Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 112
2. júní 2012 LAUGARDAGUR76
FÓTBOLTI Í lok leiks ÍA og Fram á
Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt
út fyrir það að Guðjón Þórðar-
son myndi mjög fljótlega bætast í
hundrað sigra hópinn með Ásgeiri
Elíassyni. Guðjón var þarna að
stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu
deild og allt leit út fyrir að hann
ætlaði að vera með Skagaliðið í
efri hlutanum annað árið í röð.
Guðjón var þarna á sínu ellefta
tímabili sem þjálfari í efstu deild
og var búinn að stýra liðum sínum
til sigurs í 99 af 183 leikjum eða 54
prósentum þeirra leikja sem hann
hafði tekið þátt í sem þjálfari í
deild þeirra bestu.
Það gat enginn séð framhaldið
fyrir. Skagamenn unnu ekki
í næstu níu leikjum sínum og
Guðjóni var sagt upp störfum eftir
1-6 skell á móti Breiðabliki 20. júlí
2008 en það var fjórða tap liðsins
í röð.
Síðan liðu þrjú tímabil án þess
að Guðjón reyndi fyrir sér í úrvals-
deildinni en hann sneri aftur í ár
og tók við liði Grindavíkur.
Hundraðasti sigurinn lætur enn
bíða eftir sér því Grindvíkingar
eru enn án sigurs eftir fimm
umferðir og Guðjón er því búinn
að stýra liði í 14 leikjum í röð án
þess að vinna. Bjarni Jóhannsson,
þjálfari Stjörnunnar, sem var
„bara“ búinn að vinna 75 leiki
þegar 99. sigurinn kom í hús hjá
Guðjóni fyrir fjórum árum, vann
sinn hundraðasta sigur þegar
Stjarnan vann lærisveina Guðjóns
í Grindavík 21. maí síðastliðinn.
Næsti leikur Grindavíkur-
liðsins er í dag þegar liðið tekur
á móti Skagamönnum í beinni
á Stöð 2 Sport. Guðjón vann 59
sigra sinna sem þjálfari Skaga-
manna og hefur unnið 5 af 10
leikjum sínum á móti þeim. Nú er
að sjá hvort hann geti orðið fyrsti
þjálfarinn í sumar til að stýra
liði til sigurs á móti nýliðunum af
Skaganum sem hafa komið upp af
miklum krafti alveg eins og þeir
gerðu undir stjórn Guðjóns fyrir
tuttugu árum síðan.
Tveir aðrir leikir fara fram í
deildinni í dag. FH fær Fylki í
heimsókn klukkan 14 og Fram og
KR mætast á Laugardalsvellinum
klukkan 16. - óój
Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Grindavík fá Skagamenn í heimsókn í Pepsi-deild karla í dag:
Búinn að bíða í 14 leiki eftir 100. sigrinum
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Mætir sínum
gömlu lærisveinum í ÍA. FRÉTTABLAÐIÐ/
HANDBOLTI Lærisveinar Alfreðs
Gíslasonar í Kiel geta í dag
tryggt sér fullkomið tímabil í
þýsku úrvalsdeildinni og þar með
sæti í sögubókunum um ókomna
tíð. Eftir sigra í fyrstu 33 deildar-
leikjunum sínum þá mætir Kiel
liði Gummersbach á heimavelli í
lokaumferð þýsku deildarinnar.
Kiel, með Aron Pálmarsson
innan borðs, er þegar búið að
tryggja sér fjóra titla á þessu
tímabili og hefur alls unnið 52
af 56 leikjum í öllum keppnum.
Liðið er búið að vinna alla 40
leiki sína heima fyrir en gerði 3
jafntefli og tapaði einum leik í
Meistaradeildinni.
Leikurinn hefst klukkan 14.30 og
er í beinni útsendingu á Stöð 2
Sport3. - óój
Lokaleikur Kiel er í dag:
Verður þetta
fullkomið ár?
ALFREÐ GÍSLASON Er búinn að búa til
ósigrandi lið í Kiel. NORDICPHOTOS/BONGARTS
HANDBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í handbolta spilar á morgun
hreinan úrslitaleik um sæti á
EM í Hollandi þegar liðið mætir
Úkraínu í lokaleiknum í sínum
undanriðli.
Íslensku stelpurnar héldu EM-
voninni á lífi með frábærum
21-18 sigri á Spánverjum á mið-
vikudaginn en þurfa að vinna
leikinn í Úkraínu með þriggja
marka mun til að komast inn á
annað Evrópumótið í röð.
Vinni Ísland verða Spánn (+2),
Úkraína (+1) og Ísland (-3) öll jöfn
að stigum en þá gildir útkoma í
innbyrðisviðureignum. Íslensku
stelpurnar töpuðu tveimur fyrstu
leikjum sínum en hafa nú unnið
þrjá leiki í röð síðan þær komu
heim úr frægðarför sinni á HM í
Brasilíu.
Leikurinn hefst klukkan 14.00
að íslenskum tíma og verður í
beinni útsendingu á RÚV. - óój
Kvennalandsliðið í handbolta:
Þurfa 3 marka
sigur í Úkraínu
KAREN KNÚTSDÓTTIR Stelpurnar
okkar eru búnar að vinna 3 leiki í röð í
undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FORSETAKOSNINGAR 2012
BEIN ÚTSENDING Í OPINNI DAGSKRÁ Á SUNNUDAGINN
KL. 18.55 Á STÖÐ 2 OG Á NETINU Á VISIR.IS
KAPPRÆÐUR Í HÖRPU
Framundan eru forsetakosningar. Á sunnudaginn kl. 18:55 í beinni útsendingu á Stöð 2
mætast Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson í sögulegum kappræðum í Hörpu.
Á forsetinn að vera sameiningartákn þjóðarinnar eða taka afstöðu í einstökum deilumálum?
Áhorfendur geta tekið virkan þátt í umræðum. Sendið frambjóðendum spurningar á
Facebook/visir.is eða á Twitter: #forseti.
ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
#forseti
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA