Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 16
16 2. júní 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildar- samning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamning- inn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdótt- ur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. Ekki verður betur séð en að með þessu sé verið að kippa einni af stoðunum undan grundvelli sam- komulags Sam- fylkingar og VG um aðildar- viðræðurnar og aðkomu þjóðar- innar að loka- niðurstöðunni. Meðhaldsmenn aðildar jafnt sem móthalds- menn ættu að taka því vel ef með þessu móti verður unnt að leiða þetta mál til lykta með stjórn- skipulega vandaðri hætti en ríkis- stjórnin áformar. Stjórnskipulegi veikleikinn í sáttmála stjórnarflokkanna fólst í því að ætla að VG gæti setið í rík- isstjórn án þess að bera efnislega ábyrgð eftir þingræðisreglunni á stærsta viðfangsefni hennar. Póli- tíski veikleikinn birtist í því tvö- falda siðgæði að aðhafast eitt innan veggja þinghússins en tala á annan veg utan þeirra. Samkomulag stjórnarflokkanna um leiðbeinandi þjóðaratkvæða- greiðslu á rætur í þeirri staðreynd að þeir eru á öndverðum meiði í málinu. Þeir geta því ekki staðið sameiginlega á Alþingi að sam- þykkt löggjafar um aðild sem síðan væri háð úrslitavaldi þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu eins og eðlilegast væri. Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Til þess að losa um þenn-an hnút sömdu flokkarn-ir um að fara fyrst með aðildarsamninginn fram hjá Alþingi í leiðbeinandi þjóðar- atkvæði. Segi þjóðin nei er hann úr sögunni. Segi hún já leggur utan- ríkisráðherra samninginn fyrir Alþingi því hann verður samkvæmt stjórnarskrá undirritaður með fyr- irvara um samþykki þess. Leiðbein- andi þjóðaratkvæði snýst því í raun um það eitt hvort leggja eigi samn- inginn fyrir Alþingi. Kenningin er sú að þingmenn verði siðferðilega bundnir af þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Vandinn er hins vegar sá að þetta stangast á við stjórnarskrána sem tryggir að þing- menn eru ekki bundnir af öðru en samvisku sinni. Hættan við þessa hjáleið er sú að málið lendi í sjálf- heldu milli þings og þjóðar. Eftir útspil forsetaframbjóðend- anna tveggja, þar sem annar talar mjög skýrt, er vandséð að ríkis- stjórnin komist hjá því að leggja samninginn fyrst fyrir þingið. Verði hann samþykktur þar fær þjóðin úrslitavaldið með því að stað- festa þá niðurstöðu eða hafna henni. Þetta er eina leiðin til að gefa þjóð- inni lokaorðið. Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að efna til leiðbeinandi þjóðaratkvæðis um að leggja málið fyrir Alþingi þegar ljóst er að bind- andi þjóðaratkvæði eftir samþykkt þess þar verður ekki umflúið. Aðildarsamningurinn verður til smám saman. Samkvæmt þing- ræðis reglunni getur utanríkisráð- herra ekki gengið frá lokun ein- stakra kafla nema að baki sérhverri slíkri ákvörðun sé vís meirihluta- stuðningur á Alþingi. Þingmenn VG bera efnislega ábyrgð á því sem þegar hefur gerst í þeim efnum með því að verja ráðherrann vantrausti. En nú virðast forsetaframbjóðend- urnir ætla að knýja þá til að gangast við þeirri ábyrgð í atkvæðagreiðslu á Alþingi sem þeir sömdu við Sam- fylkinguna um að sleppa við. Ábyrgðinni haldið að VG Alþingi felldi nýlega til-lögu um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í þeim tilgangi að draga umsóknina til baka á þessu kjör- tímabili. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa umboð landsfunda til að taka slíkar ákvarðanir á Alþingi. Hins vegar er enn óljóst hvort nýtt þing fær umboð til að halda viðræðunum áfram. Það getur ráðist í kjöri þing- manna hvernig þeirri spurningu verður svarað. Gallinn við þá hefðbundnu leið er sá að kjósend- ur flestra flokka skiptast í tvo hópa gagnvart þeirri spurningu þótt þeir fylgi flokkum sínum að málum að öðru leyti. Hugmynd Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur um þjóðar- atkvæðagreiðslu samhliða þing- kosningunum gæti leyst þennan vanda. Þannig fá kjósendur að ráða hvort halda eigi viðræðun- um áfram á næsta kjörtímabili. Þetta er málsmeðferð sem bæði fylgjendur og andstæðingar aðildar ættu að geta sætt sig við. Það væri ábyrgðarlaust að hætta viðræðum í miðjum klíð- um. Hitt er augljóst að margvís- leg rök hníga í þá veru að taka lengri tíma til að ljúka þeim en áformað var. Í því ljósi er eðli- legt að kanna hug kjósenda til þessara sjónarmiða samhliða þingkosningunum. Þjóðin fengi svo lokaorðið þegar líður á næsta kjörtímabil. Umboð fyrir næsta kjörtímabil B orgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd bygg- ingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingar- magn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. Þegar áformum um niðurrif gömlu húsanna er mótmælt, bera borgaryfirvöld sig gjarnan illa, segjast svo gjarnan vilja vernda söguna en hendur þeirra séu bundnar af fyrra skipulagi, eigandi lóðarinnar eigi sinn rétt og þyrfti að borga honum háar bætur ef hann ætti ekki að fá að byggja ferlíkið sitt á lóðinni. Þannig eru borgaryfirvöld föst í vítahring og enginn þorir að höggva á hnútinn og standa með gömlu miðborginni. Tilraun til slíks virtist vera í uppsiglingu fyrir tveimur árum. Þá samþykkti skipulagsráð eftirfarandi til- lögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: „Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkast í sögulegum miðbæjum víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Átt er við það sem í Bretlandi kall- ast „conservation area“ og „historic district“ í Bandaríkjunum. Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist. Slík skilgreining skal verða hluti af staðfestu aðalskipulagi og taka gildi ekki síðar en á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 2010.“ Samþykktinni var vísað til meðferðar hjá embætti skipulags- stjóra. Síðan hefur ekki til hennar spurzt. Vandræðagangurinn kemur meðal annars fram í Nasa-málinu, sem mikið hefur verið skrifað um í Fréttablaðinu undanfarið. Í blaðinu í gær var góð grein eftir Ólaf Rastrick sagnfræðing, þar sem hann gagnrýnir hvernig gömlum húsum er hjólað fram og aftur í miðbænum (ekki lengur upp í Árbæ) þegar þau eru fyrir steinsteypu- og glerhöllunum. Ólafur hefur rétt fyrir sér í því að auðvitað er verðmæti gamalla húsa mest þar sem þau voru upp- haflega reist. „Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugri en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því?“ skrifar Ólafur. Þetta er auðvitað mergurinn málsins. Þar sem gamlir miðbæjar- kjarnar hafa notið verndar og virðingar er bæði eftirsóknarverð- ara að búa í borginni og að heimsækja hana. Af hverju er svona djúpt á skilningi á því í borgarstjórn Reykjavíkur? Enginn þorir að taka slaginn fyrir gömlu húsin: Verndarsvæði í vítahring Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Má bjóða þér vatn? Umhverfisráðuneytið, Landgræðsla ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin bjóða á ný til hádegisfyrirlesturs um vatn. Að þessu sinni fjallar Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands um samspil vatns og jarðvegs í Þjóðminjasafni Íslands, 7. júní kl. 12:10 undir yfirskriftinni Vatnsmiðlun og lífið. Fyrirlestrinum lýkur fyrir kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.