Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 4
23. júní 2012 LAUGARDAGUR4 ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 FRÉTTASKÝRING Munu Ágúst og Lýður eignast Bakkavör? Bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 pró- senta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa þeir boðist til að greiða í reiðufé og að ekki sé um lánsfé frá fjármálastofnunum að ræða. Viðmælendur Frétta- blaðsins innan lífeyrissjóða sem eiga hluti í Bakkavör Group segja mikið rætt um það hvaðan pening- arnir sem bræðurnir séu að bjóða komi, enda hafi öll stór félög sem þeir áttu í fyrir bankahrun orðið gjaldþrota eða lent í annars konar fjárhagslegum hremmingum. Á meðal þeirra eru Kaupþing, Exista (sem í dag heitir Klakki) og Bakkavör. Ágúst er í dag forstjóri Bakka varar og Lýður stjórnarfor- maður félagsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að stórir innlendir hluthafar ætli sér ekki að taka tilboði bræðr- anna og vinni nú að því að mynda meirihlutablokk í stjórn félagsins til að tryggja yfirráð sín. Bæði sé tilboðið of lágt miðað við núvirði félagsins, sem er talið vera allt að 40 milljarðar króna, auk þess sem vonir séu bundnar við að virðið muni aukast. Velta Bakkavarar Group á árinu 2011 var enda rúm- lega 320 milljarðar króna og því ljóst að félagið er mjög verðmætt ef vel tekst til að endurskipu- leggja það. Eins og staðan er í dag á Arion banki 34 prósenta hlut í Bakkavör Group og er stærsti einstaki eig- andi félagsins. Þá á Lífeyris sjóður verzlunarmanna sjö prósent og Gildi lífeyrissjóður um fimm prósenta hlut. Þessir þrír aðilar mynda bakbeinið í meirihluta- blokkinni. Auk þess hafa smærri lífeyrissjóðir og sjóðir í stýringu banka sem eru í hluthafahópnum heitið að standa að henni. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) seldi hins vegar allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group eftir að hugmyndir komu upp um hlutafjáraukninguna sem leiddi til þess að bræðurnir urðu aftur eigendur í félaginu. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, sagði við Fréttablaðið 6. júní síðastliðinn að salan hefði verið vegna þess að sjóðurinn hefði ekki verið sáttur við þær hugmyndir sem kynntar voru á hluthafafundi Bakka varar í maí um hlutafjáraukninguna. Hann sagði að tilboðið hefði komið í gegnum ótengdan aðila. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru það þó bræðurnir Ágúst og Lýður sem eignuðust á endanum þann hlut og greiddu um einn milljarð króna fyrir. thordur@frettabladid.is Bakkavararbræður gera milljarðatilboð í félagið Ágúst og Lýður reyna að eignast Bakkavör Group að fullu. Hafa gert milljarðatilboð í aðra hluti. Enginn söluvilji hjá stærstu eigendum. Innan raða þeirra furða menn sig á hvernig tilboðin eru fjármögnuð. STOFNENDUR Bræðurnir hafa gengið á milli annarra hluthafa undanfarna daga og boðist til að kaupa hluti þeirra í Bakkavör Group. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kröfuhafar með stjórnartaumanna Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guð- mundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna. Á sama tíma var samþykkt að afnema hluthafasamkomulag þess efnis að bræðurnir myndu vera með meirihluta stjórnarmanna í Bakkavör Group sem hafði verið í gildi frá gerð nauðasamnings félagsins árið 2010. Þeir aðilar sem standa að myndun meirihlutablokkar innan Bakkavarar munu því fá meirihluta stjórnarmanna gangi áformin eftir og stýra félaginu í kjölfarið. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 28° 22° 14° 22° 22° 16° 16° 25° 18° 33° 29° 26° 15° 21° 18° 15°Á MORGUN Hægviðri eða hafgola. MÁNUDAGUR Hæglætisveður um allt land. 14 13 10 16 16 12 18 13 15 12 10 5 4 4 3 2 3 2 3 3 2 2 12 8 12 13 14 13 8 10 11 13 BLÍÐA Veðrið leikur við lands- menn þessa dagana. Hægviðri eða hafgola ríkja og búast má við að sólin láti sjá sig í öllum lands- hlutum. Úrkoma er með minnsta móti en ein- hverjar skúrir falla síðdegis næstu daga. Nokkuð hlýtt er á landinu, allt að 20°C. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FORSETAKJÖR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur tæplega 8 prósentustiga forskot á Þóru Arnórsdóttur samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi forsetaframbjóðenda. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,5% myndu kjósa Ólaf Ragnar og 36,9% Þóru Arnórs- dóttur. Þá sögðust 10,1% myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson og 4,6% Herdísi Þorgeirsdóttur. Loks sögðust 2,0% myndu kjósa Andreu J. Ólafsdóttur og 1,9% Hannes Bjarnason. Könnunin var framkvæmd 13. til 19. júní 2012. Alls svöruðu könnuninni 1.816 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. - mþl Ný skoðanakönnun MMR: Ólafur með forskot á Þóru SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið hefur breytt reglugerð um holl- ustuhætti matvæla til að tryggja kælingu fisks. Reglugerðarbreytingin er sett að stærstum hluta vegna strandveiða. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að kannanir hafi leitt í ljós að kæling á lönd- uðum botnfiski sé í mörgum tilvikum ófull- nægjandi; fiski sé landað illa eða óísuðum. „Á þetta einkum við um afla úr veiðiferðum sem vara skemur en 24 klukkustundir. Þá er of algengt að fiskur sem geymdur er utandyra sé ekki varinn fyrir sól og utanað komandi mengun eins og góðir framleiðsluhættir kveða á um.“ Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátasjómanna, telur að sjómenn geti að öllum líkindum orðið við tilmælunum, enda sé stór hluti strandveiðisjómanna með ís um borð og skili kældu hráefni eftir veiðiferðir. Spurður hvort allar hafnir, þar sem fiski úr strandveiðibátum er landað, hafi tiltækan ís fyrir sjómenn, segir Örn að þar liggi kannski stærsta vafamálið. „Þessi skylda hvílir á fisk- kaupandanum og sveitarfélögunum sem taka á móti fiskinum. Ef ís er til staðar er þetta ekkert vandamál.“ Reglugerðin tekur gildi 1. september 2012 við upphaf nýs fiskveiðiárs. - shá Reglugerð um hollustuhætti matvæla breytt til að krefja strandveiðisjómenn um rétta meðferð afla: Kröfur hertar um kælingu á fiskinum LÖNDUN Hér er fiskur og ís um borð, en nú krefst ráðu- neytið þess að allur fiskur sé ísaður um borð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Olíuverð hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum undan- farin misseri, en útsöluverð á bensíni til almennings hér á landi hefur ekki fylgt þeirri þróun. Líklegt er að bensínverð muni lækka enn frekar á næstunni. Sé lækkunin skoðuð, og tíma- bilið frá 1. mars á þessu ári til dagsins í gær sérstaklega, sést að verðið á alþjóðamörkuðum hefur lækkað um tæplega 30 prósent í krónum talið. Bensínverðið til neytenda hefur hins vegar ekki fylgt þróuninni, en það var að meðaltali 254,5 krónur á lítrann 1. mars en í gær var það 241,65 krónur á lítrann. Lækkunin nemur því um 5 prósentum. Ef verðið hefði alveg stýrst af verðþróun á alþjóðamörkuðum þá ætti bensínverðið að vera tæplega 180 krónur á lítrann. - mh Bensín dýrara á Íslandi: Lítrinn ætti að kosta 180 krónur GENGIÐ 22.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,6679 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,72 126,32 196,11 197,07 157,7 158,58 21,21 21,334 21,083 21,207 17,913 18,017 1,5642 1,5734 190,3 191,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.