Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 29

Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 29
Þrátt fyrir að aðaláhugamál lög-fræðinemans Önnu Gyðu Sigur-gísladóttur séu mannréttindi þá hefur hún einnig áhuga á fötum. „Ég hef áhuga á fötum en ég veit ekki hvort ég hafi áhuga á tísku þar sem ég fylgist ekki beinlínis með því sem gerist í tískuheiminum.“ Spurð um fatastíl segist Anna Gyða ekki trú einum stíl heldur taka þá í syrpum. „Stundum líða margar vikur þar sem mig langar bara til að vera í rifnum málningarbuxum og stutterma- bol og síðan allt í einu tekur við tímabil þar sem ég vil bara vera í fínum kjólum og á hælum.“ Hún segist ekki versla mikið á Íslandi en ef svo ber við fer hún oftast í Topshop. Nýlega tók hún þó ástfóstri við verslunina Nostalgíu á Laugaveginum. „Þar er ótrúlega mikið af fallegum flíkum á sanngjörnu verði,“ segir Anna Gyða og bætir við að hún sé mikill fatasafnari og hendi helst engu sem hún kaupir sér. „Enda er ég aftur farin að klæðast fatnaði sem ég notaði fyrir sjö árum.“ Anna Gyða fékk fyrir stuttu boð um að taka þátt í verkefni í Brussel á vegum samtaka sem kalla sig Global Change- makers. Þar verður hún í tíu daga ásamt fjórtán öðrum ungmennum frá Evrópu og fimmtán frá Afríku að vinna að ýmsum samfélagsverkefnum, deila reynslu og hugmyndum. Þegar hún kemur heim heldur verkefnið svo áfram og hún vonast til að geta miðlað reynslu sinni og haft áhrif á meðvitund fólks hér á landi um mannréttindi. Nánar má lesa um verkefnið á vefsíðunni www.global- changemakers.net. ■ halla@365.is MEÐ ÁHUGA Á FÖTUM OG MANNRÉTTINDUM MEÐVITAÐUR LÖGFRÆÐINEMI Anna Gyða Sigurgísladóttir lauk nýverið fyrsta ári í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún stefnir á framhaldsnám erlendis í framtíðinni og vonast til að geta nýtt námið í baráttunni fyrir mannréttindum. TEKUR TÍMABIL Anna Gyða er óhrædd við að breyta reglulega um fatastíl. MYND/ANTON SUNDBOLIR Í TÍSKU Sundbolir eru að ryðja sér til rúms á ný þótt bikiníin séu langt frá því að vera á undanhaldi. Þessi hressi- legi sundbolur var til sýnis á „We Are Handsome“, tískuvikunni í Sydney á dögunum, en þar sýndu 75 ástralskir og asískir hönnuðir vor- og sumarlínur sínar. HENDIR ENGU „Ég er mikill fata- safnari og hendi helst engu enda er ég aftur farin að klæðast fatnaði sem ég notaði fyrir sjö árum.“ teg. Summer Sky - saumlaus og vel fylltur í A,B,C,D skálum á kr. 8.680,- Súperflottur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Gerið gæða- og verðsamanburð Sofðu vel - heilsunnar vegna Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald VORTILBOÐ Á ÖLLUM STILLANLEGUM HEILSURÚMUM Með okkar bestu heilsudýnu. Verð frá kr. 339.900 á hjónarúmi. MIKIÐ ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur* Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is NoseBuddy nefskolunarkannan Mælt er með nefskolun til að draga úr líkum á kvefi og ofnæmi – og til að auka skýrleika í hugsun!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.