Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 46
KYNNING − AUGLÝSINGSumar á Norðurlandi LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 20124
KAFFI ILMUR NÝJASTA KAFFIHÚSIÐ Í BÆNUM
Akureyri er rík af kaffihúsum og veitingastöðum. Í stuttum göngutúr
um miðbæinn má gróflega telja yfir tug veitingastaða, bara og kaffihúsa.
Nýjasta kaffihúsið á Akureyri var opnað 19. maí og er til húsa í gamalli
söðlamiðju í Skátagilinu. Það heitir Kaffi ilmur og segir kokkurinn á
staðnum, Þórhildur Þórhallsdóttir, sólríkustu veröndina í miðbænum að
finna fyrir utan húsið.
„Frá því við opnuðum hafa bara komið tveir dagar sem ekki var hægt að
sitja úti. Við erum í algjöru skjóli fyrir norðanáttinni og erum með sæti
fyrir 60 manns á veröndinni,“ segir hún. Kaffi ilmur hefur fengið góðar
viðtökur og segir Þórhildur fólk ánægt með að húsið hafi aftur fengið
hlutverk.
„Það hafði verið íbúðarhús í mörg ár og á tímabili bjuggu í því þrjár fjöl-
skyldur. Það var þó komið í niðurníðslu og því ákváðu Ingibjörg Baldurs-
dóttir og hennar systkini, sem eiga húsið, að gera það upp og opna
kaffihús og veitingastað. Á efri hæðinni bjóðum við súpu og salat og
heimabakað brauð og kaffi og með því á neðri hæðinni,“ segir Þórhildur.
Á staðnum er vínveitingaleyfi en Þórhildur tekur þó fram að Kaffi ilmur
sé ekki bar. Opið er frá klukkan 9 á morgnana til 23 á kvöldin og verða
uppákomur á pallinum í allt sumar. „Sumarið verður skemmtilegt, sólin
ætlar að vera með okkur.“
Mikil uppbygging hefur ver ið í Fja l labyg gð undan farin ár og hefur
ferðamannastraumurinn þangað
aukist mjög eftir að Héðinsfjarðar-
göng opnuðu. „Hér er mikið um að
vera og margir viðburðir á dagskrá
í sumar, bæði tónlistar- og mynd-
listarviðburðir. Einnig hafa hér á
undanförnum misserum opnað
nokkrir veitingastaðir þannig að
hér iðar allt af lífi,“ segir Karítas
Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og
menningarfulltrúi Fjalla byggðar. „Í
sumar verður hér á Siglufirði í fyrsta
sinn lista- og hönnunarhátíð. Þetta
er alþjóðlegt samstarfsverkefni
skapandi greina sem kallast Reitir.
Einstaklingar ólíkra greina koma
saman, eins og hönnuðir og lands-
lagsarkitektar ásamt sérfræðingum
í félags- og raunvísindum.
Hér eru ótal mörg gallerí og lista-
vinnustofur sem bæði erlendir og
innlendir listamenn leigja. Þetta
gerir samfélagið hér alþjóðlegra,
skapar nýja menningu og setur
nýjan og ferskan svip á bæinn,“
segir hún.
Í Fjallabyggð er óvenjumik-
ið af söfnum. „Hér er Síldar-
minjasafnið sem er stærsta
sjóminja- og iðnarsaf n
landsins og Þjóðlaga setur
séra Bjarna Þorsteins sonar,
þar sem má skoða gömul
hljóðfæri og hlusta á gömul
þjóðlög. Þau eru bæði á Siglu-
firði. Nýjasta safnið á Siglufirði
er Ljóðasetur Íslands þar sem hægt
er að kynna sér kveðskap, skoða
ljóðabækur, drekka kaffi og hafa
það huggulegt. Á Ólafsfirði er svo
Náttúrugripasafn þar sem megin-
uppistaða safnsins er fuglar en
einnig sjaldgæfar fisktegundir úr
Ólafsfjarðarvatni.“
Mikil náttúrufegurð er í Fjalla-
byggð og mikið af skemmti legum,
merktum gönguleiðum þar sem
allir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Ólafsfjarðarvatn er mjög
sérstakt vatn sem er friðað. Þar
flýtur ferskvatn ofan á saltvatni.
„Í vatninu veiðast sérstakar fisk-
tegundir sem kallast röndungur og
hnúðlax. Hægt er að sjá þær upp-
stoppaða í Náttúrugripasafninu,“
segir Karítas.
Frekari upplýsingar um það
sem er að gerast í Fjallabyggð á
næstunni má finna á vefsíðunni
Fjallabyggd.is.
Líf og fjör hvert
sem litið er
Mun fleiri ferðamenn hafa heimsótt Fjallabyggð eftir að Héðinsfjarðargöng
opnuðu. Á svæðinu er mikil náttúrufegurð og fjöldi safna og veitingastaða
þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi.
Lista- og hönnunarhátíðin Reitir
verður haldin í Fjallabyggð í
sumar. „Þetta er í fyrsta skipti
sem svona hátíð er haldin
hér í Fjallabyggð,“ segir
Karítas.
Akureyrarflugvöllur þjónar öllu Norðurlandi með sjö til tólf f lugferðum á dag
til Akureyrar fyrir þá fjölmörgu
sem þurfa á þessum almennings-
samgöngum að halda. „Viðskipta-
vinir okkar fljúga með okkur til
að sækja þjónustu, læknisaðstoð,
heimsækja ættingja og vini, vegna
vinnu eða til að njóta allrar þeirra
náttúru og menningu sem er í boði
á Norðurlandi,“ segir Ari Fossdal,
stöðvarstjóri hjá Flugfélagi Íslands
á Akureyri.
Sérstakt átak er í gangi hjá Flug-
félagi Íslands til að auka fjölda
þeirra erlendu ferðamanna sem
sækja Norðurlandið heim og hefur
það átak farið vel af stað. Boðið er
upp á afþreyingarferðir fyrir hópa
og einstaklinga. „Fjölmargar dags-
ferðir undir stjórn fararstjóra eru
í boði hjá okkur, meðal annars
ferðir til Mývatns, hvalaskoðunar-
ferðir og norðurljósaferðir,“ segir
hann.
Það er einnig mikil aukning í
þeim fjölda íslenskra ferðamanna
sem sækir Norðurlandið heim.
„Það er orðið mjög vinsæll áfanga-
staður hjá Íslendingum sem vilja
komast burt úr vananum og
skreppa í leikhús, á skíði eða upp-
lifa menningu norðursins. Það er
mikið um að fólk komi hingað í
árshátíðarferðir eða vinnustaða-
ferðir og að saumaklúbbar eða
aðrir hópar komi og skemmti sér
saman. Það tekur einungis 45
mínútur að koma hingað og upp-
lifa eitthvað nýtt og skipta um um-
hverfi.“
Flugið er samgöngumáti sem
margir nota reglulega. „ Mikill
fjöldi viðskiptavina okkar er fólk
sem kemur hingað reglulega,
nokkrum sinnum í viku eða jafn-
vel daglega. Þeir nota þetta sem
ákveðinn samgöngumáta, svipað
og strætó. Þess vegna leggjum við
mikla áherslu á stundvísi, hraða
og einfaldleika í þjónustuferlinu.
Stór hluti viðskiptavina okkar er
farinn að bóka sig sjálfur á Flug-
felag.is enda er ódýrast að nota
þann möguleika,“ segir Ari.
Stundarkorn á
spennandi áfangastað
Aukning er í fjölda ferðamanna sem sækja Norðurland heim. Flugfélag Íslands
flýgur sjö til tólf ferðir til Akureyrar á dag og það tekur einungis 45 mínútur að
skreppa úr höfuðborginni og upplifa eitthvað nýtt og spennandi.
Ari og hans fólk hjá Flugfélagi Íslands á Akureyri leggja mikla áherslu á stundvísi, hraða
og einfaldleika í þjónustuferli sínu. MYND/HEIÐA
Nýjasta kaffihúsið á Akureyri er til húsa í gamalli söðlasmiðju. MYND/HEIDA.IS
Síldarminjasafnið á Siglufirði.
FIMM ÚTVARPS-
STÖÐVAR Í BEINNI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag