Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 38
HELGARMATURINN „Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstak- lega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannar- lega vera,“ segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í flugvélum Wow air. „Varðandi matseðilinn sjálfan þá lagði ég upp með að vera með einfalda rétti en einblína þeim mun frekar á að hráefnið væri sem allra ferskast, mér finnst það skipta höfuðmáli. Það er svolítill haus- verkur að reyna að meta matarsmekk mörg þúsund farþega en ég vona að það hafi tekist.“ Fyrir stuttu stofnaði Rikka, eins og hún er gjarn- an kölluð, matvælafyrirtækið „GOTT“ sem framleið- ir eftirrétti, ís og nú nýlega kaldar sósur. Ein teg- und eftirréttanna verður seld um borð og sósurnar verða notaðar í samlokurnar og með salatinu. Spurð hvort hún sé vön að gæða sér á flugvéla- mat á ferðalögum sínum svarar Rikka því játandi. „Í mínum augum er flugferð dekurstund og oft á tíðum kærkomin stund fyrir mig. Þá er til dæmis ekki hægt að ná í mig í síma og lítið sem truflar. Mér finnst því tilvalið að gera vel við mig í mat og drykk.“ Hamborgari að hætti Simma Hráefni 480 gr lambaprime Íslenskir sveppir 8 hvítlauksgeirar 4 msk. smjör 4 Maribo ostsneiðar Grænt kál (t.d. lambhagasalat) 8-12 rauðlaukshringir 8 tómatsneiðar Bernaisesósa Salt og pipar 4 hamborgarabrauð Leiðbeiningar Skerið 120-140 gr lambaprime- steik í þrjár sneiðar eftir endi- löngu þannig að hún verði um 3x40 gr sneiðar. Hitið grillið í hámarkshita (eða pönnuna í neyð). Grillið lambaprime-sneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið (mælt er með meðalsteikingu). Pönnusteikið sveppina í smjör- inu og hvítlauknum. Slökkvið undir pönnunni, leggið ost- sneiðina ofan á sveppina og setjið lokið á. Penslið hamborgarabrauðið að innan með smjöri eða ólífuolíu og hitið snöggt á grilli (þar til það er orðið röndótt). Samsetning EÐAL-hamborg- arans: Setjið grænmetið í botnbrauð- ið, bernaisesósu ofan á græn- metið, leggið steikurnar yfir, þá sveppina með brædda ostin- um. Toppið með meiri bernaise og lokið með brauðhattinum. Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður og eigandi Hamborgarafabrikkunnar gefur Lífinu uppskrift að eðalhamborgara. RIKKA ELDAR Í HÁLOFTUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.