Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 112
2. júní 2012 LAUGARDAGUR76 FÓTBOLTI Í lok leiks ÍA og Fram á Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt út fyrir það að Guðjón Þórðar- son myndi mjög fljótlega bætast í hundrað sigra hópinn með Ásgeiri Elíassyni. Guðjón var þarna að stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu deild og allt leit út fyrir að hann ætlaði að vera með Skagaliðið í efri hlutanum annað árið í röð. Guðjón var þarna á sínu ellefta tímabili sem þjálfari í efstu deild og var búinn að stýra liðum sínum til sigurs í 99 af 183 leikjum eða 54 prósentum þeirra leikja sem hann hafði tekið þátt í sem þjálfari í deild þeirra bestu. Það gat enginn séð framhaldið fyrir. Skagamenn unnu ekki í næstu níu leikjum sínum og Guðjóni var sagt upp störfum eftir 1-6 skell á móti Breiðabliki 20. júlí 2008 en það var fjórða tap liðsins í röð. Síðan liðu þrjú tímabil án þess að Guðjón reyndi fyrir sér í úrvals- deildinni en hann sneri aftur í ár og tók við liði Grindavíkur. Hundraðasti sigurinn lætur enn bíða eftir sér því Grindvíkingar eru enn án sigurs eftir fimm umferðir og Guðjón er því búinn að stýra liði í 14 leikjum í röð án þess að vinna. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var „bara“ búinn að vinna 75 leiki þegar 99. sigurinn kom í hús hjá Guðjóni fyrir fjórum árum, vann sinn hundraðasta sigur þegar Stjarnan vann lærisveina Guðjóns í Grindavík 21. maí síðastliðinn. Næsti leikur Grindavíkur- liðsins er í dag þegar liðið tekur á móti Skagamönnum í beinni á Stöð 2 Sport. Guðjón vann 59 sigra sinna sem þjálfari Skaga- manna og hefur unnið 5 af 10 leikjum sínum á móti þeim. Nú er að sjá hvort hann geti orðið fyrsti þjálfarinn í sumar til að stýra liði til sigurs á móti nýliðunum af Skaganum sem hafa komið upp af miklum krafti alveg eins og þeir gerðu undir stjórn Guðjóns fyrir tuttugu árum síðan. Tveir aðrir leikir fara fram í deildinni í dag. FH fær Fylki í heimsókn klukkan 14 og Fram og KR mætast á Laugardalsvellinum klukkan 16. - óój Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Grindavík fá Skagamenn í heimsókn í Pepsi-deild karla í dag: Búinn að bíða í 14 leiki eftir 100. sigrinum GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Mætir sínum gömlu lærisveinum í ÍA. FRÉTTABLAÐIÐ/ HANDBOLTI Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel geta í dag tryggt sér fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og þar með sæti í sögubókunum um ókomna tíð. Eftir sigra í fyrstu 33 deildar- leikjunum sínum þá mætir Kiel liði Gummersbach á heimavelli í lokaumferð þýsku deildarinnar. Kiel, með Aron Pálmarsson innan borðs, er þegar búið að tryggja sér fjóra titla á þessu tímabili og hefur alls unnið 52 af 56 leikjum í öllum keppnum. Liðið er búið að vinna alla 40 leiki sína heima fyrir en gerði 3 jafntefli og tapaði einum leik í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 14.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport3. - óój Lokaleikur Kiel er í dag: Verður þetta fullkomið ár? ALFREÐ GÍSLASON Er búinn að búa til ósigrandi lið í Kiel. NORDICPHOTOS/BONGARTS HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta spilar á morgun hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Hollandi þegar liðið mætir Úkraínu í lokaleiknum í sínum undanriðli. Íslensku stelpurnar héldu EM- voninni á lífi með frábærum 21-18 sigri á Spánverjum á mið- vikudaginn en þurfa að vinna leikinn í Úkraínu með þriggja marka mun til að komast inn á annað Evrópumótið í röð. Vinni Ísland verða Spánn (+2), Úkraína (+1) og Ísland (-3) öll jöfn að stigum en þá gildir útkoma í innbyrðisviðureignum. Íslensku stelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum en hafa nú unnið þrjá leiki í röð síðan þær komu heim úr frægðarför sinni á HM í Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV. - óój Kvennalandsliðið í handbolta: Þurfa 3 marka sigur í Úkraínu KAREN KNÚTSDÓTTIR Stelpurnar okkar eru búnar að vinna 3 leiki í röð í undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FORSETAKOSNINGAR 2012 BEIN ÚTSENDING Í OPINNI DAGSKRÁ Á SUNNUDAGINN KL. 18.55 Á STÖÐ 2 OG Á NETINU Á VISIR.IS KAPPRÆÐUR Í HÖRPU Framundan eru forsetakosningar. Á sunnudaginn kl. 18:55 í beinni útsendingu á Stöð 2 mætast Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson í sögulegum kappræðum í Hörpu. Á forsetinn að vera sameiningartákn þjóðarinnar eða taka afstöðu í einstökum deilumálum? Áhorfendur geta tekið virkan þátt í umræðum. Sendið frambjóðendum spurningar á Facebook/visir.is eða á Twitter: #forseti. ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 #forseti F ÍT O N / S ÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.