Fréttablaðið - 07.06.2012, Page 44
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR36
Tónlist ★★★★ ★
Amen séð í hugsýnum eftir
Olivier Messiaen
Anna Guðný Guðmundsdóttir
og Tinna Þorsteinsdóttir léku á
píanó.
Listahátíð í Reykjavík í
Norðurljósum í Hörpu 3. júní
Söngur engla
Tveggja turna tal er frasi sem er
ættaður úr Hringadróttinssögu.
Hann hefur verið notaður um
forsetaframboðið. Líka mætti nota
hann um tónleika tveggja píanó-
leikara á Listahátíð á sunnudaginn
var. Flygill er stórt og voldugt
hljóðfæri. Tónleikar þar sem spilað
er á tvo flygla eru eins konar
tveggja turna tal.
Þetta voru þær Anna Guðný
Guð mundsdóttir og Tinna Þor-
steinsdóttir. Þær fluttu stórvirki
eftir Olivier Messiaen, Visions de
l’Amen, eða Amen séð í hug-
sýnum. Verkið var samið árið 1943.
Messiaen var strangtrúaður
kaþólikki, og fá tónskáld hafa
náð að opinbera dýpri hliðar
kaþólskrar trúar jafnvel með list
sinni. Hljómarnir eru ótrúlega
sérstakir, laglínurnar framandi
en ávallt hrífandi fagrar. Tónlistin
skapar einstaka stemningu sem
maður finnur hvergi annars staðar.
Nema kannski í kaþólskri kirkju!
Orðið amen hefur nokkrar merk-
ingar. Það getur verið staðfesting á
áætlun eða trú, „verði svo“ og þar
fram eftir götunum. Kaflar verksins
eru sjö og í þeim eru þessar
mismunandi merkingar tengdar
við nokkrar hliðar kaþólskrar
guðfræði. Í mjög einfölduðu máli
eru þetta sköpunin, þjáning Jesú,
englar, fuglasöngur, dýrlingar,
dómurinn o.s.frv.
Hlutverk píanóleikaranna
tveggja er mismunandi. Rödd
flygils A er skrautið og birtan,
flóknar tónhendingar sem gera
miklar tæknikröfur. Flygill B er
grunnurinn, þráðurinn sem heldur
öllu saman. Anna Guðný var í
fyrrnefnda hlutverkinu, leikur
hennar var skær og öruggur, tær
og kraftmikill. Tinna sá um hina
röddina, og hún spilaði prýðilega,
af krafti og öryggi. Samspilið var
gott, flyglarnir tveir hljómuðu oftar
en ekki sem einn ofurflygill.
Tónlistin er margbreytileg. Sköp-
unin í upphafi er ekki neinn Mikli
hvellur. Messiaen birtir manni
sýn af veröld sem smám saman
kemur upp úr djúpinu. Svo tekur
við ofsafenginn dans pláneta og
stjarna, og síðan gríðarlega sterkt
tónmál sem gefur manni innsýn í
þjáningu Jesú. Innhverfur, háleitur
söngur dýrlinga og engla er
sömuleiðis fegurri en orð fá lýst.
Og fullkomnun sköpunarinnar er
hrein flugeldasýning.
Allt þetta var að finna í leik píanó-
leikaranna. Túlkunin var sérlega
fjölbreytileg, full af skáldlegri inn-
sýn, dreymandi og andaktug þegar
við átti, en gædd sprengikrafti á
öðrum stöðum. Lokakaflinn var
yfirgengilegur, stórglæsilegur endir
á skemmtilegum tónleikum.
Jónas Sen
Niðurstaða: Magnaður flutningur
á einu helsta píanóverki Oliviers
Messiaen.
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og
kennslugagna, úthlutaði starfsstyrkjum til
rúmlega 30 verkefna í gær. Þar af fengu 16
verkefni hæsta styrk, 600 þúsund krónur.
Rúmlega 80 styrkumsóknir bárust.
Hagþenkir veitir árlega styrki til rit-
starfa. Fjórtán milljónir voru til ráð stöfunar
í ár, auk 600 þúsund króna sem runnu til
handritsgerðar fræðslu- og heimildar-
mynda og runnu þær til þriggja verkefna.
Verkefni styrkhafa í ár eru af ýmsum toga.
Í hópi þeirra sem fengu hæsta styrk eru
Árni Heimir Ingólfsson fyrir rit um tón-
list í íslenskum handritum frá 1400 til 1800;
Gunnar Þór Bjarnason fyrir bók um upp-
kastið 1908; Jónína Einarsdóttir fyrir rann-
sóknir á þeim sið að senda börn í sveit;
Kristinn Schram fyrir bók um þjóðfræði
rekaviðar og strandmenningar; Kristín
Atladóttir fyrir hugverkarétt í stafrænu
umhverfi og Sigríður Dögg Arnardóttir
fyrir bók fyrir foreldra til að fræða börn sín
um kynlíf.
Ólafur Rastrick sagnfræðingur hlaut
styrk að upphæð 450 þúsund krónur fyrir
bók um íslenska menningu og samfélagslegt
vald en Harpa Björnsdóttir fékk 350 þúsund
krónur fyrir bók um Sölva Helgason.
Fjórtán verkefni fengu styrk að upphæð
300 þúsund krónur, þar á meðal Jón Viðar
Jónsson fyrir sögu íslenskrar leiklistar 1925
til 1960 og Kristín Þorleifsdóttir fyrir fræði-
rit um gæði almenningsrýma í borgarum-
hverfi.
Hagþenkir veitir hátt í 15 milljónir króna í styrki
Á FERÐINNI
UM LANDIÐ
9. JÚNÍ Kótelettan á Selfossi
16. JÚNÍ Sólstöðuhátíð Víkinga
á Fjörukránni í Hafnarfirði
23. JÚNÍ Hveragerði - Blóm í bæ
30. JÚNÍ Bylgjan á Bolungarvík
7. JÚLÍ Goslokahátíð í Vestmannaeyjum
14. JÚLÍ Bylgjuhátíð á Flúðum
21. JÚLÍ Húnavaka á Blönduósi
BYLGJULESTIN Í SUMAR
28. JÚLÍ Síldardagar á Siglufirði og
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
11. ÁGÚST Fiskidagurinn mikli á Dalvík
18. ÁGÚST Menningarnótt í Reykjavík
ÆVINTÝRAEYJAN MEÐ
HEMMA GUNN OG SVANSÍ
Á laugardaginn verður Ævintýraeyjan með
Hemma Gunn og Svansí á Bylgjunni. Boðið
verður upp á frábær tónlistaratriði og
uppákomur fyrir alla fjölskylduna.
Vertu með Bylgjunni og Olís um helgina.
BYLGJULESTIN verður á ferð og flugi út um
allt land í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur!
VIÐ VERÐUM
Á SELFOSSI
UM HELGINA
á bæjar-, fjölskyldu-
og tónlistarhátíðinni
Kótelettan
RETRO STEFSON
INGÓ VEÐURGUÐ
STUÐLABANDIÐ
FRÁ STYRKVEITINGUNNI Af rúmlega 80 umsóknum hlutu yfir 30 verkefni starfsstyrk frá Hagþenki í
ár, þar af 16 hæsta styrk að upphæð 600 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN