Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 2. júní 2012 63
fyrstu tónleikum árvissrar jazzsumartón-
leikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar
við Lækjagötu. Aðgangur er ókeypis.
15.15 Ólöf Arnalds og Benni Hemm
Hemm spila fyrir gesti og gangandi í
Netagerðinni við Mýrargötu 14. Enginn
aðgangseyrir.
21.30 Svavar Knútur heldur sweetness
tónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir
kr. 1.500. Afsláttur fyrir námsmenn,
atvinnulausa, öryrkja og eldri borgara.
22.00 Hljómsveitin Króm spilar fyrir
dansi á Suðureyri.
22.00 Beggi Smári og hljómsveitin
hans Mood spila á Græna Hattinum,
Akureyri. Miðaverð er kr. 1.500.
23.00 Magnús Einarsson og félagar
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Hljómsveitin Spútnik spilar á
sjómannadagsballi í íþróttahúsinu á
Sauðárkrók.
23.00 Hljómsveitin Gildran leikur fyrir
dansi í Hvítahúsinu. 20 ára aldurs-
takmark.
23.00 Dalton heldur uppi sjómanna-
stemningu á skemmtistaðnum Spot í
Kópavogi.
23.00 Gullkistan leikur fyrir dansi á
Sumarfagnaði Kringlukráarinnar. Konur
fá frítt inn fyrir miðnætti og fordrykk þar
að auki.
Sunnudagur 03. júní 2012
➜ Tónleikar
13.00 Lokatónleikar Kvartetts
Kammersveitar Reykjavíkur í röðinni
Meistaraverk Jóns Leifs verða í sal
Kaldalóns í Hörpu.
20.00 Kammerhópurinn Camerarctica
og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona
halda tónleika undir yfirskriftinni Léttir
og klassískir vortónar í Hafnarborg,
Hafnarfirði. Miðaverð er kr. 2.000 en
kr. 1.000 fyrir nemendur, eldri borgara
og öryrkja og ókeypis fyrir börn.
➜ Sýningar
11.00 Á sýningunni FRÍMERKI
2012 á Holtavegi 28 eru sýndir
sjaldgæfir munir á vegum Landssam-
bands íslenskra frímerkjasafnara. Sér-
stakt pósthús opið fyrir sýningargesti.
Sænski sérfræðingurinn Bengt Bengts-
son heldur fyrirlestur klukkan 14.00.
➜ Hátíðir
08.30 Hátíð hafsins verður haldin
á Grandanum í Reykjavík. Um er
að ræða fjölskylduhátíð sem leggur
áherslu á fróðleik um hafið og matar-
menningu hafsins í bland við góða
skemmtun. Færeyingar heimsækja
hátíðina. Nánari dagskrá og upp-
lýsingar má finna á http://www.
hatidhafsins.is/.
10.00 Sjómanna- og fjölskylduhátíðin
Sjóarinn síkáti verður haldin hátíðleg í
Grindavík alla helgina. Nánari dagskrá
má sjá á www.sjoarinnsikati.is.
10.00 Bjartir dagar verða haldnir í
Hafnarfirði um helgina. Vegleg og fjöl-
breytt dagskrá í boði fyrir alla. Nánari
dagskrá og upplýsingar má finna á
www.hafnarfjordur.is.
11.30 Listahátíðin í Reykjavík stendur
nú yfir. Nánari upplýsingar á www.
listahatid.is.
13.00 Grímseyjardagar verða haldnir
í eyjunni um helgina. Fjölbreytt dag-
skrá í boði sem byggist á grímseyskum
hefðum. Nánari dagskrá má sjá á
www.grimsey.is.
➜ Upplestur
13.00 Helga Jóhanna, höfundur
Nonnasagnanna, verður með sögu-
stund fyrir leikskólabörn í Skemmti-
garðinum Smáralind. Allir velkomnir.
Seinni upplestrar verða klukkan 13.30
og 14.00.
➜ Opið Hús
14.00 Opið hús verður í Höfða í
tengslum við sýningarverkefni Nomeda
og Gediminas Urbonas sem er liður í
samstarfsverkefninu Sjálfstætt fólk á
dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
➜ Leiðsögn
14.00 Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri
þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn
Íslands leiðir gesti um sýninguna Björg-
unarafrekið við Látrabjarg í safninu.
Aðgangur er ókeypis.
14.00 Halldór B. Runólfsson, safnstjóri
Listasafns Íslands verður með leiðsögn
um sýningarnar Hættumörk, Ölvuð af
Íslandi og Dáleidd af Íslandi.
15.00 Sýningarstjórinn og listheim-
spekingurinn Ólafur Gíslason leiðir gesti
um sýninguna Gálgaklettur og órar
sjónskynsins á Kjarvalsstöðum.
➜ Uppákomur
13.00 Íbúar við Borgarstíg bjóða öllum
á flóamarkað og götuhátíð í Borgar-
stígnum sem liggur milli Seljavegs,
Framnesvegs og Holtsgötu í gamla
Vesturbænum, einnig þekktur sem
Millistígur. Skemmtileg dagskrá í boði til
klukkan 18.00.
14.00 Kaffisala verður haldin í sumar-
búðum KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Veit-
ingar á vægu verði og allir velkomnir.
➜ Dansleikir
20.00 Félag eldri borgara í Reykjavík
heldur dansleik í félagsheimili sínu að
Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík
leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir er
kr. 1.500 en kr. 1.300 fyrir félagsmenn
FEB.
➜ Tónlist
14.30 Slegið verður upp harmonikudans-
leik í Draugahúsinu á Stokkseyri. Gestum
býðst að syngja og dansa með. Miðaverð
er kr. 1.200 en frítt fyrir 16 ára og yngri.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur tónlist
af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
16.00 Djasstríó Sunnu Gunnlaugs spilar
á stofutónleikum á Gljúfrasteini. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
21.00 Valdimar heldur stórtónleika
í íþróttahúsinu í Grindavík til styrktar
björgunarsveitinni Þorbjarnar í Grindavík.
Miðaverð er kr. 3.500.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?