ég hef fengið
nokkur tilboð en það er allt á hug-
myndastigi enn sem komið er.“
Ragnar Freyr segir allan mat
sem hann birtir á síðunni sinni
vera hollan. Hann reynir að kaupa
alltaf nærframleidda matvöru.
LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU
ÁSTRÍÐUKOKKUR Ragnar Freyr segist hafa fengið nokkur tilboð um bókaskrif og
að matreiðslubók frá honum sé á teikniborðinu.
„Ég einbeiti mér að því að nota
engin gerviefni og get fullyrt að
minn matur sé hollur. Það sem ég
rækta ekki sjálfur kaupi ég oft líf-
rænt,“ segir Ragnar Freyr sem
hlær þegar hann er spurður hvort
ekki sé biðlisti í matarboð hjá fjöl-
skyldunni. „Ég held að við séum
með gesti í mat samanlagt svona 3
mánuði á ári. Það er skemmtilegi
hlutinn af þessu.“
alfrun@frettabladid.is
HVAÐ ER KYNLÍF? Stundum er fullnæging ótrúlega góð og gersamlega tæmandi en
stundum ekki.
- KORT
- FERÐABÆKUR
- HOPPUKASTALI
- GRILLAÐAR PYLSUR
- ÓVÆNTIR GESTIR
Save the Children á Íslandi