Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 96
2. júní 2012 LAUGARDAGUR60 60 menning@frettabladid.is Samsýningin Rætur opnar í Listagilinu á Akureyri í dag. „Við eigum öll rætur okkar að rekja til Akureyrar og tengjumst heimabænum sterkum böndum,“ segir G. Viktoría J. H. Blöndal, ein fjórtán listamanna sem eiga verk á samsýningunni Rætur 65°41‘N 18°06‘W sem opnar í Ketilhúsinu í Listagili í dag. Yfirskriftin vísar í uppruna ungu listamannanna sem hafa numið list í Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlistaskólanum á Akureyri. Listamennirnir sem sýna eru Auður Ómarsdóttir, Ari Mar- teinsson, Arnar Ómarsson, Georg Óskar Giannakoudakis, Guð- rún Þórsdóttir, G. Viktoría J. H. Blöndal, Hekla Björt Helgadóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Máni Sigurðs- son, Rakel Sölvadóttir, Sara Björg Bjarnadóttir, Vala Höskuldsdóttir og Victor Ocares. „Sýningin verður opnuð klukk- an 15 og stendur til 21 um kvöld- ið. Yfir opnunina verða eldhressir tónleikar með nokkrum akur- eyrskum böndum og gjörningur, sem mun flæða um rýmið.“ Allir eru velkomnir á opnunina og á sýninguna, sem mun standa fram til 1. júlí. hallfridur@frettabladid.is AKUREYRSK OG UPPRENNANDI RÆTUR Listamennirnir sem standa að samsýningunni Rótum eru allir frá Akureyri. Tónlist ★★★★★ Ljóðatónleikar Cristoph Prégardien söng, Ulrick Eisenlohr lék á píanó Norðurljós í Hörpu, Listahátíð í Reykjavík 27. maí Dásamlegur söngur Sagt er að Heilagur andi hafi yfirskyggt postulana á hvítasunnudag. Ég er ekki frá því að hann hafi líka verið að verki á tónleikunum í Hörpu á hvítasunnudag fyrir nokkrum dögum. Það var nefnilega enginn venjulegur söngvari sem söng þar. Þetta var Christoph Prégardien, einn fremsti ljóða- og óratóríusöngvari heims. Söng hans er að finna á geislaplötum frá helstu útgáfufyrirtækjunum. Svo kemur hann reglulega fram með heimsins bestu hljómsveitum. Þar fyrir utan er hann virtur kennari. Það var einmitt haldið með honum námskeið fyrir söngvara í tengslum við tónleika hans hér á landi. Strax á fyrstu tónunum var ljóst að þetta yrði skemmtileg stund. Prégardien hefur magnaða rödd. Tónar á háa og lága tónsviðinu voru jafnskýrir; allt tón- sviðið var í einstöku jafnvægi. Svo var sviðsframkoman skemmtilega blátt áfram og laus við tilgerð. Auðséð var að söngvarinn elskaði að standa í sviðsljósinu. Níu sönglög eftir Schubert við ljóð eftir Ernst Schulze voru á dagskránni fyrir hlé. Þetta eru fremur sjaldheyrð lög miðað við margt annað eftir tónskáldið. Sem er skrýtið, því þau eru hvert öðru fallegra. Og Prégardien söng þau dásam- lega. Túlkunin var full af skáldskap, innileg og kraftmikil, laglínurnar unaðslega mótaðar. Það var eitthvað skemmtilega karlmannlegt við þau, eitthvað lifandi og ævintýralegt sem erfitt er að skilgreina. Tónlist Schuberts er full af andagift, en túlkandi hennar þarf líka að vera inn- blásinn. Óhætt er að fullyrða að Prégardien hafi verið það á tónleikunum. Hinn svokallaði Söngvasveigur, Liederkreis eftir Schumann var á dagskránni eftir hlé. Sú tónlist er nokkuð innhverfari en lög Schuberts, en Prégardien gerði þeim alveg jafn vel skil. Þessi rómantíska óvissa, en samt ákefð, sem einkennir tónskáldið, skilaði sér fullkomlega í vandaðri túlkuninni. Með Prégardien lék Ulrick Eisenlohr á píanó. Hann gerði það með glæsibrag, leikurinn var skýr og öruggur, óheftur og þróttmikill. Í svona tónlist er píanó- leikarinn enginn undirleikari. Þvert á móti er hann meðleikari, jafnvel mótleikari. Rödd píanósins er leikmyndin, lýsingin og stemningin; andrúmsloftið sem gefur söngnum mikið af merkingu sinni. Píanóleikur Eisenlohrs gerði þetta allt. Það var einfaldlega ekki hægt að hugsa sér betri meðleik. Jónas Sen Niðurstaða: Einhverjir bestu ljóðatónleikar sem hér hafa verið haldnir. DJASSTRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS spilar ljúfa tóna á fyrstu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 1.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.