Fréttablaðið - 07.06.2012, Side 20

Fréttablaðið - 07.06.2012, Side 20
20 7. júní 2012 FIMMTUDAGUR Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gata- sigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endur vigtunin er send til hafnarvogar- innar þar sem fyrst var vigtað. Beri töl- unum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunar- kerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hætt- unni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhags- legan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fisk- seljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endan- lega vigtað af hinu opinbera eða hlut- lausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fisk- markaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangs- mikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnu greinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá? FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR F réttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræði- skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Eitt af því sem athygli vekur er að á farsíma markaðnum, þar sem vöxturinn hefur verið einna hraðastur, hefur ægi- valdi Símans verið hnekkt og markaðshlutdeild fyrirtækisins er komin undir 40%. Vodafone hefur tæplega þriðjung markaðarins, Nova rúmlega fjórðung og aðrir minna. Á markaði fyrir internet- tengingar er hlutdeild Símans nú rétt um helmingur. Í gamla fastlínukerfinu er Síminn áfram með yfir 70% hlutdeild á markaði sem er í hnignun. Í sumum geirum hans, til dæmis millilandasam- tölum, er hlutdeild Símans orðin minni en helmingur. Hér er því að komast á meira jafnvægi á milli keppinauta á fjarskiptamarkaðnum. Það bendir til að þrátt fyrir að gamli einokunarrisinn hafi margoft misstigið sig á línunni milli hins löglega og ólöglega sé samkeppnis- og fjar- skiptalöggjöfin að skila því hlutverki sínu að greiða keppinautunum leið inn á markaðinn og takmarka yfirráð Símans. Á fjarskiptamarkaði er nú blómleg samkeppni og hröð tækni- þróun. Samkvæmt samanburði Alþjóðaefnahagsráðsins eru hvergi hlutfallslega fleiri netnotendur en á Íslandi, aðeins í þremur löndum hærra hlutfall með háhraðanettengingu, flutningsgetan sú næst- mesta í heimi og hvergi fleiri skólar með aðgang að háhraðaneti. Meira að segja verðið kemur vel út úr árlegum samanburði OECD. Þessi staða er í hróplegri andstöðu við þær hrakspár, sem settar voru fram þegar ríkiseinokun var afnumin á fjarskiptamarkaðnum með innleiðingu regluverks ESB og einkavæðing Símans undirbúin. Í blaðagrein árið 2000 kallaði til dæmis Steingrímur J. Sigfússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, einkavæðinguna „óhappa- verk“ og líkti stöðunni sem Síminn yrði í að lokinni einkavæðingu við dönsku einokunarverzlunina; þetta yrði „einkaeinokun“. „Saman- burður við einkavæðingu í fjarskiptageiranum í erlendum stór- borgum og hjá milljónaþjóðum í þéttbýlum löndum á hér ekki við og er óraunhæfur,“ sagði Steingrímur og taldi líklegustu afleiðinguna af einkavæðingu Símans þá að „frekari uppbygging grunnnetsins út um landið stöðvist með öllu“ og landsbyggðin yrði látin mæta afgangi. Þessar hrakspár hafa ekki rætzt. Símafyrirtækin hafa séð sér hag í uppbyggingu grunnnetsins; Síminn tilkynnti til dæmis nýlega um áform um að tengja 75% heimila landsins við svokallað ljósnet innan tveggja ára. Farsímafyrirtækin hafa farið langt fram úr kröfum rekstrarleyfis síns um uppbyggingu þriðju kynslóðar þjónustu úti um landið, meðal annars hefur Síminn byggt upp langdrægt 3G-net sem þjónar langstærstum hluta landsins og miðanna. Þar sem fyrir- tækin hafa ekki talið hagkvæmt að setja upp senda eða bjóða upp á háhraðanettengingar hefur Fjarskiptasjóður komið til skjalanna, meðal annars með þeim árangri að nú hefur allur þorri íbúa í dreif- býli aðgang að háhraðatengingum. Það sem Steingrímur J. kallaði „ofstæki“ og „trúaratriði einkavæð- ingarpostula“ fyrir tólf árum virðist hafa borið furðugóðan árangur. Fjarskiptamarkaðurinn leitar jafnvægis: Hrakspárnar sem ekki rættust Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Vafasöm vigtun sjávarafla Sjávar útvegsmál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 50% afsláttur AF ÚTILJÓSUM Í KOPAR OG GYLLTU OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9 -18 Laugard. kl. 10 -16 Sunnud. kl. 12-16 5.995 2.997 6.995 3.497 3.995 1.997 4.995 2.497 Gróðurinn gæsaður Í frétt á RÚV í gær sagði frá hrak- förum bónda nokkurs sem kvartaði sáran undan ágangi heiðargæsa á gróður. Hann sagði sérkennilegt að strangar reglur giltu um sauðfé en ekkert væri horft til ágangs gæsanna. Þetta er rétt ályktað. Hvað vilja þessir villtu dýrastofnar upp á dekk og graðga í sig grasi á meðan bú fénaður, sem aldrei hefur gert neitt á hlut gróðurs á landinu, liggur óbættur hjá garði? Aðför og ábyrgð Áríðandi tilkynning barst frá Menntaskólanum Hraðbraut í gær. Þar sagði að rekstri skólans hefði verið hætt og sú ákvörðun að gera ekki annan þjónustusamning við skólann tengd „aðför stjórnvalda að einkarekstri“. Forsvarsmenn skólans gangast við því að Ríkisendur- skoðun hafi í úttekt sinni gagnrýnt „tiltekna þætti“ í rekstri skólans. Því skal til haga haldið að þessir „til- teknu þættir“ voru meðal annars að eigendur skólans hefðu greitt sér arð „umfram fjárhagslegt bolmagn“ og lánað 50 milljónir króna út úr rekstrinum til aðila tengdra eigendum og þar hafi verið um „óeðlilegar“ lánveit- ingar að ræða. Allur er varinn góður Ásmundur Einar Daðason hefur varpað fram áleitinni spurningu til utanríkisráðherra. Hann spyr um skrif- lega staðfestingu á að ESB fari ekki fram á endurgreiðslu IPA-styrkja hafni Ísland aðild. Rétt er að hafa vaðið fyrir neðan sig og óþarft að trúa öllu sem fulltrúar ESB hafa sagt í samskiptum við Íslendinga. Að vísu segir ekkert um kvaðir um inngöngu í rammasamningi um IPA-aðstoðina. Samt er ekki úti- lokað að í heilagri gremju yfir synjun muni ESB valta yfir landið til að sækja hverja evru af þeim 0,24% af heildar- fjárveitingu IPA 2007-2013 sem Ísland gæti fengið. Þetta hljómar eins og innheimtuverkefni fyrir ESB-herinn. thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.