Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 45
KYNNING − AUGLÝSING Sumar á Norðurlandi2. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 3 Fiskidagurinn mikli á Dal-vík hefur sannarlega slegið í gegn því gestum fjölgar ár frá ári. Þessi vinsæli dagur er alltaf helgina á eftir verslunar- mannahelginni og að sögn Svanfríðar Jónas- dóttur bæjarstjóra er allt- af gott veður. Hún segir jafnframt að mikið hafi verið gert í bæjarfélaginu á undan förnum árum til að byggja upp ferða- þjónustu, nýlega var til dæmis opnaður pólskur bar. „Ýmislegt skemmtilegt hefur verið að þróast í kringum Fiskidaginn. Við verðum með tónlistarhátíð dagana á undan sem nefnist Bergmál. Hún dregur nafn sitt af menningar húsinu okkar, Berg. Þetta er hálfklassísk menningarhátíð en í sumar verður Sigríður Thorlacius með okkur ásamt fleirum þekktum tónlistar- mönnum. Það er því upplagt fyrir fólk að koma fyrr í bæinn og upplifa áhugaverða tónlistardagskrá,“ segir Svanfríður. Frjór tónlistarfarvegur „Upphaflega þróaðist hátíðin með tónlistarnemendum sem voru að ljúka námi erlendis. Margir þekktir tónlistarmenn eru ættaðir úr Svarf- aðardalnum. Ég get nefnt Friðrik Ómar, Matta Matt og Eyþór Inga sem allir eru að gera það gott um þessar mundir. Það er frjór tónlistarlegur farvegur í þessari sveit og héðan á til dæmis Þórunn Ashkenazy ættir að rekja,“ segir Svanfríður og bætir því við að sex kórar séu starfandi á Dalvík en íbúar eru um 2000. A llir þek kja veður- klúbbinn á Dalvík en það eru íbúar Dal bæjar, dvalar heimilis aldraðra sem gefa út veðurspá má naða r lega. Hú n reynist ekki síður rétt en hjá veðurfræðingunum. Gönguvika „Það er margt að gerast hér á næstunni. Við verðum með gönguviku dagana 23. júní til 1. júlí. Þá stendur Ferða- félag Svarfdæla, í samvinnu við leið- sögumenn, fyrir gönguviku um fjöll og láglendi í sveitarfélaginu eins og undanfarin sumur. Þá verður nokkrum sinnum í sumar gengið um Dalvík með Kristjáni E. Hjartarsyni sem segir sögu gamalla húsa. Síðan vil ég nefna sýninguna Friðland fuglanna sem er að Húsabakka en það er áhugaverð og nýstárleg sýn- ing um fugla fyrir fólk á öllum aldri. Utandyra er svo Friðland Svarf- dæla, þar sem er fjölbreytt fuglalíf og búið að setja upp skilti með plöntu- nöfnum og um fuglana, ásamt því að komin eru tvö fuglaskoðunarhús,“ greinir Svanfríður frá. „Síðan vil ég nefna hvalaskoðunarmöguleikana sem alltaf eru að þróast. Það er sam- hugur í fólki hér,“ segir Svanfríður og bendir á heimasíðuna dalvik.is. elin@365.is Syngjandi íbúar sem elda súpu Um 30 þúsund manns heimsóttu Dalvík á Fiskidaginn mikla á síðasta ári. Undirbúningur er hafinn fyrir næsta Fiskidag og er búist við öðrum eins fjölda og í fyrra. Íbúar elda súpu fyrir gesti á föstudeginum þegar hátíðin hefst. Um 30 þúsund manns heimsóttu Dalvík á Fiskidaginn mikla í fyrra en þeim hefur fjölgað ár frá ári. Svanfríður Inga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Dalvík. Nú geta Akureyringar og nærsveitarmenn keypt beint f lug frá Akureyri til borga í Evrópu og Banda- ríkjunum. Ferðaskrifstofa Akur- eyrar selur ferðir með Icelandair til áfangastaða þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum. Ragn heiður Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, segir mikinn tímasparnað fólginn í því fyrir norðanmenn að fljúga beint frá Akureyri en millilent er í Kef lavík þar sem farþegar skipta um vél. „Icelandair mun bjóða upp á tengif lug frá Akureyri fjórum sinnum í viku við flugáætlun sína til Evr- ópu og Banda ríkjanna. Boðið er upp á þessi f lug seinnipartinn á fimmtudögum, föstu- dögum, sunnu dögum o g m á nu dö g u m .“ Þannig nái far þegar til dæmis seinna fluginu t i l London, Kaup- mannahafnar, Stokk- hólms, Brussel og Osló ásamt f leiri stöðum í Evrópu. Farþegar ná einnig seinni f lugum til Bandaríkjanna en Icelandair býður upp á f jölda spennandi áfangastaða í sumar. Þar má meðal annars nefna Wasington, New York, Boston, Seattle og Denver. Á heimleið er tenging við öll flug Icelandair sem eru að koma til lendingar í Kefla- vík um miðjan daginn. Flugið frá Akureyri hefst 7. júní og stendur yfir til loka september. Mikill tímasparnaður Starfsmenn Ferðaskrifstofu Akur- eyrar hafa orðið varir við áhuga norðanmanna. Þar spila bæði inn í spennandi áfanga staðir en ekki síður sá tímasparnaður sem hlýst af beinu flugi enda styttist ferða lagið um hálfan sólarhring. „Hvort sem um skemmtiferð eða vinnu- ferð er að ræða þá teljum við þetta frábæran kost fyrir okkur norðanmenn að fá þessa tengingu og til þess að það verði grund- völlur fyrir þessu flugi áfram á næstu miss- erum verðum við að nýta þetta.“ Fáein ár eru síðan sambæri- legar ferðir voru í boði en þetta er í f yrsta skiptið sem slíkar ferð- ir eru kynntar með jafnlöngum fyrirvara. „Síðan bjóðum við upp á spennandi pakka ferðir til London um miðjan júní og Brussel í lok júní. Við ætlum einnig að bjóða upp á fleiri pakka- ferðir í ágúst og septem- ber bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig að norðanmenn hafa úr miklu úrvali að velja í sumar og haust.“ Kærkomin lyftistöng Þar sem um beint flug er að ræða bendir Ragnheiður á að ekki sé hægt að bæta við flugi frá Akur- eyri til Keflavíkur eftir á. Panta þurfi allan miðann í upphafi milli Akureyrar og þess áfangastaðar sem flogið er til. Hægt er að bóka tengiflugið einnig aðra leiðina, ef áætlun hentar ekki við brottför eða heimkomu. Þannig er hægt að kaupa til dæmis Keflavík – Kaup- mannahöfn - Akureyri og öfugt. „Við erum með ágætis verð á inn- anlandsflugi frá Reykjavík til Ak- ureyrar fyrir þá farþega. Síðan gerum við okkur vonir um að flugið skili erlendum ferðamönn- um til Akureyrar frá Bandaríkjun- um og Evrópu. Það væri kærkom- in lyftistöng fyrir ferðaþjónustu- aðila á Norðurlandi og fyrirtækin hér í kring.“ Ferðaskrifstofa Akur- eyrar er jafnframt með tvær ferð- ir í leiguflugi beint frá Akureyri (ekki með viðkomu í Keflavík) í haust í samstarfi við VITA. Ann- ars vegar er vikuferð til Algarve i Portúgal 28. september til 5. októ- ber og er sú ferð fullbókuð. Hins vegar er um að ræða þriggja daga ferð til Dublin 1.- 4. nóvember og eru örfá sæti laus í þá ferð. Spennandi utanlandsferðir fyrir norðanmenn Ferðaskrifstofa Akureyrar býður upp á beint flug til borga í Evrópu og Bandaríkjanna í sumar og haust. Norðanmönnum standa til boða fjöldi spennandi áfangastaða í sumar og haust, segir Ragnheiður Jakobsdóttir, framkvæmdarstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar. MYND/HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.