Fréttablaðið - 16.06.2012, Page 102

Fréttablaðið - 16.06.2012, Page 102
16. júní 2012 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN „Ég er búinn að gefa út mörg hundruð plötur með öðrum en ég hef ekki áður gefið út plötu með sjálfum mér,“ segir Steinar Berg Ísleifs- son. Hann hefur sent frá sér fimm laga plötuna Stutt í brosið með hljómsveitinni Grasösnum. Hún er skipuð tónlistarmönnum frá Vestur- landi en í Borgarfirði rekur Steinar Berg ein- mitt ferðaþjónustuna Fossatún. Steinar Berg stýrði útgáfunni Steinar hér á árum áður, sem síðar breyttist í Spor og Skíf- una. Hann er því enginn nýgræðingur í brans- anum. Draumur um að gefa út eigin plötu er samt nýtilkominn. „Þetta kom bara til af því að ég keypti mér gítar. Síðan var það svoleið- is í hruninu að síminn hætti að hringja og ég datt í þennan gír. Ég fór í gítartíma í Borgar- nesi og uppgötvaði að þarna eru ágætis tón- listarmenn.“ Tónlistin sem Grasasnar spila er sótt í grunn írskrar tónlistar og kántrítónlistar og var allur söngur og hljóðfæraleikur tekinn upp í einu. Lögin koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að fjalla um eða vekja bros. Steinar fékk marga vini sína úr bransanum til að spila með sér á plötunni, þar á meðal Jakob Frímann Magnússon, Guðmund Stein- grímsson, Margréti Eir Hjartardóttur, Helga P. og Dan Cassidy. Steinar reiknar með að spila á tónleikum með Grasösnum í haust þegar hægist um í ferðamennskunni. Líklega munu þeir félagar samt spila eitthvað í Fossa- túni í sumar fyrir gesti og gangandi. - fb Gefur loksins út eigin plötu FYRSTA PLATAN Steinar Berg hefur gefið út sína fyrstu plötu með hljómsveitinni Grasösnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Okkur vantar fleiri aðila með þekkingu á við erlenda umboðsmenn. Við erum soddan sveitamenn hérna heima,“ segir Tómas Young hjá Útón, útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Tveir styrkir verða veittir til umboðsmanna, eða verðandi umboðsmanna, sem hafa áhuga á að kom- ast að hjá fyrirtæki í Bretlandi til að efla þekkingu sína á tónlistarviðskiptum. Verkefnið er unnið af Útón í samstarfi við Leonardo, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, og dvelja styrkþegarnir úti í tíu vikur. Samtals nemur hvor styrkur rúmum sex hundruð þúsund krónum. Aðspurður telur Tómas að fleiri íslensk bönd gætu náð betri árangri erlendis ef þau væru með öfluga umboðsmenn. Hann nefnir sem dæmi að hljómsveitin Of Monsters and Men hafi verið heppin að hafa komist í kynni við breska umboðsmanninn Heather Kolker. Hún er búsett hér á landi, á íslensk- an mann og hefur starfað fyrir stór bönd á borð við MGMT og Edward Sharpe and the Magnetic Zeros. „Þekkingin sem hún hefur fleytti þeim örugglega svolítið langt áfram.“ Hann vonast til að þeir tveir aðilar sem fái styrk- inn til að fara út komist í góð sambönd. „Við viljum að fólkið sjái hvernig bransinn úti virkar og að það byggi upp ákveðið tengslanet.“ Umsóknarfrestur rennur út 1. september og skulu áhugasamir senda póst á tomas@icelandmusic.is. - fb Vantar íslenska umboðsmenn VANTAR UMBA Tómas Young hjá Útón segir að það vanti öfluga umboðsmenn á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Saga Garðarsdóttir Aldur: 24 ára. Starf: Gervitauga- fræðingur og leikkona. Foreldrar: Garðar Garðarsson rafmagnstækni- fræðingur og Sigrún Björnsdóttir, ljóðskáld og séní. Fjölskylda: Ein eldri systir og sam- býlismaður sem elskar mig ekki. Búseta: Grenimelur 39, tek við ástarsímskeytum. Stjörnumerki: Ljón og rísandi kanína. Saga er að vinna að fyrirlestri og bók um mannsheilann ásamt Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp,“ segir Grant. Hljómsveitin er skipuð tromm- aranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassa- leikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæj- andi og í góðum gír,“ segir hann um hljómsveitina sína, sem spil- ar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upp- tökum á plötunni hér á landi í sam- starfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlist- artímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Color- ado og hitta bróður sinn og syst- ur sem búa þar. Hann segir ótrú- lega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært.“ Grant spilaði ásamt hljóm- sveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástar- sorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur.“ freyr@frettabladid.is JOHN GRANT: MAÐUR FÆR EKKI BETRI NÁUNGA MEÐ SÉR Vill íslenska hljómsveit á tónleikaferð erlendis Cruise-fjölskyldan mætt til landsins Fyrir hádegi í gær lenti einkaþota Hollywood-leikarans Tom Cruise á Reykja- víkurflugvelli. Leikarinn og föruneyti hans, þar á meðal sex ára dóttir hans Suri og eiginkonan, leikkonan Katie Holmes, fóru strax inn í svarta jeppa með skyggðum rúðum sem óku þeim rakleiðis á Hilton Reykjavik Nordica hótelið. Þar hefur fjölskyldan tekið á leigu forsetasvítuna og ku vera mikil öryggisgæsla í kringum hótelið. Skömmu eftir að Cruise lenti í Reykjavík fóru framleiðendur og aðstandendur myndarinnar Oblivion með þremur þyrlum, þar á meðal þyrlu Landhelgis- gæslunnar, til að skoða tökustaði fyrir myndina en tökur eiga að hefjast á næstunni. Cruise mun ekki hafa verið með í þeirri þyrluför. Ekki er vitað hversu lengi leikar- inn og fylgdarlið hans ætlar að dvelja í Reykjavík en talið er að Cruise hafi tekið á leigu húsið Hrafnabjörg í Eyjafirði þar sem hann dvelur á meðan á tökum stendur. Ekki er vitað hversu lengi Holmes og Suri ætla að vera hér á landi en Holmes er einnig í tökum á ónefndri mynd eftir leikstjórann Christian Camargo í sumar. Hún verður þó væntanlega viðstödd er Cruise verður fimmtugur þann 3. júlí. - áp FRÉTTIR AF FÓLKI GRANT OG FÉLAGAR John Grant á tónleikunum í hádeginu í gær ásamt Arnari Geir, Pétri og Jakobi Smára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Lífrænt ofur fjölvítamín náttúrunnar Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína er meira og nýtist betur en úr nokkru öðru fæði. Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur einbeitingu, langvarandi náttúrlega orku og er gott gegn streitu. Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni. Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og fullorðnum. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup Hraust og hress Árangur strax! www.celsus.is Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin. Vottað lífrænt ÓSKA EFTIR að kaupa enska tungumálanámskeiðið English Course Ég borga 50,000.- krónur fyrir námskeiðið Upplýsingar í síma 865 7013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.