Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 48
FÓLK| Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 HELGIN 300 g nautakjöt eða kjúklingabringur ½ krukka niður- settur jalapeno með vökvanum 1 laukur 1 paprika 1 krukka salsasósa 6 hveiti-tortillur 1 dós mexíkóskar baunir 1 krukka guacamole (eða heimagert) 1 dl sýrður rjómi Marinerið kjötið með jalapeno og vökvanum í 30 mín- útur. Kryddið með salti og pipar. Grillið kjötið, lauk- inn og paprikuna á útigrilli og skerið síðan niður í strimla. Grillið því næst tor- tillurnar og fyllið þær síðan með kjöti, grænmeti og sósum. Einnig má bera sós- urnar fram sér. Mexíkóskur matur er afar vinsæll og upplagt að nota útigrillið til að útbúa fajitas. Það eru tortilla-kökur sem vafðar eru um kjöt og grænmeti. Hægt er að nota grillaðan kjúkling eða nautakjöt í þennan rétt. Sömuleiðis er mjög gott að grilla paprikur og kúrbít og setja með kjötinu í kökurnar. Uppskrift- in miðast við tvo. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag. Dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 1998 og hefur honum frá upphafi verið ætlað að sameina íbúa hverfisins og skapa þeim tækifæri til að hittast, skemmta sér og öðrum og koma því menningarstarfi sem fram fer í hverfinu á framfæri. Dagskráin er fjölbreytt og höfðar til ungra sem aldinna. Hún hefst klukkan níu um morguninn á pottakaffi í Grafarvogs- laug og stendur yfir til fjögur. Þá hefst leikur Fjölnis og KA í úrvalsdeild karla í knattspyrnu og munu klappstýrur sýna atriði í hálfleik. Hátíðarhöld verða á útivistarsvæði Gufunesbæjar, hoppukastalar, hestar og fleira verða á útivistarsvæði og í Hlöðunni munu Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi kynna starf sitt. Einnig verður opið hús hjá Íslenska gámafélaginu og margt fleira verður til skemmtunar. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að draga fána að húni og skreyta hús sín í litum síns hverfis og enda daginn á götugrilli. GRAFARVOGSDAGURINN HALDINN HÁTÍÐLEGUR Í DAG Grafarvogsbúar og gestir þeirra eiga mikla skemmtun í vændum í dag þegar haldið verður upp á Grafarvogsdaginn í fjórtánda sinn. Deginum er ætlað að sameina íbúa hverfisins. LÍF OG FJÖR Dagskráin hefst klukkan níu með pottakaffi í Grafarvogslaug og stendur yfir til fjögur MYND/PJETUR annað heimili og aðra fjölskyldu úti á rúmsjó, fjarri fjölskyldu og ástvinum. Ég hef aldrei unnið með konu til sjós og því mikið karlaumhverfi um borð. Því þarf aðlögunarhæfni sjómanna að vera sveigjanleg því um borð ríkja allt aðrar hefðir en með fjölskyldunni í landi.“ Á Oddgeiri eru tíu sjómenn á aldrinum nítján til 69 ára, en sá elsti er skipstjórinn. „Ég hef alltaf unnið á fiskiskip- um því þau gefa mest af sér og hafa stystu útiveruna. Við erum úti frá þremur upp í sex daga og lengur vil ég ekki vera frá börnum og konu. Lögbundnir frídagar eru fjórir í mánuði og á meðan fisk- vinnsla liggur niðri í landi um helgar er fínt að láta sjómenn vera úti til að koma með ferskan fisk á mánudögum,“ segir Jonni sem stendur sextán tíma vaktir um borð og fær átta tíma frívakt á móti. „Það er ekki verra en önnur rútína; maður hefur hvort eð er ekki annað að gera en að vinna og getur svo labbað beint inn í koju.“ Jonni segir engan dagamun eiga sér stað um borð hjá sjó- mönnum um helgar. „En maður veit að það er sunnudagur þegar ilmur af steiktu lambalæri berst úr ofni kokksins. Ég man líka þá tíð þegar sjómenn tóku í spil eða lásu á frívaktinni, en vídeóið drap þá menningu. Nú hafa hljóðbækur reyndar tekið við og er þægilegt að leggjast með góða sögu í eyrum þegar maður nennir ekki að glápa á vídeó.“ Á sjó er ekki hægt að hlaupa út í horn í fýlu. Því verða menn að umbera hvorn annan þótt þeir hafi hvor sína skoðun á hlut- unum eða séu ósammála, eins og gengur. „Við tölum um allt á milli himins og jarðar, eins og gerist á kaffistofum annarra vinnustaða. Hjá öllum ríkir söknuður eftir fjöl- skyldunni en við vælum ekki út af því og enginn er eyðilagður um borð. Þannig menn geta einfald- lega ekki verið til sjós.“ Núorðið tekur Jonni minni þátt í hátíðahöldum sjómannadags en áður. „Sjómannadagurinn er ekki lengur dagur sjómannsins. Því finnst mér best að koma mér af bryggjunni og upp í sveit með fjölskyldunni. Auðvitað er gaman að fara annað slagið til að hitta aðra sjómenn og sjá þá spari- klædda á bryggjunni í stað skíta- gallans. Hins vegar efast ég um að gamalreyndir sjómenn nenni að standa í biðröðum eftir koddas- lag eða standa í peningaplokki veitingahúsaeigenda á sjómanna- daginn. Viðhorfið er svo vitaskuld öðruvísi ef menn eru nýbyrjaðir á sjó og vilja njóta sín sem hetjur hafsins,“ segir Jonni og bætir við að sjómannadagurinn sé orðinn að skemmtihátíð fyrir börn og fjölskyldufólk í landi. „Það væri viðeigandi að koma til móts við kröfur sjómanna á þessum degi. Skattaafslátturinn er farinn, búið að semja af okkur 1. maí-fríið og ekki hlustað á kröfur okkar um að allur fiskur fari á markað til að jafna laun sjómanna. Ég vil gjarnan borga skatta en get til dæmis ekki treyst á að sjá sjón- varp á sjó þótt ég þurfi að borga sjónvarpsskatt. Þá slít ég ekki vegakerfinu á sjó né næ símasam- bandi þar. Sjómenn starfa óravegu frá heimilum sínum og eru þar eins og hálfgerðir gestir. Því væri sanngjarnast að þeir nytu sömu kjara og aðrir launamenn sem fá dagpeninga þegar þeir starfa að heiman því það kæmi sjómönnum betur fjárhagslega. Svona er enda- laust klipið af kjörum sjómanna en eitthvað þarf að koma í staðinn svo ungir Íslendingar vilji mennta sig og starfa til sjós,“ segir Jonni. Þegar klukkan slær þrjú í dag verða þau Jonni og Ásta orðin hjón. Valdimar syngur í kirkjunni og svo tekur við brúðkaupsveisla, brúðkaupsnótt og einn hveiti- brauðsdagur áður en Jonni fer aftur út á sjó á mánudag. „Ég vil kvænast til að vera sáttur við Guð og menn. Ásta er fallegasta kona sem ég hef séð og sú eina rétta fyrir mig. Þetta er því ekkert flókið og ég hlakka sannarlega til.“ ■ thordis@365.is ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU FAJITAS Á GRILLIÐ Það er gaman að grilla í góðu veðri. Upplagt er að breyta aðeins til og prófa eitthvað nýtt. Mexíkósk- ur matur er vinsæll hjá öllum aldri og vel er hægt að nota útigrillið og búa til suðræna stemningu. GOTT GOTT Mexíkóskur matur er alltaf vinsæll. Í upphafi ætlaði Ásta að kenna Jonna golf og hann henni á mótor- hjól. Í dag hefur hann farið eitt sinn í golf en hún komin á hjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.