Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 6
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR6 VÍSINDI Um 1.500 manns komu saman við Perluna í Öskjuhlíð til að fylgjast með þvergöngu Venusar á þriðjudagskvöld. Það var Stjörnuskoðunarfélag Sel- tjarnarness sem stóð fyrir upp- ákomunni og gaf fólki tækifæri á að skoða þvergönguna í sjón aukum eða með myrkvagleraugum. Þá söfnuðust félagsmenn stjörnuskoð- unarfélagsins og aðrir áhugamenn saman á Þingeyri, í Fjallabyggð, á Akureyri, Húsavík og í Vest- mannaeyjum. Fyrir norðan var veður þó ekki hagstætt. Þverganga er þegar reiki- stjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Það er frekar sjald- gæft og Venus gengur fyrir sólina á 105,5 ára eða 121,5 ára fresti. Hún gengur þá tvisvar þvert fyrir sólu á átta árum, samkvæmt upp- lýsingum af Stjörnufræðivefnum. Síðast gekk Venus fyrir sólina svo sæist í Reykjavík árið 2004, en mun færri fylgdust með sjónar- spilinu þá en nú. Reykjavík var eina borgin í heiminum þar sem sólin settist og kom upp aftur á meðan þver- gangan stóð yfir á þriðjudag, í um sex klukkustundir. Hún hófst þegar Venus snerti vinstri rönd sólar klukkan 22.04 á þriðjudags- kvöld og lauk klukkan 4.54 á mið- vikudagsmorgun. Þvergangan sást þó frá rúmum helmingi jarðar, best frá vestan- verðu Kyrrahafi og í austanverðri Asíu og Ástralíu. Þetta var síðasta þverganga Venusar fyrir sólu á þessari öld. Næsta þverganga verður árið 2117 og mun ekki sjást frá Íslandi, en þverganga mun aftur sjást hér á landi árið 2247. thorunn@frettabladid.is Um 1.500 manns fylgdust með þvergöngu Venusar Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með þvergöngu Venusar fyrir sólina á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags. Einstæður viðburður, því næsta þverganga sem sést frá Íslandi verður árið 2247. hópkaup.is HÓPKAUP.IS Í DAG Kappakstur fyrir tvo í Go-Kart höllinni Bíladagar þessu viku á Hópkaup.is Go-kart er skemmtilegur kappakstur fyrir 10 ára og eldri. Upphitun, 7 mín. tímataka og 10 mín. kappakstur. í krafti fjöldans 3.990 kr. 9.000 kr. Verð 56% Afsláttur 5.010 kr. Afsláttur í kr. GILDIR 24 TÍMA SÓLSETUR Sólin sest á bak við Ljósufjöll á Snæfellsnesi. MYND/ANDRI ÓMARSSON BIÐRÖÐ EFTIR SJÓNAUKA Stjörnuskoðunarfélagið var meðal annars með þennan tíu tommu SkyWatcher Dobson-sjónauka og myndaðist löng biðröð. MYND/ANDRI ÓMARSSON FYLGST MEÐ Á ÞINGEYRI Stjörnuáhugafólk var ekki bara í Reykjavík heldur fylgdist þessi hópur fólks á Þingeyri vel með þvergöngu Venusar. MYND/JÓN SIGURÐSSON Ætlar þú að heimsækja Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í sumar? JÁ 34,6% NEI 65,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í veiði í sumar? Segðu þína skoðun á Vísir.is. UMHVERFISMÁL Tvöfalt meira kadmíum en leyfilegt er reyndist vera í áburðinum Garðabláma hjá Húsasmiðjunni. Þetta kom fram við reglubundið eftirlit Matvæla- stofnunar. Niðurstöður efnagreiningar bárust 4. þessa mánaðar, að því er fram kemur á vef MAST. „Húsa- smiðjan hefur tekið áburðinn úr sölu í verslunum sínum í samræmi við kröfur Matvæla stofnunar,“ segir þar jafnframt, en um 50 tonn af þessum áburði voru flutt inn í vor. „Þeir sem keypt hafa þennan áburð geta skilað honum til Húsa- smiðjunnar.“ - óká Garðablámi innkallaður: Kadmíum var yfir mörkum FERÐAÞJÓNUSTA Ríflega 45 þúsund ferðamenn fóru frá Íslandi um Leifsstöð í maímánuði, um átta þúsundum fleiri en í maí 2011 sem þó var metmánuður. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu hefur ferða- mönnum um Leifsstöð fjölgað um 20,7 prósent frá áramótum miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur Hagstofan birt tölur um gistinætur á hótelum landsins í apríl sem reyndust um 120.700 samanborið við 109.300 í apríl 2011. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru gistinætur ríflega 26 prósentum fleiri en í fyrra. - mþl Nýjar hagtölur birtar: Ferðamönnum fjölgar áfram FERÐAMENN Erlendir ferðamenn hafa verið ríflega fimmtungi fleiri það sem af er ári en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NOREGUR Anders Behring Breivik neitaði að svara í dómsal í Ósló í gær, þegar til stóð að spyrja hann um tölvuleikinn World of War- craft, sem hann spilaði í gríð og erg meðan hann var að undirbúa fjöldamorðin síðastliðið sumar. Hann hefur heldur ekki viljað ræða erfiðleika sína í barnæsku. Bæði hann og móðir hans hafa tekið til baka heimild sem þau höfðu veitt geðlækni til að bera vitni fyrir rétti um kynni sín af fjölskyldunni þegar Breivik var fjögurra ára. Geðlæknirinn átti á þeim tíma viðtöl við fjölskyld- una og mælti með því að Anders Breivik yrði fengið annað heim- ili vegna geðrænna vandamála, sem væru byrjuð að þróast með drengnum. Norska dagblaðið Verdens Gang hefur hins vegar birt seinni skýrsluna, sem geðlæknar tóku saman um andlegt ástand Brei- viks í vor, áður en réttarhöldin hófust. Blaðið hafði áður birt fyrri skýrsluna sem gerð var síðast- liðið haust, en niðurstöður þess- ara tveggja skýrslna stangast á. - gb Norska dagblaðið Verdens Gang hefur birt báðar skýrslur geðlækna um Breivik: Vildi ekkert ræða tölvuleikina ANDERS BEHRING BREIVIK Norski fjöldamorðinginn fyrir rétti í Ósló í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á hátíð- inni Sjóaranum síkáta í Grindavík síðustu helgi. Mennirnir eru grun- aðir um stórfelldar líkamsárásir. Í tilkynningu frá Suðurnesja- lögreglunni var annar maðurinn grunaður um að hafa barið mann á sextugsaldri með glerflösku. Í hinu tilvikinu var átján ára piltur stunginn í handlegginn með brotinni flösku. Mennirnir voru báðir fluttir á lögreglustöð eftir atvikin, en þeim var sleppt eftir yfirheyrslu. - sv Grunaðir um alvarlegar árásir: Einn barinn og annar stunginn HEILBRIGÐISMÁL Mikill munur er á fjölda barna í ofþyngd eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum á sextán þúsund börnum á grunnskólaaldri. Þetta kom fram í þætti Ingu Lindar Karlsdóttur, Stóru þjóðinni, á Stöð 2 í gærkvöldi. Þannig voru 33 prósent barna í Fellaskóla yfir kjörþyngd og 30 prósent í Hjallaskóla og Kársnes- skóla í Kópavogi, en þrettán prósent í Fossvogs-, Húsa- og Valhúsaskóla. 26 prósent barna í Hóla- brekku- og Ártúnsskóla voru í yfirþyngd. Inga Lind segir tölurnar frá árinu 2006, en henni þyki ámælisvert að þær hafi ekki verið notaðar og birtar opinberlega, en þær hafi aðeins verið sýndar á einni ráðstefnu. „Mér finnst það vera með ólíkindum, að þetta sé svona mikið leyndarmál, vegna þess að á meðan þetta er ofan í skúffu hjá einhverjum þá er ekkert verið að gera í málinu. Unglingarnir okkar eru sérstakt áhyggju- efni.“ Í tengslum við könnunina var félagsleg staða foreldra einnig skoðuð, að því er fram kom í þætt- inum í gær. „Í hverfunum þar sem tala of þungra og of feitra barna er hæst, er fjöldi háskólamennt- aðra foreldra um 11 til 22 prósent. Í hverfunum þar sem minnstur hluti barnanna glímir við ofþyngd og offitu eru um 30 til 34 prósent foreldr- anna háskólamenntaðir.“ - þeb Tölur um þyngd barna eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu sýna mismun: Þriðjungur of feitur í Fellaskóla FITA 33 prósent barna í Fellaskóla voru í yfirþyngd en þrettán prósent í Fossvogs-, Húsa- og Valhúsaskóla. NORDICPHOTOS/GETTY KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.