Fréttablaðið - 01.06.2012, Page 30

Fréttablaðið - 01.06.2012, Page 30
4 • LÍFIÐ 1. JÚNÍ 2012 Ritstjóra tímaritsins Mannlíf Fimmtudagur 24. maí 2012 7.30 Vekjaraklukkan hringir. Ég vakna syngjandi og dríf mig út að hlaupa áður en ég skelli í lummur og útbý hollt nesti fyrir daginn. Spaug. Morgnar eru ekki mín sterk- asta hlið. Ég var samt vöknuð á undan klukkunni í þetta sinn enda ekki búin að venjast íslensku sumarbirtunni; var að koma heim úr nokkurra mánaða heimsreisu og bý hjá ættingj- um fyrstu dagana … án myrkragardína! 8.30 Við kærastinn, Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari, mætum í Efstaleitið því ljúflingarnir í Morgunútvarpi Rásar tvö ætla að spjalla við okkur um ferðalagið góða. Blöðrum svo mikið að við náum bara að tala um tvær heimsálfur af þeim fimm sem við heimsóttum … 9.15 Mæti í vinnuna á nýjan stað; á meðan ég var erlend- is flutti Birtíngur, sem gefur út Mannlíf, af Lynghálsi á Lyngás. Frumlegt. Set í fimmta gír enda þarf næsta tölublað Mannlífs að komast í prentsmiðju í dag. 12.00 Bölva morgunletinni og óska þess að ég hefði útbúið nesti. Skrepp í Hagkaup, salatbarinn er vinur minn! 15.30 Samþykki síðustu blaðsíðurnar og sendi Mannlíf í prentun. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana. 18.00 Mæti á tilvonandi heimili mitt í Bólstaðarhlíðinni með fiðrildi í maganum og krota nafnið mitt á leigusamning. Brosi hringinn og sé fram á notalega sumardaga á Klambratúninu. 19.00 Bretti upp ermar ásamt góðu fólki og klára að þrífa nýja heimilið. Við ætlum að flytja inn á morgun, enda þriggja daga helgi framundan. 22.30 Hlamma mér í sófann hjá tengdó og horfi á Eurovision- undankeppni frá því fyrr um kvöldið. Ég tilheyri eldhressum vinahópi sem gerir mikið úr keppninni á hverju ári, svo það er eins gott að vera með á nótunum. 01.00 Sofna áður en ég leggst á koddann … DAGUR Í LÍ FI HRUNDAR ÞÓRSDÓTTUR BLUE LAGOON KYNNIR: NÝR BLUE LAGOON ÞÖRUNGAMASKI Nærir, lyftir og veitir húðinni aukinn ljóma. Einstaklega áhrifaríkur náttúrulegur maski sem byggir á Blue Lagoon þörungum, og náttúrulegum efnum úr jurta- og plönturíkinu og er án parabena. Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, hélt tónleika ásamt hljómsveit í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Tónleikarnir voru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og mörkuðu þeir upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela-daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Mikið var um glæsilega gesti sem nutu tónleikanna sem þóttu heppnast afar vel. ÁNÆGÐIR TÓNLEIKA- GESTIR Á BRYAN FERRY Magnús Scheving og eiginkona hans Ragnheiður Melsted voru sumarleg og sæt á tónleikunum. Sjá nánar á visir.is/lifid Slimmer Stadil Canvas Stærðir 36–47 11.999 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.