Fréttablaðið - 07.06.2012, Side 45

Fréttablaðið - 07.06.2012, Side 45
FIMMTUDAGUR 7. júní 2012 37 „Það má kalla þetta jaðarsöngleik,“ segir Valdimar Jóhannsson, einn meðlimur samstarfsverk efnisins Tickling Death Machine, sem verður frumsýnt á Íslandi 8. júní í Iðnó. Um er að ræða samvinnu dansflokksins Shalala og hljómsveitanna Lazy blood og Reykjavík! sem hefur farið sigurför um heiminn. „Verkið er blanda af tónleikum, dansi og hálf- gerðu leikhúsi. Við leikum okkur með texta og vinnum með ákveðið þema sem er falsspámenn með mismunandi sýn á enda heimsins.“ Hann segir þau vinna mikið með hrylling og að hljómflutning- urinn flakki frá óhugnanlegum barnagælum yfir í kvikmyndatónlist og harðasta rokkið í bransanum. Þessi sérstæði listaviðburður varð til eftir tón- leika á sviðslistahátíðinni Keðju þar sem Valdimar ásamt dansaranum Ernu Hreinsdóttur, sem skipar með honum dúettinn Lazy blood, héldu tónleika með Reykjavík!. Sendiboði frá einni mikilvægustu sviðslistahátíð Evrópu, Kunsten festival des arts í Brussel, kom til þeirra eftir hljómflutninginn og sagði: „Þið verðið að gera verk úr þessu.“ Hópurinn tók hvatningunni fagnandi en Valdi- mar og Erna höfðu lengi ætlað að gera verk sem einblínir á tónleikaformið og kannar þátt áhorf- enda. Úr varð að hópurinn sýndi fjórar sýningar fyrir fullu húsi á hátíðinni í Brussel vorið 2010 og þar eftir á annarri í Orléans í Frakklandi. Ævin- týrið heldur áfram að Íslandsfrumsýningunni lok- inni því sýningin ferðast í haust á hátíðina Kyoto Experiment í Japan. Hljómsveitirnar gáfu nýverið frá sér smáskífu með lögum jaðarsöngleiksins og er hún fáanleg á tónlistarveitunni gogoyoko. -hþt Hryllilegur jaðarsöngleikur ROKK OG RÓL Dansflokkurinn Shalala og hljómsveitirnar Lazy blood og Reykjavík! hafa farið sigurför um heiminn með samvinnu- verkefni sitt. „Burt´s Bees Deep cleansing cream djúphreinsirinn er frábær og í alvörunni sá besti sem ég hef prófað. Húðin verður svo ótrúlega frískleg og hrein, ég mæli með honum. Maður hefur á tilfinningunni þegar maður notar vörurnar frá Burt´s Bees að maður sé með náttúruna beint í æð því þær innihalda engin óæskileg efni og ilma alveg dásamlega“ Áhrifarík djúphreinsun fyrir andlit Náttúrulegur súlfatlaus djúphreinsir og andlitsskrúbbur sem fjarlægja óhreinindi, olíu og farða og gera húðina mjúka og slétta. Djúphreinsikremið vinnur sig mjúklega inn í húðina en andlitsskrúbburinn sem er ríkur af möluðum ferskusteinum slípar húðina á náttúrulegan og mildan hátt og fjarlægir dauðar húðfrumur. Náttúruleg andlitshreinsun Vörurnar innihalda ekki: paraben þalöt sílikon tilbúin litarefni Anna Margrét Björnsson Opið laugard. kl. 10-14 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 07. júní 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítar- leikara verða haldnir í Þjóðleikhúsinu í til- efni þess að það eru 10 ár síðan hann lést og eins að hann hefði orðið fertugur í sumar. Fjöldi flytjenda kemur fram, þar á meðal Bubbi Morthens, Páll Óskar, Ragnhildur Gísladóttir, Þursa- flokkurinn og Ari Eldjárn. Miðaverð er kr. 4.500. ➜ Fræðsla 14.00 Sjötti opni fræðslufundurinn af ellefu á þessu ári í tilefni af 30 ára starfsafmæli Stoðar hf. verður haldinn á Hótel Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 72. ➜ Fundir 17.00 Halló Norðurlönd, upplýsinga- þjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar heldur upplýsingafund í funda- og veitingasalnum á 4.hæð Skipagötu 14, Akureyri. Fundurinn er ætlaður fólki sem hyggur á flutning til hinna Norður- landanna. Þátttaka er ókeypis. 17.00 Kópavogsbúum og öðrum áhuga mönnum er boðið til opins fundar um framtíð Kópavogstúns, gamla Hressingarhælisins og Kópavogsbæjar. Fundurinn verður haldinn í bæjar- stjórnarsalnum Fannaborg 2. ➜ Sýningar 16.00 Ingunn Þráinsdóttir opnar nýja sýningu á Skörinni hjá handverki og hönnum, Aðalstræti 10. Þar sýnir hún nýja textíllínu sem kallast Flóra. 17.00 Sýningin Saga til næsta bæjar (e. Something to Write Home About) opnar í Hönnunarsafni Íslands. Um er að ræða sögu íslenskrar vöruhönnunar. ➜ Hátíðir 21.00 The Icelandic Tattoo Convention verður haldin á Bar 11 alla helgina. Hljómsveitirnar Dusty Miller og Texas Muffin spila á tónleikum. ➜ Dans 20.00 SalsaIceland heldur sinn viku- lega fría prufutíma á Thorvaldsen Bar. Að kennslu lokinni er dansgólfið laust fyrir alla salsaóða til klukkan 00.30. Ýmis tilboð á barnum. ➜ Tónlist 21.00 Skúli mennski spilar á Café Rosenberg. 22.30 Bítladrengirnir blíðu halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiðsögn 20.00 Jóhanna Þormar garðyrkjufræð- ingur og Hjörtur Þorbjörnsson forstöðu- maður leiða gesti um Grasagarðinn í Reykjavík og skoða plönturnar. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Þóranna Björnsdóttir mynd- og hljóðlistamaður og Þráinn Hjálmarsson tónskáld flytja hádegiserindi í Hafnar- húsinu. Erindið er í tengslum við sýn- inguna Sjálfstætt fólk. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.