Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 118

Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 118
2. júní 2012 LAUGARDAGUR82 PERSÓNAN „Það er nokkurn veginn búið að ákveða að þau komi í haust aftur,“ segir Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Þriðja þáttaröð af miðaldafantasíunni Game of Thrones verður að hluta til tekin upp hér á landi. Aðilar frá bandarísku sjón- varpsþáttunum komu hingað fyrripartinn í maí og skoðuðu tökustaði í samvinnu við Pegasus. Þeim leist vel á Norðurland og þá sérstaklega Mývatnssvæðið. „Þetta verður einhvers staðar þar en það er ekki búið að negla það alveg niður. Það eru margir staðir sem koma til greina. Menn þekkja Suðurland- ið og það getur vel verið að það verði eitthvað þar líka. En það eru ekki endilega jöklar sem þeir vilja mynda núna,“ segir Snorri. Hann er sammála því að þetta séu fín tíð- indi fyrir Pegasus og íslenskan kvikmynda- iðnað enda unnu á þriðja hundrað manns við síðustu þáttaröð, þar á meðal fjöldi Íslend- inga. Hún var að hluta til tekin upp við rætur Vatnajökuls síðasta haust. Talið er að kostn- aðurinn við framleiðsluna hér landi hafi numið rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Rúmlega tíu milljónir hafa saman- lagt fylgst með hverjum þætti af Game of Thrones hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO. Þáttaröðin er þar með orðin sú þriðja vinsælasta í sögu stöðvarinnar. - fb Tökur hefjast við Mývatn í haust GAME OF THRONES Kit Harington við tökur á Game of Thrones 2 í fyrra. Tökur á þriðju þáttaröðinni hefjast hér á landi í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Hlaup eru svo hentug fyrir upp- tekið fólk sem vill vera í góðu formi, eina sem þarf eru góðir hlaupaskór og síðan má hlaupa hvaðan sem er og hvenær sem er,“ segja þær Elísabet Margeirsdótt- ir, næringarfræðingur og veður- fréttakona og Karen Kjartans- dóttur, bókmenntafræðingur og fréttakona á Stöð 2. Þær gerðu nýlega samning við Forlagið um útgáfu á hlaupabók sem á að nýtast byrjendum jafnt sem ofurhlaupurum, en bókin á að koma út á næsta ári. Karen og Elísabet eru með misjafn- an hlaupabakgrunn en dá báðar íþróttina og vilja fá sem flesta á sprett í kringum sig. „Elísabet á slatta af maraþon- um og ofurhlaupum að baki. Hún tók þátt í 100 kílómetra hlaupi í frönsku Ölpunum og skipuleggur núna ofurhlaup á Esjunni í júní,“ segir Karen sem sjálf kynntist hlaupum hins vegar í fyrra þegar hún vildi grennast eftir að hafa eignast sitt þriðja barn. „Hlaupin virkuðu afskaplega hratt til þess auk sem þau auka orku manns og einbeitni til að takast á við stóra fjölskyldu og vinnu. Það er því ekki annað hægt en að falla fyrir þeim.“ Það má segja að ákveðið hlaupa æði hafi gripið þjóðina og margir farnir að reima á sig hlaupaskóna. Karen og Elísabet eru sannfærðar um kosti hlaup- anna og segja ekkert jafnast á við að hlaupa úti í íslenskri náttúru, sama hvernig viðrar. „Ef hægt væri að sameina alla kosti hlaupa í duft þá væri það dýrasta fæðu- bótarefnið á markaðnum. Hlaup létta þér lundina, gera þig flott- ari og glaðari. Þeir sem byrja að hlaupa uppfæra í rauninni stýri- kerfi líkamans því það verður léttara og hraðvirkara. Þú mynd- ir ekki vilja skipta yfir í Nokia 5110 eftir að hafa prófað iPhone.“ Karen og Elísabet segja alla geta byrjað að hlaupa. „Allir þeir sem hafa áhuga geta byrjað. Sumir þurfa að byrja af meiri varfærni en aðrir, svo sem ef þeir eiga við stoðkerfisvandamál að etja og ef þeir glíma við offitu. Þeir sem komast af stað kom- ast fljótlega að því að hlaup eru ávanabindandi og ekki auðvelt að hætta þeim eins og skyndi- lausnunum. Vellíðanin er bara svo mikil,“ segja þær en hlaupa- bókin er ætluð til að aðstoða fólk að taka þessi fyrstu skref sam- hliða því að vera með fræðandi efni fyrir lengra komna. „Það má segja að við séum svolítið eins og hlaupatrúboðar.“ alfrun@frettabladid.is KAREN OG ELÍSABET: HLAUP UPPFÆRA STÝRIKERFI LÍKAMANS Hlaupatrúboðar breiða út boðskapinn í hlaupabók HLAUPAGARPAR Elísabet Margeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir sameina krafta sína og skrifa hlaupabók fyrir byrjendur jafnt og lengra komna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljós- myndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur nám- skeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skól- anum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunar- kraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna nám- skeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helga- son, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ - áp Kennir að segja sögu með mynd HELDUR NÁMSKEIÐ Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir kemur heim í lok júlí og ætlar að deila ljósmyndaþekkingu sinni í fyrsta sinn á Lunga-listahátíðinni. Þeir sem komast af stað komast fljótlega að því að hlaup eru ávana- bindandi. ELÍSABET OG KAREN HLAUPARAR HAFMAÐUR Hákon Huege- mann sat fyrir þegar búin var til karlkyns útgáfa af Litlu Hafmeyjunni. „Það voru tveir myndlistarmenn sem báðu mig um að gera þetta. Þeir áttu tölvugerða mynd af þess- ari styttu og hún leit út alveg eins og ég,“ segir Hákon Huegemann. Hann sat fyrir þegar lista- mannadúóið Elmgreen & Drag- set bjó til karlkyns útgáfu af Litlu Hafmeyjunni. Styttan verður afhjúpuð í dag á Helsingjaeyri á Sjálandi í Danmörku. Hinn nítján ára Hákon á íslenska móður og er búsettur í Eus kirchen í Þýskalandi. Hann hefur búið í sautján ár þar í landi en hin tvö árin bjó hann á Nýja Sjálandi. Hákon hefur tekið að sér fyrir- sætustörf undanfarin ár og ákvað að bæta „hafmanninum“ á ferils- skrána. „Ég fór til Berlínar í þrjá daga og þurfti að sitja á plast- steini. Þeir settu gifs á allan lík- amann minn og það var mjög erf- itt að sitja í tvo til þrjá klukkutíma í senn á steininum,“ segir Hákon. „En þetta var samt í fínu lagi. Aðstaðan þarna var flott og lista- mennirnir viðkunnanlegir.“ Aðspurður segir hann styttuna mjög fallega. „Það er dálítið fyndið að eftir kannski þrjátíu ár get ég farið með börnin eða barnabörnin mín og sýnt þeim þessa styttu af mér.“ - fb Íslenskur „hafmað- ur“ afhjúpaður Daníel Bjarnason Aldur: 26 ára. Starf: Kvik- myndagerðar- maður. Foreldrar: Gunnhildur Hreinsdóttir rekstrar- fulltrúi og Bjarni Sveinn Benediktsson fiskiðnaðarmaður. Fjölskylda: Á eitt barn, Kormák Elí. Búseta: Í Laugardalnum. Stjörnumerki: Steingeit. Daníel vinnur að sjónvarpsþáttunum Óupplýst sem fjalla um yfirnáttúru- lega atburði. Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.