Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 8
2. júní 2012 LAUGARDAGUR8 SKÁK Stærsta einkasafn lands- ins af munum tengdum heims- meistaraeinvígi Bobby Fischer og Boris Spasskí í Reykjavík 1972 verður til sýnis á sýningu Lands- sambands íslenskra frímerkja- safnara um helgina. Sýningin var opnuð í gær, í sal KFUM og K á Holtavegi, og verður opin í dag og á morgun. Um er að ræða afar sérstaka muni sem koma úr söfnum Sig- urðar R. Péturssonar og Rík- harðs Sveinssonar, auk þess sem sýnt verður safn í eigu Banda- ríkjamanns. Þá hefur Skáksam- band Íslands einnig lánað muni á sýninguna. Meðal þess sem þar má sjá eru veggspjöld, myndir og margt fleira, áritað af Spasskí og Fischer meðal annarra. - þj Sérstakt safn til sýnis: Einstakir mun- ir úr „Einvígi aldarinnar“ SPASSKÍ OG FISCHER Munir sem tengjast heimsmeistaraeinvíginu árið 1972 verða til sýnis í húsi KFUM og K um helgina. VIÐSKIPTI Þórir N. Kjartansson fráfarandi framkvæmdastjóri Víkurprjóns er undrandi á því að íslensk ull sé send til útlanda til framleiðslu á lopapeysum. „Það er ekki vöntun á handprjónuðum lopapeysum á Íslandi,“ segir Þórir. Þórir telur að gróðavon og græðgi stjórni því að menn flytji ullina til útlanda til fram- leiðslu: „Þetta er eingöngu gert af því að menn sjá þarna tækifæri til að bjarga einhverjum þúsundköllum.“ Hann segir að erfitt hafi verið að anna eft- irspurn fyrir hrun, en nú sé ástandið gjör- breytt. Nóg sé til af prjónuðum peysum. Þórir segir að vandamálið sé frekar skort- ur á hráefni, þar sem ullarframleiðandinn Ístex hafi vart undan að framleiða band handa innlendum framleiðendum. „Okkur finnst það þess vegna skjóta svo- lítið skökku við að á sama tíma og okkur gengur illa að fá íslensku ullina í okkar framleiðslu skuli ullin vera send út til Kína í stórum stíl. Íslenska ullin er ekki til í óþrjót- andi magni,“ segir Þórir. - ktg Þórir N. Kjartansson hjá Víkurprjóni segir skorta ull til framleiðslu innanlands: Undrandi á að ullin sé send út til Kína ÞÓRIR N. KJARTANSSON Finnst undarlegt að íslensk ull sé send til útlanda þegar illa gengur að fá nóg magn af henni til framleiðslu innanlands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands komst 22. maí síðastliðinn að þeirri niðurstöðu að Arion banka hefði verið heimilt að end- urreikna gengislán aftur í tímann samkvæmt vöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að fullnaðarkvittanir hafi legið fyrir vegna afborgana. Lánið sem um ræðir var veitt til Borgarbyggðar en niður- staða dómsins bendir til þess að fordæmisgildi gengislána- dóms Hæstaréttar frá 15. febrú- ar kunni að vera lítið. Til skoð- unar er hvort áfrýja á málinu til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Borg- arbyggð tók gengislán hjá Spari- sjóði Mýrasýslu í árslok 2006 en síðar tók Arion banki yfir skuld- bindingar sparisjóðsins. Í kjölfar dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengislána var lán Borgarbyggð- ar endurreiknað aftur í tímann eins og hagstæðustu vextir Seðla- bankans hefðu gilt um það í stað samningsvaxta. Í málinu krafð- ist Borgarbyggð þess hins vegar að samningsvextir yrðu látnir gilda þar sem afborganir sveit- arfélagsins hefðu talist fullnað- argreiðslur. Sem kunnugt er komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu í dómi frá 15. febrúar að Frjálsa fjárfestingarbankanum hefði í ákveðnu máli verið óheimilt að krefjast hærri vaxtagreiðslna en sem nam samningsvöxtum af gengislánum aftur í tímann þar sem fullnaðarkvittun vegna afborgana hefði legið fyrir. Dómur Hæstaréttar féll í máli einstaklinga gegn fjármálastofn- un og við nokkuð sértæka mála- vexti. Þá fólst í honum undan- tekning frá þeirri meginreglu kröfuréttar að kröfuhafi, sem fengið hefur minna greitt en hann átti rétt til, eigi kröfu á hendur skuldara um það sem er van- greitt. Síðan dómurinn féll hefur því verið nokkur óvissa um fordæm- isgildi hans og þá ekki síst með tilliti til lána fyrirtækja og opin- berra aðila. Dómur Héraðsdóms Vestur- lands varpar enn frekari vafa á fordæmisgildi dóms Hæstaréttar en þar sem málið hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti er óvar- færið að draga of margar álykt- anir af honum. Mál Borgarbyggð- ar gegn Arion banka er það fyrsta þar sem reynt er á fordæmisgildi dómsins. Sérstaka athygli vekur að í nið- urstöðu dóms Héraðsdóms Vest- urlands er minnst á að líta verði til þess að stefnandi sé opinber aðili og því þyki ekki sá aðstöðu- munur vera á milli aðila að efni séu til þess að bankinn beri einn áhættuna af ólögmæti gengislán- anna. Að sögn Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, er til skoðunar hjá sveitarfélaginu að áfrýja dómnum til Hæstarétt- ar en ekkert hefur verið ákveðið. magnusl@frettabladid.is Vafi á fordæmisgildi gengis- lánadóms Hæstaréttar eykst Dómur héraðsdóms eykur óvissu um fordæmisgildi gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar. Lánastofn- anir hafa þegar afskrifað tugi milljarða vegna dómsins og gætu þurft að afskrifa tugum milljarða meira. HÆSTIRÉTTUR Dómur Héraðsdóms Vesturlands frá því 22. maí eykur vafa á for- dæmisgildi gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar. Málið kann þó að koma til kasta Hæstaréttar síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í apríl gaf Fjármálaeftirlitið út minnisblað um möguleg áhrif gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar. Þar kom fram að lánastofnanir landsins hefðu þegar afskrifað ríflega 70 milljarða króna úr efnahagsreikningum sínum vegna dómsins og þá væri þess vænst að 15 milljarðar til viðbótar yrðu brátt afskrifaðir. Þá kom einnig fram í minnisblaðinu að yrði dómurinn fordæmis- gefandi fyrir öll lán sem mögulega fela og fólu í sér ólöglega gengistrygg- ingu myndi hann valda lánastofnunum landsins alls um 165 milljarða króna höggi. Tugir milljarða undir Varmárskóli 50 ára Mikil hátíðarhöld verða við Varmár- skóla í dag, laugardag vegna fimmtíu ára afmælis skólans. Dagskrá verður í gangi frá klukkan ellefu um morgun- inn til klukkan sjö um kvöldið. MOSFELLSBÆR 1. Hver vann Íslandsmeistaratitil- inn í skák? 2. Verður Ísland með boðsundsveit á ÓL? 3. Hvaða íslenska flugfélag hefur nýlega sent sína fyrstu vél í loftið? SVÖR 1. Þröstur Þórhallsson 2. Já 3. Wow Air 23% FLEIRI GESTIR FISKMARKAÐURINN 2012 2011 JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Fiskmarkaðurinn er dæmi um fyrirtæki sem náði góðum árangri árið 2011. Gestum veitingahússins fjölgaði um 23% milli ára. Arion banki fagnar þessum góða árangri. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.