Fréttablaðið - 01.06.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 01.06.2012, Síða 38
HELGARMATURINN „Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstak- lega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannar- lega vera,“ segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í flugvélum Wow air. „Varðandi matseðilinn sjálfan þá lagði ég upp með að vera með einfalda rétti en einblína þeim mun frekar á að hráefnið væri sem allra ferskast, mér finnst það skipta höfuðmáli. Það er svolítill haus- verkur að reyna að meta matarsmekk mörg þúsund farþega en ég vona að það hafi tekist.“ Fyrir stuttu stofnaði Rikka, eins og hún er gjarn- an kölluð, matvælafyrirtækið „GOTT“ sem framleið- ir eftirrétti, ís og nú nýlega kaldar sósur. Ein teg- und eftirréttanna verður seld um borð og sósurnar verða notaðar í samlokurnar og með salatinu. Spurð hvort hún sé vön að gæða sér á flugvéla- mat á ferðalögum sínum svarar Rikka því játandi. „Í mínum augum er flugferð dekurstund og oft á tíðum kærkomin stund fyrir mig. Þá er til dæmis ekki hægt að ná í mig í síma og lítið sem truflar. Mér finnst því tilvalið að gera vel við mig í mat og drykk.“ Hamborgari að hætti Simma Hráefni 480 gr lambaprime Íslenskir sveppir 8 hvítlauksgeirar 4 msk. smjör 4 Maribo ostsneiðar Grænt kál (t.d. lambhagasalat) 8-12 rauðlaukshringir 8 tómatsneiðar Bernaisesósa Salt og pipar 4 hamborgarabrauð Leiðbeiningar Skerið 120-140 gr lambaprime- steik í þrjár sneiðar eftir endi- löngu þannig að hún verði um 3x40 gr sneiðar. Hitið grillið í hámarkshita (eða pönnuna í neyð). Grillið lambaprime-sneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið (mælt er með meðalsteikingu). Pönnusteikið sveppina í smjör- inu og hvítlauknum. Slökkvið undir pönnunni, leggið ost- sneiðina ofan á sveppina og setjið lokið á. Penslið hamborgarabrauðið að innan með smjöri eða ólífuolíu og hitið snöggt á grilli (þar til það er orðið röndótt). Samsetning EÐAL-hamborg- arans: Setjið grænmetið í botnbrauð- ið, bernaisesósu ofan á græn- metið, leggið steikurnar yfir, þá sveppina með brædda ostin- um. Toppið með meiri bernaise og lokið með brauðhattinum. Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður og eigandi Hamborgarafabrikkunnar gefur Lífinu uppskrift að eðalhamborgara. RIKKA ELDAR Í HÁLOFTUNUM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.