Fréttablaðið - 07.06.2012, Side 4
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 06.06.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,0673
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,85 129,47
199,51 200,47
161,03 161,93
21,665 21,791
21,152 21,276
17,871 17,975
1,6261 1,6357
194,90 196,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
SAMGÖNGUR „Á heildina litið eru
göturnar í verra ástandi en í fyrra,“
segir Bjarni Stefánsson, deildar-
stjóri viðhalds og þjónustu hjá
Vegagerðinni. „Fjármagnið er hins
vegar ekki nægjanlegt til að gera
það sem þarf að gera.“ Hann segir
fjár magnið sem eyrnamerkt hafi
verið endurbótum á vegakerfinu
ekki meira en undanfarin ár þrátt
fyrir verra ástand.
„Það má færa rök fyrir því að
þegar yfirborð vega er slitið eins og
nú þá geti það verið mun hættulegra
en best gæti verið,“ segir Einar
Magnús Magnússon, upplýsinga-
fulltrúi Umferðastofu. „Alveg eins
og bílar þurfa að vera í lagi og stan-
dast skoðun þá þurfa vegir að gera
það líka. Við ætlumst til þess að veg-
farendur séu á góðum og öruggum
bílum og við verðum að gera kröfur
um að vegir séu það einnig.“
Einar Magnús segir umferðar-
slys og umferðaróhöpp samanlagt
kosta samfélagið um það bil 30 til 40
milljarða króna á ári. „Ef að örlítið
hlutfall óhappa má rekja til slæms
ástands vega má sjá að það borgar
sig að halda þeim vel við.“
Gert er ráð fyrir að 80.200 fer-
metrar af götum borgarinnar verði
malbikaðir í sumar. Það er Reykja-
víkurborg sem hefur umsjón með
viðhaldi á götum borgarinnar.
Undan tekning er þó gerð á stofn-
æðum í borginni. Vegagerðin hefur
umsjón með þeim enda um þjóðvegi
að ræða.
Vegagerðin eyðir rúmlega 600
milljónum króna á suðvestur-
horninu í endurnýjun vega. Um
er að ræða endurnýjun slitlags á
stofn æðum á höfuðborgar svæðinu,
á Vesturlandsvegi að Hvalfjarðar-
göngum, á Akrafjallsvegi frá
göngum að Akranesbæ og á þjóð-
vegum á Suðurnesjum. Fjármagn-
inu verður einnig varið í endurnýjun
á þjóðvegi eitt frá Ölvisholtsafleggj-
ara að Þjórsárbrú.
Samkvæmt upplýsingum frá
umhverfis- og samgöngusviði
Reykjavíkurborgar er ekki hægt að
tímasetja einstakt verkefni vegna
þess hversu háð veðri og vindum
malbikunin er. Áætluð verklok eru
15. september.
Framkvæmt verður á fjöl mörgum
stöðum í borginni. Í þá rúmlega 80
þúsund fermetra sem malbikaðir
verða á vegum borgarinnar fara um
8.500 tonn af malbiki. Rúmlega 53
þúsund fermetrar af gömlu malbiki
verða fræstir. Fjárveiting borgar-
innar í endurnýjun malbiksslitlaga
er 300 milljónir króna.
Borgin mun þó verja samanlagt
2,3 milljörðum króna í gatnafram-
kvæmdir. Stærsti einstaki liðurinn
er umhverfis- og aðgengismál, sem
rúmar meðal annars göngu- og hjól-
reiðastíga.
birgirh@frettabladid.is
Fjárveitingar duga
ekki fyrir viðhaldi
Bjarni Stefánsson hjá Vegagerðinni segir fjárveitingar í endurnýjun vegakerfis-
ins ekki nægilegar til að sinna brýnum verkefnum. Vegagerðin eyðir rúmlega
600 milljónum í endurnýjun vega. Reykjavíkurborg eyðir 300 milljónum í götur.
NÁTTÚRUFAR Rjúpu fækkar um nær allt land
að því er fram kemur í talningu Náttúru-
fræðistofnunar Íslands í vor.
„Þetta fækkunarskeið hefur varað í tvö
ár á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum og í þrjú ár á Suður-, Suðvestur-
og Vesturlandi,“ segir í tilkynningu
stofnunarinnar.
Séu öll svæði tekin saman nam meðal-
fækkun rjúpna fjórðungi milli áranna 2011
og 2012. Fram kemur að mat á veiðiþoli
rjúpna stofnsins komi til með að liggja fyrir
í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri
rjúpna, afföllum 2011 til 2012 og veiði 2011.
„Miðað við fyrri reynslu mun fækkunin
halda áfram og rjúpnastofninn verða í lág-
marki á árabilinu 2015 til 2018 og næsta
hámark yrði 2020 til 2022.“
Fram kemur að stofninn sveiflist mikið
af náttúru legum orsökum. „Fyrri hluti 20.
aldar einkenndist af mjög háum toppum í
rjúpnahámörkum og var sá síðasti í þeirri
röð árið 1955. Síðustu áratugi hefur hins
vegar gætt langtímaleitni til fækkunar í
stofninum.“
Rjúpnaveiði var bönnuð 2003 til 2005, en
friðun var aflétt þá um haustið í kjölfar
uppsveiflu í stofninum.
„Rjúpnaveiðar frá 2005 hafa verið tak-
markaðar frá því sem var fyrr á árum og
2011 var veiðitíminn aðeins níu dagar.“
- óká
Fækkunarskeið í rjúpnastofni hefur varað í tvö til þrjú ár eftir landshlutum að sögn Náttúrufræðistofnunar:
Rjúpu hefur fækkar um fjórðung milli ára
RJÚPUR Í ágúst verður upplýst hversu mikla veiði
rjúpnastofninn þolir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■
■
Malbikunarframkvæmdir í sumar
MENNTAMÁL Starfsemi Mennta-
skólans Hraðbrautar mun að
öllum líkindum leggjast alfarið
af í sumar. Ástæða þess er að
menntamálaráðuneytið hefur
neitað að framlengja þjónustu-
samning sinn við skólann, í ljósi
óreiðu sem upp kom í rekstri
hans.
Reynt verður að aðstoða
nemendur við að tryggja þeim
áframhaldandi skólavist í öðrum
skólum eins og kostur er. Ólafur
Johnson skólastjóri segir að
sama eigi við um kennara og
aðra starfsmenn Hrað brautar,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu. - sv
Reynt að finna skólapláss:
Hraðbraut að
hætta starfsemi
DANMÖRK Forseti Kína, Hu Jintao,
mun heimsækja Danmörku í
næstu viku. Meðlimir Falun
Gong eru nú þegar byrjaðir að
skipuleggja mótmæli í Kaup-
mannahöfn, nánar tiltekið í Kon-
gens Have. Frá þessu er greint á
vef danska dagblaðsins Politiken.
Hreyfingin heldur því fram að
kínversk stjórnvöld hafi elt uppi
meðlimi Falun Gong og meðal
annars stolið úr þeim líffærum.
„Við viljum segja Hu Jintao frá
þeim líffærastuldi og pyntingum
sem hafa viðgangist í kínversku
samfélagi,“ segir Karin Seeback,
talsmaður Falun Gong á Fjóni,
við Politiken. - ktg
Mótmæli í Kaupmannahöfn:
Falun Gong í
Kongens Have
FALUN GONG Í REYKJAVÍK Hafa einnig
mótmælt á Arnarhóli.
STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson
segir í aðsendri grein til DV að
eftirlit með
dæmdum
mönnum geti
verið nauð-
synlegt eftir
afplánun. Hann
stefnir á að
leggja fram
frumvarp um
málið á haust-
þingi.
Í frumvarps-
drögunum er sérstaklega fjallað
um úrræði sem beita mætti ef
einstaklingur hefur gerst sekur
um alvarlegt kynferðisbrot gegn
börnum og skýrar vísbendingar
lægju fyrir um að afbrotamað-
urinn myndi halda uppteknum
hætti eftir afplánun.
Samkvæmt drögunum myndi
dómstóll kveða á um hvort beita
mætti þessum öryggisúrræðum.
- ktg
Ráðherra vill auka eftirlit:
Vill eftirlit eftir
afplánun
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Nítján ára á ofsahraða
Á fimmta tug ökumanna ók yfir leyfi-
legum hámarkshraða við eftirlit lög-
reglunnar á Suðurnesjum undanfarna
daga. Sá sem hraðast ók var nítján ára
piltur sem mældist á 173 kílómetra
hraða á Grindavíkurvegi. Hann þarf því
að greiða 150 þúsund krónur í sekt og
var sviptur ökuréttindum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
21°
20°
18°
22°
29°
18°
18°
25°
18°
31°
24°
30°
17°
20°
20°
18°
Á MORGUN
Strekkingur með S-
strönd og á annensjum
NV-til annars hægari.
LAUGARDAGUR
Strekkingur allra syðst
annars hægari.
12
11 11
7
913 12
11
7
10
10
11
10
10
13
10
9
9
9
8
6
8
7
7
6
6
6
7
10
8
918
23
BJART
FRAMUNDAN
Það gengur
úrkomusvæði til
vesturs yfi r landið
sunnanvert í dag
en á morgun fer að
létta til á landinu
norðanverðu og
um helgina verður
bjart veður víða um
land. Hitinn mætti
þó vera hærri, sér-
staklega austan-
lands.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður