Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 46
KYNNING − AUGLÝSINGSumar á Norðurlandi LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 20124 KAFFI ILMUR NÝJASTA KAFFIHÚSIÐ Í BÆNUM Akureyri er rík af kaffihúsum og veitingastöðum. Í stuttum göngutúr um miðbæinn má gróflega telja yfir tug veitingastaða, bara og kaffihúsa. Nýjasta kaffihúsið á Akureyri var opnað 19. maí og er til húsa í gamalli söðlamiðju í Skátagilinu. Það heitir Kaffi ilmur og segir kokkurinn á staðnum, Þórhildur Þórhallsdóttir, sólríkustu veröndina í miðbænum að finna fyrir utan húsið. „Frá því við opnuðum hafa bara komið tveir dagar sem ekki var hægt að sitja úti. Við erum í algjöru skjóli fyrir norðanáttinni og erum með sæti fyrir 60 manns á veröndinni,“ segir hún. Kaffi ilmur hefur fengið góðar viðtökur og segir Þórhildur fólk ánægt með að húsið hafi aftur fengið hlutverk. „Það hafði verið íbúðarhús í mörg ár og á tímabili bjuggu í því þrjár fjöl- skyldur. Það var þó komið í niðurníðslu og því ákváðu Ingibjörg Baldurs- dóttir og hennar systkini, sem eiga húsið, að gera það upp og opna kaffihús og veitingastað. Á efri hæðinni bjóðum við súpu og salat og heimabakað brauð og kaffi og með því á neðri hæðinni,“ segir Þórhildur. Á staðnum er vínveitingaleyfi en Þórhildur tekur þó fram að Kaffi ilmur sé ekki bar. Opið er frá klukkan 9 á morgnana til 23 á kvöldin og verða uppákomur á pallinum í allt sumar. „Sumarið verður skemmtilegt, sólin ætlar að vera með okkur.“ Mikil uppbygging hefur ver ið í Fja l labyg gð undan farin ár og hefur ferðamannastraumurinn þangað aukist mjög eftir að Héðinsfjarðar- göng opnuðu. „Hér er mikið um að vera og margir viðburðir á dagskrá í sumar, bæði tónlistar- og mynd- listarviðburðir. Einnig hafa hér á undanförnum misserum opnað nokkrir veitingastaðir þannig að hér iðar allt af lífi,“ segir Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi Fjalla byggðar. „Í sumar verður hér á Siglufirði í fyrsta sinn lista- og hönnunarhátíð. Þetta er alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina sem kallast Reitir. Einstaklingar ólíkra greina koma saman, eins og hönnuðir og lands- lagsarkitektar ásamt sérfræðingum í félags- og raunvísindum. Hér eru ótal mörg gallerí og lista- vinnustofur sem bæði erlendir og innlendir listamenn leigja. Þetta gerir samfélagið hér alþjóðlegra, skapar nýja menningu og setur nýjan og ferskan svip á bæinn,“ segir hún. Í Fjallabyggð er óvenjumik- ið af söfnum. „Hér er Síldar- minjasafnið sem er stærsta sjóminja- og iðnarsaf n landsins og Þjóðlaga setur séra Bjarna Þorsteins sonar, þar sem má skoða gömul hljóðfæri og hlusta á gömul þjóðlög. Þau eru bæði á Siglu- firði. Nýjasta safnið á Siglufirði er Ljóðasetur Íslands þar sem hægt er að kynna sér kveðskap, skoða ljóðabækur, drekka kaffi og hafa það huggulegt. Á Ólafsfirði er svo Náttúrugripasafn þar sem megin- uppistaða safnsins er fuglar en einnig sjaldgæfar fisktegundir úr Ólafsfjarðarvatni.“ Mikil náttúrufegurð er í Fjalla- byggð og mikið af skemmti legum, merktum gönguleiðum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ólafsfjarðarvatn er mjög sérstakt vatn sem er friðað. Þar flýtur ferskvatn ofan á saltvatni. „Í vatninu veiðast sérstakar fisk- tegundir sem kallast röndungur og hnúðlax. Hægt er að sjá þær upp- stoppaða í Náttúrugripasafninu,“ segir Karítas. Frekari upplýsingar um það sem er að gerast í Fjallabyggð á næstunni má finna á vefsíðunni Fjallabyggd.is. Líf og fjör hvert sem litið er Mun fleiri ferðamenn hafa heimsótt Fjallabyggð eftir að Héðinsfjarðargöng opnuðu. Á svæðinu er mikil náttúrufegurð og fjöldi safna og veitingastaða þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Lista- og hönnunarhátíðin Reitir verður haldin í Fjallabyggð í sumar. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona hátíð er haldin hér í Fjallabyggð,“ segir Karítas. Akureyrarflugvöllur þjónar öllu Norðurlandi með sjö til tólf f lugferðum á dag til Akureyrar fyrir þá fjölmörgu sem þurfa á þessum almennings- samgöngum að halda. „Viðskipta- vinir okkar fljúga með okkur til að sækja þjónustu, læknisaðstoð, heimsækja ættingja og vini, vegna vinnu eða til að njóta allrar þeirra náttúru og menningu sem er í boði á Norðurlandi,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri hjá Flugfélagi Íslands á Akureyri. Sérstakt átak er í gangi hjá Flug- félagi Íslands til að auka fjölda þeirra erlendu ferðamanna sem sækja Norðurlandið heim og hefur það átak farið vel af stað. Boðið er upp á afþreyingarferðir fyrir hópa og einstaklinga. „Fjölmargar dags- ferðir undir stjórn fararstjóra eru í boði hjá okkur, meðal annars ferðir til Mývatns, hvalaskoðunar- ferðir og norðurljósaferðir,“ segir hann. Það er einnig mikil aukning í þeim fjölda íslenskra ferðamanna sem sækir Norðurlandið heim. „Það er orðið mjög vinsæll áfanga- staður hjá Íslendingum sem vilja komast burt úr vananum og skreppa í leikhús, á skíði eða upp- lifa menningu norðursins. Það er mikið um að fólk komi hingað í árshátíðarferðir eða vinnustaða- ferðir og að saumaklúbbar eða aðrir hópar komi og skemmti sér saman. Það tekur einungis 45 mínútur að koma hingað og upp- lifa eitthvað nýtt og skipta um um- hverfi.“ Flugið er samgöngumáti sem margir nota reglulega. „ Mikill fjöldi viðskiptavina okkar er fólk sem kemur hingað reglulega, nokkrum sinnum í viku eða jafn- vel daglega. Þeir nota þetta sem ákveðinn samgöngumáta, svipað og strætó. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á stundvísi, hraða og einfaldleika í þjónustuferlinu. Stór hluti viðskiptavina okkar er farinn að bóka sig sjálfur á Flug- felag.is enda er ódýrast að nota þann möguleika,“ segir Ari. Stundarkorn á spennandi áfangastað Aukning er í fjölda ferðamanna sem sækja Norðurland heim. Flugfélag Íslands flýgur sjö til tólf ferðir til Akureyrar á dag og það tekur einungis 45 mínútur að skreppa úr höfuðborginni og upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Ari og hans fólk hjá Flugfélagi Íslands á Akureyri leggja mikla áherslu á stundvísi, hraða og einfaldleika í þjónustuferli sínu. MYND/HEIÐA Nýjasta kaffihúsið á Akureyri er til húsa í gamalli söðlasmiðju. MYND/HEIDA.IS Síldarminjasafnið á Siglufirði. FIMM ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.