Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 2
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS DANMÖRK Ef bandaríska leyni- þjónustan, CIA, vill láta fljúga með fanga í danskri eða græn- lenskri lofthelgi þarf hún að biðja um leyfi áður. Utanríkis- ráðherra Danmerkur, Villy Søvn- dal, sagði í gær að loknum fundi með Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að hún hefði fullvissað hann um að CIA myndi framvegis spyrja um leyfi vegna fangaflutninga. Samkvæmt frétt Jyllands-Post- en lýsti formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Kuupik Kleist, yfir ánægju sinni með að Bandaríkjamenn hygðust standa við fyrirheit sín frá 2008. - ibs Flutningar á föngum: CIA þarf leyfi frá Dönum STJÓRNSÝSLA Fjölmiðlanefnd hefur ekki heimild til að grípa til við- urlaga vegna þeirrar ákvörðun- ar Stöðvar 2 að bjóða aðeins Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arn- órsdóttur að taka þátt í umræðu- þætti á sunnudag. Nefndin hefur ekki heldur heimild til að gefa fjölmiðlaveitum fyrirmæli um hvernig umfjöllun þeirra í aðdraganda kosninga skuli hátt- að. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá nefndinni. Þingmenn Hreyfingarinnar höfðu sent fjölmiðlanefnd erindi vegna ákvörðunar Stöðvar 2. Þá höfðu fram- bjóðendur gert athugasemdir við fyrirkomu- lagið. Vísað hefur verið í 26. grein fjölmiðlalag- anna, þar sem kemur fram að fjölmiðlaveitur eigi að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur. Þá eigi þær að gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónar- mið komi fram. Fjölmiðlanefnd segir í tilkynn- ingu sinni að hvað sem úrræðum nefndarinnar líði standi þessi grein eftir sem stefnuyfirlýsing sem fjölmiðlaveitum beri að hafa í heiðri. Nefndin hvetur til þess að þær hugmyndir sem búi að baki þessari grein laganna verði hafðar í huga á næstu vikum og gætt verði að því að sjónarmið allra forsetaframbjóðenda fái að koma fram. - þeb Stöð 2 hefur verið gagnrýnd fyrir að bjóða aðeins tveimur frambjóðendum: Fjölmiðlanefnd aðhefst ekki ELFA ÝR GYLFADÓTTIR EFNAHAGSMÁL Þrotabú Landsbank- ans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur, sem nema 1.323 milljörðum króna. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var í gærmorgun. Þar kynnti slitastjórn bankans kröfuhöfum stöðu eigna- safns hans í lok fyrsta ársfjórð- ungs 2012. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Í kynningunni kom einnig fram að raunaukning á virði eigna bús- ins hafi verið tæpir 77 milljarðar króna frá lokum árs 2011. Sé veik- ing krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims tekin með í reikninginn nemur aukningin á þessu þriggja mánaða tímabili 117 milljörðum króna. Virðisaukning eigna þrotabús Landsbankans er að langmestu leyti tilkomin vegna sölunnar á Iceland Foods sem fór fram í febrúar síðastliðnum. Þá seldi Landsbankinn 67,5 prósenta hlut sinn til Malcolms Walker og hóps meðfjárfesta á um 1.050 milljónir punda, um 212 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Landsbank- inn lánaði kaupendunum um 50 milljarða króna af kaupverðinu. Fram að sölunni hafði Landsbank- inn bókfært hlutinn um 33 prósent undir því verði sem fékkst á end- anum fyrir hann. Eftir söluna juk- ust endurheimtur bankans því um 70 milljarða króna. Auk þess var tilkynnt að slita- stjórn hefði í lok maí greitt út hlutagreiðslu til forgangskröfu- hafa í annað sinn. Í þetta sinn- ið voru um 162 milljarðar króna greiddir út. Áður hafði þrotabúið greitt út 432 milljarða króna í byrjun desember síðastliðins og því hefur slitastjórnin samtals Búið að borga um helming af Icesave Þrotabú Landsbankans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur. Búið greiddi út aðra hlutagreiðslu til kröfuhafa í þessari viku. Þeir hafa nú fengið til baka 43 prósent af kröfum sínum. Forgangskröfur eru nánast allar vegna Icesave. SLITASTJÓRN Eignir þrotabús Landsbankans jukust um 77 milljarða króna að raunvirði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Helsta ástæða þess var salan á Iceland Foods. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNING Mennta- og menningar- málaráðuneytið ætlar að láta gera stjórnsýsluúttekt á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi á árunum 1990 til 2010. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það telji ástæðu til að líta yfir farinn veg og kort- leggja stöðu fornleifarannsókna á Íslandi. Þetta er gert í tilefni af frumvarpi til laga um menn- ingarminjar, og þeim breytingum sem vænta má í kjölfarið á setn- ingu nýrra laga. Brynja Björk Birgisdóttir forn- leifafræðingur mun gera úttekt- ina. - þeb Stjórnsýsluúttekt gerð: Skoða stöðu fornleifa hér Á fundinum kom fram að þrotabú Landsbankans hefði höfðað nokkra tugi riftunarmála fyrir íslenskum dómstólum. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, segir flest þeirra vera vegna skuldabréfa. Hann vildi ekki segja hversu háar upphæðir væru undir í málunum sem hafa verið höfðuð. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að slitastjórn Glitnis hafi höfðað tæplega 20 riftunarmál, sem snúast um 20 milljarða, vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll. Höfða nokkra tugi riftunarmála greitt út jafnvirði rúmlega 594 milljarða króna. Það eru um 43 prósent af öllum forgangskröfum í búið. Langstærstur hluti greiðsln- anna rennur til tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave-málsins. Samþykktar forgangskröfur í bú bankans nema 1.323 milljörð- um króna. Kröfur tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi nema um 86 prósent- um af öllum forgangskröfum. Af þeirri upphæð er Tryggingasjóð- ur innstæðueigenda á Íslandi í ábyrgð fyrir 674 milljörðum, eða um helmingi allra samþykktra forgangskrafna vegna trygging- ar á lágmarksinnstæðum upp að 20.887 evrum. thordur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Húmanistaflokkur- inn kynnti stefnumál sín á blaða- mannafundi í gær, en flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjör- dæmum landsins til næstu Alþing- iskosninga. Eitt helsta stefnumál flokksins eru lýðræðisumbætur. Þá vilja Húmanistar að fjármálakerf- ið verði undir stjórn ríkisins ásamt því að ríkið ákvarði magn peninga í umferð. „Ég held að hrunið og sú stefna sem hefur verið hér í gangi undan- farin ár hafi ekki staðið undir vænt- ingum. Það hefur orsakað að fólk er orðið mjög opið fyrir öðru,“ sagði Júlíus Valdimarsson, einn forsvars- manna flokksins. - ktg Húmanistaflokkurinn: Vilja gjörbreyta samfélaginu Linda, var þetta ekki bara „jätte bra“? „Bra? Er það ekki brjóstahaldari? Jú, ég var í einum slíkum í þættinum.“ Dansarinn Linda Ósk Valdimarsdóttir tók þátt í sænskum hæfileikaþætti á dögunum. Hún er ekki sem sleipust í sænskunni og segist ekki hafa skilið orð af því sem dómararnir sögðu við hana. FAMBOÐIÐ KYNNT Húmanistar kynntu framboð sitt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Tíu prósenta niður- færsla allra húsnæðislána myndi kosta 124 milljarða króna og 25 prósenta niðurfærsla kostaði 310 milljarða. Stærstur hluti kostn- aðarins myndi falla á Íbúðalána- sjóð, eða 67 til 167 milljarðar eftir atvikum. Þá myndu innláns- stofnanir bera 40 til 99 milljarða kostnað og lífeyrissjóðirnir 18 til 44 milljarða. Þetta kemur fram í skýrslu um áhrif lækkunar höfuðstóls hús- næðislána, sem fjármálaráðu- neytið lét vinna eftir að Guð- laugur Þór Þórðarson og fleiri Alþingismenn óskuðu eftir skýrslu frá fjármálaráðherra um málið. Sveinn Agnarsson og Sig- urður Jóhannesson hjá Hagfræði- stofnun HÍ og Benedikt Jóhann- esson tryggingastærðfræðingur unnu skýrsluna. Lækkun höfuðstóls húsnæðis- lána um tíu til 25 prósent hefði veruleg áhrif á hagkerfið í heild. Umtalsverðum hluta af húsnæðis- skuldum landsmanna yrði létt af húseigendum á kostnað eigenda fjármálastofnana, sem eru fyrst og fremst hið opinbera, eigendur lífeyrisréttinda og eigendur bank- anna. Ríki og sveitarfélög myndu bera að minnsta kosti 70 prósent af kostnaðinum og einungis yrði því um tilfærslu á verðmætum að ræða. Kostnaður hins opinbera af lækkun höfuðstóls húsnæðislána yrði á bilinu ellefu til 41 prósent af útgjöldum ársins 2011. - þeb Niðurfærsla allra húsnæðislána kæmi að stærstum hluta niður á ríkinu: Myndi kosta hundruð milljarða ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Samkvæmt skýrsl- unni myndi stærstur hluti kostnaðar falla á Íbúðalánasjóð, eða 67 til 167 milljarðar króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Fyrsta flug íslenska lággjaldaflugfélagsins Wow Air fór í loftið rétt fyrir hádegi í gær. Fluginu seinkaði um 45 mínútur. Fyrsta flugið var til Parísar og að sögn Skúla Mogensen stjórnar- formanns var vélin nánast full. Fyrir rúmri viku hafði félagið sem á að þjónusta flugfélagið í Leifsstöð ekki uppfyllt tilskilin leyfi fyrir innritun farþega. Málið leystist þó og að sögn Skúla hélt botnlaus vinna síðustu mánaða áfram fram á síðustu stundu. - þeb Flugu til Parísar um hádegi: Fyrsta flug Wow Air NEYTENDUR Salmonella hefur greinst í túrmerikkryddi (Tur- merick Powder) með vörumerk- inu TRS, að því er kemur fram á vef Matvælastofnunar. Dreifingaraðili á Íslandi, Viet- nam Market á Suðurlandsbraut 6, hefur í samráði við Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna, sem er í plast- pokum, af markaði. Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að farga henni eða hafa samband við Viet- nam Market. Matvælastofnun barst tilkynn- ing um örverumengunina í gegn- um hraðviðvörunarkerfi Evrópu. - ibs Krydd innkallað: Salmonella í túrmerikkryddi Tóbak drepur milljarð Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, á reyklausa deginum, að tóbak geti valdið dauða eins milljarðs manna fyrir lok þessarar aldar. Hann sakaði tóbaksiðnaðinn um herskáa and- stöðu við aðgerðir gegn tóbaksneyslu. HEILBRIGÐISMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.