Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 36
2. júní 2012 LAUGARDAGUR36 Þ etta er erfitt og þetta er hættulegt. Maður finnur fyrir miklum þrýstingi. En ég er ekki hræddur, því ef óttinn fær að ráða þá komum við engu í verk,“ segir David Vareba, ungur Nígeríu maður sem heimsótti Ísland nýverið. Hann er frá Bodo, sautján þús- und manna bæjarfélagi á óseyr- um Nígerfljóts. Fyrir fjórum árum urðu þar ein mestu umhverfisspjöll sögunnar þegar mikið magn af olíu lak vikum saman úr olíupípum stór- fyrirtækisins Shell. „Þetta var blómlegt fiskveiði- samfélag, iðandi af lífi. Upphaf- lega flutti fólk þangað vegna þess hve aðstæður til fiskveiða voru góðar þarna á óseyrunum. Við lifðum á fiski, vorum búin að þróa upp aðferðir við fiskvinnslu og svo seldum við fiskinn. Þetta var allt saman eyðilagt. Það er ekkert eftir. Enginn fiskur, engin vinna, ekki neitt.“ Fjölskylda Varebas varð illa úti, eins og aðrar fjölskyldur á þessu svæði. Móðir hans flutti burt og fyrir tveimur árum lést faðir hans: „Ég býst við að það hafi eitthvað haft með ástandið að gera,“ segir Vareba um lát föður síns. Aðstoð við íbúa Vareba starfar nú með samtökum sem nefnast Miðstöð umhverfis- mála, mannréttinda og þróunar við það að aðstoða íbúa á svæðinu við að leita réttar síns. Hann hefur einn- ig átt samvinnu við Amnesty Inter- national, sem hefur lagt baráttu íbú- anna stuðning. „Það er mikil reiði meðal íbú- anna. Mikil vonbrigði og örvænting. Það hafa brotist út hörð átök víða á þessu svæði. Það sem ég hef verið að gera er að hitta fólkið og meðal annars kynna þeim leiðir til að mót- mæla með friðsam legum hætti.“ Baráttan hefur einkum beinst gegn olíurisanum Shell, sem hefur viðurkennt ábyrgð á tveimur stórum olíulekum árið 2008 en segist hafa hreinsað upp eftir sig, þótt olían sé enn yfir öllu. Shell segir það flækja málin, að eftir að hreinsunarstarfinu lauk hafi meiri olía lekið út á þessu svæði vegna skemmdarverka og olíuþjófn- aðar, sem er al gengur á óseyrum Nígerfljóts. Shell segist ekki geta tekið ábyrgð á slíku, jafnvel þótt olíuvinnslan á svæðinu hafi verið á þeirra vegum áratugum saman. Málaferli í Bretlandi Vareba segir fullyrðingar Shell um hreinsunarstarfið ekki stand- ast skoðun. „Við fengum óháð matsfyrir- tæki til að fara yfir ástandið og það kom í ljós að þeir sem Shell fékk til að hreinsa upp eftir sig stóðu sig engan veginn.“ Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna birti á síðasta ári ítar- lega skýrslu um olíumengunina á óseyrum Nígerfljóts, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að hreinsunarstarfið geti tekið allt að 30 ár og kostnaðurinn verði líklega um einn milljarður dala, eða sem svarar nærri 130 millj- örðum króna. Vareba segist bera miklar vonir til þess að málaferli gegn Shell, sem nú standa yfir í Bret- landi, skili árangri. „Við erum að vonast til þess að dómstólarnir geti litið hlutlægt á málið.“ Stjórnin hefur brugðist Glíma íbúanna á óseyrum Níger- fljóts er þó ekki síður við Níger- íustjórn en olíufyrirtækjunum, því viðbrögð stjórnvalda hafa verið af skornum skammti og máttlítil. „Nígeríustjórn hefur brugðist okkur,“ segir Vareba. „Það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja íbúunum vernd en ástandið er þannig að stjórnin getur ekki veitt okkur þessa vernd.“ Vareba segir mikla spillingu viðgangast meðal stjórnvalda og tengsl ráðamanna við fjársterk olíufyrirtækin vera alltof náin. „Ráðamenn eru flæktir í svo mörg spillingarmál tengd olíu- félögunum að þeir virðast hafa misst alla pólitíska möguleika til þess að setja reglur um þetta, þannig að þessi fyrirtæki lúta í reynd ekki nógu ströngum reglum. Í raun og veru eru það olíufyrirtækin sem stjórna stjórninni.“ Skorað á almenning Íbúarnir hafa því leitað lið- sinnis alþjóðastofnana og mann- réttindasamtaka og vonast eftir því að þrýstingur þeirra á stjórnvöld geti haft einhver áhrif. Einnig er reynt að höfða til almennings á Vesturlöndum og víðar um heim. Þess vegna hélt Vareba af stað í ferðalag til nokkurra Evrópuríkja í apríl síðastliðnum. Fyrst lagði hann leið sína til Ítalíu, þaðan til Hollands og loks hingað til Íslands, þar sem hann flutti fyrir- lestur á vegum Amnesty Inter- national um áhrif olíumengunar á mannréttindi íbúanna á óseyrum Nígerfljóts. „Við skorum á alþjóðasamfé- lagið að beita Shell og hin olíu- félögin á mengunarsvæðunum þrýstingi, þannig að fólk geti farið að draga andann á ný og lifa eðli- legu lífi.“ Olían svipti alla lifibrauðinu Blómlegt fiskveiðisamfélag á óseyrum Nígerfljóts lagðist í auðn fyrir fjórum árum þegar olía flæddi þar yfir allt. Engan fisk er lengur að fá og íbúarnir standa ráðþrota. Einn þeirra, David Vareba, segir Guðsteini Bjarnasyni frá baráttu íbúanna gegn olíurisanum Shell. DAVID VAREBA Hélt til Ítalíu, Hollands og Íslands að kynna ástandið á óseyrum Nígerfljóts, þar sem hann bjó í blómlegu fiskveiðisamfélagi sem stór olíuleki lagði í auðn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALLT Á FLOTI Olíulekarnir í Bodo árið 2008 teljast með mestu umhverfisslysum sögunnar. Þótt mikið hafi verið hreinsað upp af yfirborðsolíunni er hún víða í grunnvatni og berst út í alla læki og ár. Vonlaust er að reyna fiskveiðar á ný næstu árin og jafnvel áratugina. NORDICPHOTOS/AFP © GRAPHIC NEWS ■ HREINSUNIN GÆTI TEKIÐ 30 ÁR Olíumengun eftir hálfrar aldar starfsemi olíufyrirtækja á borð við Shell er svo mikil, að það tæki allt að þrjátíu ár að hreinsa upp óþverrann. Hreinsunin gæti kostað vel á annað hundrað milljarða króna. Þetta er mat Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem á síðasta ári gaf út ítarlega skýrslu um ástandið á óseyrum Nílarfljóts. Olíuvinnslusvæði Olíuleiðslur Olíuhreinsistöðvar Nígería Kamerún Ogoniland Bodo Warri Nígerfljót Port Harcourt Benínbugt Óseyrar Nígerfljóts Bonnybugt Miðbaugs-Gínea SAMANBURÐUR OLÍULEKA Olíulekarnir í Ogonilandi 2008 og 2009 13 milljón tunnur (hámark) 9 milljón tunnur (lágmark) Olíulekinn í Mexíkóflóa 2010 4,9 milljón tunnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.