Fréttablaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGSumar á Norðurlandi LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is s: 512 5411| Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Það kom að því, við erum orðin miðaldra,“ segir Haraldur Þór Egilsson,
safnstjóri Minjasafnsins á Akur-
eyri, hlæjandi þegar blaðamað-
ur slær á þráðinn til hans, en um
helgina verður haldið upp á 50
ára afmæli safnsins. Hann vill þó
ekki kalla safnið stofnun, þó það
sé komið á svo virðulegan aldur.
„Nei, alls ekki. Við erum miklu
frekar hluti af fjölskyldunni í
samfélaginu hér á Akureyri.
Þess vegna bjóðum við í garð-
partý og afmæliskökur eins og í
alvöru fimmtugsafmæli,“ bætir
hann við.
Andi sjöunda áratugarins mun
svífa yfir vötnum alla helgina en
afmælishátíðin stendur milli
klukkan 14 og 16 í dag og á morg-
un. Starfsfólk klæðir sig upp á
eftir tísku ársins 1962 og sleg-
ið verður upp balli í garðinum
við undirleik Danshljómsveitar
Snorra Guðvarðar. Dansf lokk-
urinn Vefararnir mun tjútta með
gestum og allar veitingar verða í
anda Akureyrar sjöunda áratug-
arins.
„Við létum sérstaklega fram-
leiða fyrir okkur Valash, app-
elsínudrykk sem var framleidd-
ur hér í bænum á árum áður.
Þá verður auðvitað Conga- og
Bragakaffi á boðstólum auk þess
sem hið aldargamla Kristjáns-
bakarí sér um kaffibrauðið. Á
sunnudeginum verðum við með
fjölskylduhátíð, kökuhlaðborð
og blöðrur. Matthias Jochum-
son vildi ekki missa af þessu, þó
hann sé löngu farinn yfir móð-
una miklu, og verður hér á rabbi
við gesti,“ segir Haraldur.
Ti l að f u l l kom na „nost-
algíuna“ verður einnig opnuð
ljósmyndasýning með 300 ljós-
myndum af bæjarlífinu á Akur-
eyri á tímabilinu 1862 til 2012.
Haraldur vonast til að sjá sem
flesta um helgina.
„Þetta verður skemmtileg
garðveisla og ég hvet fólk til að
kíkja til okkar ef það vill fanga
Akureyri.”
Garðpartý og Valash
Haldið verður upp á 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri um helgina. Andi
sjöunda áratugarins mun svífa yfir vötnum og boðið verður upp á Valash.
Skemmtilegt augnablik í miðbæ
Akureyrar frá sjöunda áratugnum.
MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI
Minjasafnið á Akureyri á yfir þrjár milljónir
ljósmynda. Í dag verður opnuð sýning
á 300 myndum sem sýna bæjarlífið á
tímabilinu 1862 til 2012.
MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI
Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, slær upp afmælisveislu í anda
sjöunda áratugarins ásamt starfsfólki. Minjasafnið er hálfrar aldar gamalt. MYND/HEIDA.IS
Byggðasafnið á Dalvík er í Hvoli við Karlsrauðatorg og
er fræðandi og skemmtilegt safn. „Það er góð dagsferð
frá til dæmis Akureyri að skella sér til Dalvíkur með
hópa til að skoða safnið, fara í hvalaskoðun og sund
eða bara að ganga um lítið fiskiþorp á norðurhjara ver-
aldar. Þetta er hefðbundið minjasafn sem vinnur sam-
kvæmt safnalögum í hvívetna,“ segir Íris Ólöf Sigur-
jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins.
„Sumardagskrá safnsins er að fara af stað og er hún
mjög girnileg. Hún samanstendur af fræðilegum er-
indum og tónlist. Sem dæmi má nefna að þann 23. júní
mun Kristján E. Hjartarson segja sögu gamalla húsa á
Dalvík og þann 5. ágúst flytur tríóið Tvær á palli með
einum kalli tónlist úr ýmsum áttum auk fjölda annarra
skemmtilegra uppákoma í allt sumar.“
Auk þess að vera hefðbundið minjasafn er nátt-
úrugripasafn á Hvoli. Í fuglaherbergi safnsins eru yfir
hundrað tegundir uppstoppaðra fugla. Einnig eiga
tveir þjóðþekktir Svarfdælingar sínar stofur á safn-
inu. „Í ljósi þess að forsetakosningar eru að bresta á er
skemmtilegt að nefna að hér er stofa sem tileinkuð er
Kristjáni Eldjárn, fyrrverandi forseta. Hér á einnig Jó-
hann Svarfdælingur, sem eitt sinn var hæsti maður
heims, sína stofu. Allir eru hjartanlega velkomnir á
þetta fallega safn, sem hefur verið kölluð perla norð-
ursins,“ segir Íris Ólöf.
Nánari upplýsingar um safnið má finna á heimasíðu
þess, Dalvikurbyggð.is/byggdasafn.
Perla Norðursins
Byggðasafnið Hvoll er bæði hefðbundið minjasafn og náttúrugripasafn. Þar er
einnig stofa tileinkuð Kristjáni Eldjárn, fyrrverandi forseta.
Jóhann Svarfdælingur er annar tveggja þjóðþekktra einstaklinga
sem eiga stofur tileinkaðar sér á Byggðasafninu á Dalvík.
FEGURSTA FLJÓÐIÐ NORÐAN HEIÐA
Akureyrska menntaskólamærin Valdís Lilja Valgeirsdóttir var krýnd
Ungfrú Norðurland í Sjallanum um nýliðna hvítasunnuhelgi.
Hvernig tilfinning er að vera fegurst norðlenskra kvenna?
Þótt það sé hinn mesti heiður myndi ég aldrei telja mig þá fegurstu á
Norðurlandi. Hér fyrir norðan eru margar gullfallegar stelpur og ég vildi
að það hefði verið hægt að setja allar stelpurnar í fyrsta sæti.
Hvers vegna telurðu að þú hafir staðið uppi sem sigurvegari?
Ég hafði gaman af ferlinu, var jákvæð og dugleg að mæta á æfingar.
Naut þess að vera í skemmtilegum félagsskap og vonandi hafði það eitt-
hvað að segja um hvernig persónuleiki ég er en ekki eingöngu útlitið.
Hvað lærðir þú um sjálfa þig í fegurðarsamkeppninni?
Að ég get verið skipulögð þegar á reynir. Samhliða æfingum var ég í
próflestri og fór í fyrsta prófið í MA daginn sem keppnin var. Ég tel að
undirbúningurinn hafi hjálpað mér mjög mikið við að efla framkomu
mína og tjáningu og að koma fram fyrir stóran hóp af fólki.
Hvernig geturðu látið titilinn verða öðrum til góðs?
Nú þegar höfum við stelpurnar sem tókum þátt í Ungfrú Norðurland
látið gott af okkur leiða. Við ræddum saman um hvað við vildum gera
til að kynnast betur og ákváðum að safna peningum til styrktar góðu
málefni. Fyrir valinu varð Aflið, samtök gegn kynferðis-og heimilisofbeldi,
en við bökuðum bollakökur og seldum við góðar undirtektir í Hlíðarfjalli
á uppstigningardag.
Hversu mikilvægt er að líta vel út?
Það er ekki aðalmálið að vera í flottustu fötunum og mikið málaður. Ég
legg meiri áherslu á að mér líði vel líkamlega og er dugleg að hreyfa
mig. Það hefur áhrif andlega. Þegar þetta tvennt fer saman líður manni
vel og þá lítur maður vel út.
Hvað líkar þér best við að búa á Akureyri?
Mér finnst þægilegt hvað er stutt á milli staða og hér hefur maður allt til
alls. Stutt er í náttúruna og alls kyns afþreyingu. Bærinn hefur vinalegt
yfirbragð, er mjög hlýlegur og flestir finna hvað samfélagið er stresslaust.
Hvert færir þú með gestkomandi jafnaldra þína til að upplifa sem best töfra
og sjarma Akureyrar?
Í Kjarnaskóg sem er skemmtilegur útivistarstaður rétt fyrir utan Akureyri.
Hvert er best geymda leyndarmálið á Akureyri?
Brynjuísinn, en uppskriftin er einmitt leyndarmál.
Hvert stefnirðu í lífinu?
Ég ætla að klára stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Síðan
langar mig að sjá heiminn og fara í nám tengt einhvers konar hönnun.
Hvert er mikilvægasta verkefni ungs fólks á Íslandi í dag?
Að láta sér líða vel og nýta þau tækifæri sem gefast til menntunar eða
vinnu.
Ertu sátt við þjóðmálin sem snúa að ungu fólki?
Ég hef ekki svo mikið spáð í þau en ungt fólk hefur margs konar mögu-
leika til að tjá sig og segja skoðun sína á þjóðmálunum, og er að ég held
duglegra að láta í sér heyra nú en áður var.
Hvað einkennir íslenskar ungar konur í dag?
Þetta eru algerar kjarnakonur.
Að hverju leitarðu í fari vina?
Heiðarleika, gleði, trausti og að þeir vilji koma fram við mig eins og þeir
vilja að ég komi fram við þá.
Hvað er ást í þínum huga?
Ást byggist á kærleika, trausti og heiðarleika. Að geta verið maður sjálfur
í návist manneskju, skemmt sér og notið lífsins. Þá myndast sérstök
tengsl sem er einfaldlega ekki hægt að útskýra; rétt eins og við kærast-
inn minn höfum.
Ef þú gætir komið einum skilaboðum á framfæri við heiminn, hver væru þau?
Að fólk sé samkvæmt sjálfu sér, heiðarlegt í samskiptum og reyni ekki að
vera annað en það er. Komi fram við náungann eins og það vill að aðrir
komi fram við það.
Valdís Lilja Valgeirsdóttir í sólgulri brekku fífla í hjarta Akureyrar.