Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA ■ EINFALT Algengara verður að konur - eða menn - láti ekki einfalt naglalakk duga til að lífga upp á fingurna. Fyrir þá sem vilja skreyta neglurnar með mynstri er hægt að nota eftirfarandi aðferð: Grunnið neglurnar með ljósum lit, til dæmis hvítum. Klippið gervitattú niður í stærð naglanna (fæst meðal annars í Hagkaupum) og festið á neglurnar þegar grunnurinn er þornaður. Lakkið svo eina umferð með glæru naglalakki svo allt haldist á sínum stað. FLÚRAÐAR NEGLUR Sumarlegt skraut á neglurnar Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flottar sumarvörur fyrir flottar konur st. 40 – 58 Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 50-70% afsl. af völdum sumarkjólum Kjólasprengja FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir BIKINÍ Á STRÖND- INNI Það þótti áræðið hjá Zaragosa, borgar- stjóra Benidorm, þegar hann leyfði bikiní á ströndinni árið 1952. Íbúarnir eru stoltir yfir því að Beni-dorm var fyrsta ströndin á Spáni og víðar sem viðurkenndi þessi litlu tví- skiptu sundföt. Það tók þó sex ár fyrir bikiníið að komast til Spánar. Fyrsta bikiníið kom nefnilega á markað 5. júlí 1946 og er því 66 ára. Jafnvel þó að Franco væri við völd og Spánverjar á þeim tíma strangtrúaðir kaþólikkar gerðust yfirvöld á Benidorm svo huguð að leyfa útlendum ferða- mönnum að klæðast þessari tísku sem þegar var orðin heimsfræg. Eftir að bikiníið var leyft þar tóku aðrir við sér, enda jókst ferðamannastraumur umtals- vert frá Norður-Evrópu til Benidorm. Ári síðar tók erkibiskupinn af Valencia í taumana og vildi setja strangt bann á litlu baðfötin. Hann leitaði til Franco með áhyggjur sínar en einræðisherrann sá að ekki var aftur snúið og samþykkti lögin um bikiní á baðströndum Spánar. Borgarstjóri Benidorm, Pedros Zaragosa, hafði séð í tískublöðum að tvískipt baðföt væru það heitasta í tískuheiminum og hann þótti framúr- stefnulegur. Á Spáni voru breskar konur sektaðar um 40 þúsund peseta ef þær sátu á strandbar klæddar bikiní. Það var ekki vinsælt hjá breskum ferðamönnum sem þá flykktust til Spánar. Zaragosa varð frægur fyrir að leyfa bikiníið en ekki síður fyrir að breyta 1700 manna fiskiþorpi í 70 þúsund manna bæjar- félag þar sem skýjakljúfar minna á Man- hattan. ■ elin@365.is BIKINÍ Í SEXTÍU ÁR Á BENIDORM AFMÆLI Íbúar á Benidorm á Spáni fagna því um þessar mundir að sextíu ár eru frá því að bikiní var leyft á ströndinni. LITLA MANHATTAN Zaragosa breytti Benidorm úr litlu fiskiþorpi í einn vin- sælasta ferðamannastað á Spáni þar sem skýjakljúfar minna á Manhattan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.