Fréttablaðið - 07.06.2012, Qupperneq 10
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR10
Hollusta í hvelli!
Gamli, góði hafragrauturinn í handhægu máli sem auðvelt
er að grípa með sér hvert sem er. Þú bætir við heitu vatni
og hann er tilbúinn á tveimur mínútum.
1
HRISTA
2
HELLA
3
HRÆRA
4
HINKRA
5
HRÆRA
2
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
2
3
2
3
Birgir Gilbertsson
járnkarl veitir ráðgjöf
Miðnætur-
opnun í
Smáralind
í dag
20%
afsláttur
EVRÓPUMÁL „Við ætlum að rjúfa
tengslin á milli bankakreppu
og ríkisfjárlaga,“ sagði Michael
Barnier, sem fer með innri
markaðs mál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins. „Við viljum
ekki að skattgreiðendur þurfi að
borga brúsann.“
Framkvæmdastjórnin kynnti
í gær hugmyndir sínar um sam-
hæfðar aðgerðir til bjargar
bönkum sem lenda í fjárhags-
vanda. Gert er ráð fyrir að stjórn-
völd fái miklu víðtækari heimildir
til að grípa inn í áður en í óefni
stefnir og taka hreinlega að sér
stjórn banka ef þeim verður ekki
viðbjargandi nema með stuðningi
úr ríkissjóði.
Einnig er gert ráð fyrir að
smærri bankar fái einfaldlega að
fara á hausinn ef fall þeirra stofnar
ekki bankakerfinu í heild í hættu,
en hins vegar verði hlut hafar og
aðrir ótryggðir lánardrottnar
banka að taka á sig hluta tapsins
ef ríkið neyðist til að grípa inn í.
Drög framkvæmdastjórnarinnar
að nýjum reglum verða rædd á
næsta leiðtogafundi Evrópusam-
bandsins, sem haldinn verður í lok
mánaðarins.
Einnig þarf samþykki Evrópu-
þingsins, en jafnvel þótt bæði
þingið og leiðtogaráðið samþykki
þessar hugmyndir er ekki gert
ráð fyrir að nýju reglurnar taki
gildi fyrr en árið 2018.
Þær koma því ekki að gagni
á næstunni við að ráða fram úr
brýnum vanda ríkja á borð við
Spán, þar sem bankakerfið er
sagt vera að riða til falls þessa
dagana.
Spænska stjórnin segir á hyggjur
af bankakerfinu þar í landi þó vera
óþarflega miklar. Að vísu séu þeir
í alvarlegum vanda og fái ekki
lengur lánsfé frá bönkum í öðrum
Evrópulöndum, en Mariano Rajoy,
forsætisráðherra Spánar, hefur
biðlað til leiðtoga Evrópusam-
bandsins um aðstoð og hvetur að
auki til þess að áformum um enn
nánara fjárlagabandalag evru-
ríkjanna verði hraðað.
Búist er við því að á leiðtoga-
fundi ESB eftir hálfan mánuð
verði einnig ræddar hug myndir
um svonefnt bankabandalag,
sem væri partur af enn nánara
fjárlagabandalagi en það sem
leið togarnir samþykktu á fundi
sínum fyrr í vor.
Framkvæmdastjórnin og Seðla-
banki Evrópusambandsins eru
þessa dagana að leggja drög að
slíku bankabandalagi, sem fæli
meðal annars í sér sameiginlegt
fjármálaeftirlit og sameiginlegan
innistæðutryggingasjóð.
gudsteinn@frettabladid.is
Vilja ekki að skattgreiðend-
ur þurfi að borga brúsann
Framkvæmdastjórn ESB kynnti í gær hugmyndir um samhæfðar aðgerðir sínar til bjargar bönkum í
vanda. Taka þó ekki gildi fyrr en 2018. Drög að nýju bankabandalagi lögð fyrir leiðtogafund ESB í lok júlí.
JOSE MANUEL BARROSO OG ANGELA MERKEL Forseti framkvæmdastjórnar ESB og
kanslari Þýskalands hafa haft margt að ræða undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RANNSÓKNIR Íslenska söguþingið verður sett
í kvöld og mun standa fram á sunnudag í
húsakynnum Háskóla Íslands.
Þetta er í fjórða sinn sem íslenska sögu-
þingið er haldið, en síðast var það haldið
árið 2006.
Að því er segir í tilkynningu verða þar
meðal annars kynntar niðurstöður í nýjum
íslenskum rannsóknum í sagnfræði auk
þess sem staða og framtíð íslenskra rann-
sókna verður til umræðu.
Dagskráin er mjög fjölbreytt þar sem
yfir 90 fyrirlestrar verða í boði. Þá hefur
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands boðið
þremur heimsþekktum sagnfræð ingum
til þingsins, þeim Lindu Colley, prófessor
við Princeton-háskóla, David Cannadine,
prófessor við Prince ton-háskóla, og Geoff
Eley, prófessor við háskólann í Michigan í
Bandaríkjunum.
Auk þess munu tveir erlendir fyrir-
lesarar, þær Anne Katherine Isaacs,
prófessor við háskólann í Písa, og Anne
Deighton, prófessor við háskólann í Oxford,
tala á opinni málstofu um Evrópumál, sem
styrkt er af Evrópustofu.
Þingið verður sett kl. 17 í dag, en nánari
upplýsingar um dagskrá og skráningu má
finna inni á heimasíðu Reykjavíkuraka-
demíunnar, Akademia.is. - þj
Fjölbreytt söguþing hefst í Háskóla Íslands í dag:
Sagnfræðirannsóknir í brennidepli
HÁSKÓLI ÍSLANDS Þrír heimsþekktir sagnfræðingar verða
meðal þátttakenda á Söguþingi sem hefst í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Eftirspurn
eftir hreinu vatni árið 2030 verður
40 prósent meiri en framboðið
samkvæmt áætlunum Sameinuðu
þjóðanna. Gríðarlegt magn vatns
fer til spillis á hverjum degi.
Sameinuðu Þjóðirnar efndu til
samkeppni um bestu dagblaða-
auglýsinguna til að vekja athygli á
þessu vandamáli. Friðrik krón prins
Dana afhenti sigurverð launin við
sérstaka athöfn á þriðjudag.
Sigurvegarinn er Ítalinn
Daniele Gaspari með auglýsingu
sem hann kallar „Drop by Drop
– the Future we want“. Hún sýnir
vatnsbyssu beint að barni og
hefur yfirskriftina: „Vatnssóun
drepur framtíðina“. Samkeppnin
er haldin í aðdraganda Rio + 20,
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun.
„Ísland hefur mestu ferskvatns-
birgðir allra Evrópulanda,“ segir
Árni Snævarr upplýsingafulltrúi
hjá Sameinuðu þjóðunum. „Það
má ekki gleyma hversu mikið
vatn hefur farið í að rækta inn-
flutta kornið í brauðið okkar og
kjötið.“
Auglýsing Gaspari mun birtast
í fjölda dagblaða um allan heim.
Fréttablaðið er í þeim hópi ásamt
stórblöðum á borð við Le Monde,
Guardian, Politiken, La Stampa og
El Pais. - bþh
Auglýsingasamkeppni SÞ um yfirvofandi vatnsskort:
Sóun drepur framtíðina
ÁHRIFARÍK Auglýsing Gasparis er áhrifarík og segir meira en þúsund orð um yfir-
vofandi vanda. MYND/DANIELE GASPARI