Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 22
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR
Framkvæmdastjóri Íbúðalána-sjóðs hefur bæði í viðtali við
vefritið Smuguna 1. júní og Frétta-
blaðið 4. júní rangtúlkað stöðu
á íbúðalánamarkaði með þeim
hætti að ekki er hægt að láta því
ósvarað.
Á Smugunni er eftir honum haft
að bankar „lokki fólk í gildru“ með
lágum breytilegum vöxtum og að
lánveitingar með óverð tryggðum
vöxtum og stuttri bindingu séu
óábyrgar og til þess fallnar að
koma viðskiptavinum í vand-
ræði. Bestu viðskiptavinirnir séu
„pikkaðir“ í viðskipti með skuld-
bindingu til langs tíma og að því
er virðist á þeim forsendum að
viðskiptavinirnir viti sjálfir ekki
hvað þeir séu að gera, um leið og
hann gengur út frá hækkun vaxta
til framtíðar. Hann er, með öðrum
orðum, að saka aðra á íbúðalána-
markaði um að beita blekkingum.
Í Fréttablaðinu kveður við
svipaðan tón, lántakendur eru
varaðir við óverðtryggðum lánum
og þeir sagðir grandalausir um
áhrif þeirra. Þar er gagnrýnin
klædd í umbúðir sem sýna eiga
sérstaka umhyggju Íbúðalánasjóðs
í garð neytenda.
Við þetta er margt að athuga.
1. Fastir vextir óverðtryggðra
íbúða lána hjá bönkum eru
bundnir til þriggja eða fimm
ára og liggur það þ.a.l. fyrir
hvernig greiðslubyrði lánanna
verður í þann tíma. Að bindi-
tíma vaxtanna loknum, getur
viðskiptavinurinn sjálfur ákveð-
ið framhaldið. Hann getur valið
að binda lánið áfram til sama
tíma á föstum óverðtryggðum
vöxtum, breytt tíma bindingar-
innar telji hann það betra, eða þá
ákveðið að skipta í verðtryggt
lán. Slíkar breytingar kosta
hann ekkert. Áhætta viðskipta-
vina er þannig fyrirsjáanleg að
því marki sem hún hreinlega
getur verið það.
2. Óverðtryggðir vextir endur-
spegla verðbólgu í landinu.
Megin reglan er því sú að þeir
hækka þegar verðbólga hækkar
og öfugt. Þetta er öllum ljóst og
enginn heldur öðru fram. Neyt-
endur eiga þess nú kost með þess-
um nýju íbúðalánum að bregðast
við því þegar bindingunni lýkur,
öfugt við það sem forsvarsmaður
Íbúðalánasjóðs virðist telja.
3. Það vekur einnig undrun
hvernig framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs getur talað
fyrir hag neytenda þegar hann
býður sjálfur eingöngu verð-
tryggð lán með mun hærri
vöxtum en bankar gera. Lands-
bankinn býður nú verðtryggð
lán til íbúðakaupa með 3,75%
vöxtum. Íbúðalánasjóður býður
lægst 4,20%. Þetta þýðir með
öðrum orðum að jafnvel þó svo
að viðskiptavinir Lands bankans
myndu ekki sætta sig við óverð-
tryggða vexti eftir að bind-
ingu þeirra lyki eftir þrjú eða
fimm ár, þá gætu þeir fengið
mun betri verðtryggð kjör í
bankanum sínum en hjá Íbúða-
lánasjóði – og það er ekkert
uppgreiðslugjald hjá Lands-
bankanum ólíkt því sem er hjá
Íbúðalánasjóði.
4. Framkvæmdastjóri Íbúðalána-
sjóðs ætlar sjálfur að bjóða
óverðtryggð lán sem tæplega
verða á betri kjörum en þegar
bjóðast. Þau verða fjár mögnuð
með sértryggðum skulda-
bréfum, nákvæmlega eins og
bankar gera eða hyggjast gera.
Þessi skoðun framkvæmda-
stjórans á óverðtryggðum
íbúða lánum vekur því undrun,
því varla býður maður það með
annarri hendinni sem maður
ráðleggur fólki frá með hinni.
Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs
hlýtur að vera umhugsunarefni
fyrir Íslendinga. Alkunna er að
sjóðurinn er illa staddur, svo ekki
sé meira sagt, hann er rekinn með
aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en
býður þrátt fyrir það lökust kjör á
markaði og það virðist taka sjóðinn
heila eilífð að bjóða þær vörur sem
markaðurinn kallar eftir. Að auki
hefur hann enga burði til að takast
á við skuldavanda lántakenda sinna
og þvælist fyrir í hvert sinn sem
reynt er að hrinda í framkvæmd
aðgerðum á því sviðinu.
Í stað þess að bretta upp ermar
kýs svo framkvæmdastjóri hans
að koma fram með órökstuddar
dylgjur um skaðsemi tiltekinna
lánategunda fyrir viðskiptavini,
sem allar miða að því sem við-
skiptavinir kalla eftir – að eiga val.
Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m.
heimild hans til þingrofs, hefur
skort á að greinarmunur sé gerður
á annars vegar jákvæðum vald-
heimildum og hins vegar nei-
kvæðum. Íslensk stjórnskipun
byggir á þeirri meginreglu að
mikil vægustu stjórnarathafnir
ríkisins hljóti gildi við sameigin-
lega undirritun forseta og ráð-
herra. Þessi meginregla styðst við
19. gr. stjskr. þar sem segir að und-
irskrift forseta lýðveldisins undir
löggjafar mál eða stjórnarerindi
veiti þeim gildi er ráðherra riti
undir þau með honum, en einnig
kemur hún fram í 13. gr. um að
forseti láti ráðherra „framkvæma
vald sitt“.
Samkvæmt þessari reglu, sem
rekja má til afnáms einveldis
Danakonungs árið 1849, verður
valdheimildum forseta ekki beitt
án þess að til komi atbeini ráðherra
sem ber stjórnskipulega ábyrgð á
máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á
t.d. við um embættisveitingar for-
seta (20. gr. stjskr.), framlagningu
lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og
útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr.
stjskr.). Hins vegar gildir reglan
ekki um synjunarvald forseta skv.
26. gr. stjskr.
Forseti getur því synjað lögum
Alþingis staðfestingar án atbeina
ráðherra en að öðru leyti nýtur
hann ekki formlegra jákvæðra
heimilda. Það er því ástæðulaust
að velta vöngum yfir því hvort for-
seti geti á eigin spýtur skipað emb-
ættismenn eða lagt fram stjórnar-
frumvörp, svo dæmi séu tekin.
Á hinn bóginn er ljóst að þessar
ákvarðanir verða ekki teknar með
gildum hætti án þess að til komi
staðfesting forseta á tillögu ráð-
herra. Neikvæðar valdheimildir
forseta skv. ákvæðum stjórnar-
skrárinnar eru því verulegar. Þótt
jafnan sé rætt um þessar heimildir
sem aðeins „formlegar“ með hlið-
sjón af þeirri framkvæmd að for-
seti fer jafnan að tillögu ráðherra,
stendur eftir sú blákalda staðreynd
að forseti verður ekki þvingaður til
staðfestingar.
Um þingrof gildir framan-
greind meginregla fullum fetum.
Forseti getur því ekki rofið þing
skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráð-
herra og hefur því ótvírætt ekki
jákvæða eða sjálfstæða heimild til
þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af
reglunni að forseti verður heldur
ekki þvingaður til að fallast á til-
lögu ráðherra um þingrof. Sú fram-
kvæmd að forseti fallist jafnan á
tillögu ráðherra um þingrof getur
ekki haggað þessari staðreynd.
Sama á við um skipun ráðherra
(15. gr. stjskr.). Það flækir hins
vegar málið að tillaga um skipun
nýs forsætisráðherra getur verið
borin upp af forsætisráðherra-
efni sem verður þá ráðherra þegar
við undirskrift forseta. Fræðilega
stenst því sú ímyndaða atburðarás
sem Svanur Kristjánsson brá upp
í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu
þar sem forseti skipaði nýjan for-
sætisráðherra sem gerði umsvifa-
laust tillögu til forseta um lausn
sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og
nýjar kosningar. Hér verður þó
að hafa í huga að slíkar athafnir
forseta væru háðar því að fyrir
hendi væri stjórnmálamaður sem
vildi axla þá pólitísku og lagalegu
ábyrgð sem þessum ákvörðunum
fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti
orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi
alþingismanna.
Hér verður og að hafa í huga að
þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi
halda umboði sínu til kjördags
og gæti því samþykkt vantraust
á hina nýju ríkisstjórn (24. gr.
stjskr.). Að lokum verður að benda
á heimild þingsins til að krefjast
þess með 3/4 hluta atkvæða að
forseti sé leystur frá með þjóðar-
atkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr.
stjskr.) en við slíka samþykkt
myndi forseti láta umsvifalaust
af störfum og handhafar forseta-
valds fara með hlutverk hans þar
til niðurstaða atkvæðagreiðslu
lægi fyrir. Alþingi hefur það
þannig í hendi sér að víkja forseta
tímabundið frá og virkja pólitíska
ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar
af leiðandi fer því fjarri að Alþingi
hafi engin spil á hendi í skiptum
við forseta sem bryti gegn viðtekn-
um venjum í stjórnskipun landsins,
svo sem þingræðisreglunni. Það er
svo annað mál, sem ekki er unnt
að fjalla um nánar hér, hvort rétt
sé að skýra og skilgreina lagalega
ábyrgð forseta um þau atriði sem
að framan greinir.
Alþingi hefur það þannig í hendi sér að
víkja forseta tímabundið frá og virkja
pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni.
Þessi skoðun framkvæmdastjórans á óverð-
tryggðum íbúðalánum vekur því undrun,
því varla býður maður það með annarri
hendinni sem maður ráðleggur fólki frá með hinni.
ÓDÝRASTI
ÍSINN
Í BÓNUS
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER
VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
398 kr.
12 stk.
498 kr.
8 stk.
298 kr.
3 stk.
Forsetavaldið
Forsetaembættið
Skúli Magnússson
dósent við lagadeild HÍ
Rangfærslum framkvæmda-
stjóra Íbúðalánasjóðs svarað
Fjármál
Helgi Teitur
Helgason
framkvæmdastjóri
Viðskiptabanka hjá
Landsbankanum hf.