Fréttablaðið - 23.06.2012, Síða 6
23. júní 2012 LAUGARDAGUR6
Þráir þú dýpri svefn? Heilsurúm í sérflokki
3,5% lántökugjald.*
12
mánaða
vaxtalaus
k jör
D Ý N U R O G K O D D A R
Tilboðsdagar í júní!
Nú er bjart
Öllum rúmum fylgir
DayDream®
svefngríma
Tempur® Cloud
heilsurúm 180 x 200 cm
TILBOÐ 375.840,-
Verð áður 469.800,-
20%
afsláttur
NOREGUR Tíu vikna réttar höldum
yfir hryðjuverkamanninum
Anders Behring Breivik lauk fyrir
rétti í Ósló í gær. Breivik hélt loka-
ávarpið í réttarhöldunum þar sem
hann krafðist þess að vera látinn
laus og hélt því fram að sagan
myndi hreinsa hann af áburði.
Fjölmargir áhorfendur í salnum
yfirgáfu hann áður en Breivik hóf
að tala.
Breivik ávarpaði réttinn og
ræddi um allt það sem honum
þykir rangt í heiminum, til að
mynda það að fólk sem ekki væri
upprunnið í Noregi syngi fyrir
hönd landsins í Eurovision og um
kynlífshegðun sögupersóna í þátt-
unum Sex and the City. Þá hélt
hann því fram að skoðanasyst-
kini sín stæðu á bak við sprengi-
efni sem fundust við kjarnorku-
ver í Svíþjóð í vikunni og varaði
við mun stærri hryðjuverkum sem
væru í undirbúningi. Hann fór
yfir voðaverk sín og sagði árásir
sínar þann 22. júlí í fyrra hafa
verið fyrirbyggjandi og gerðar til
að vernda innfædda Norðmenn.
Hann myrti sem kunnugt er 69
manns í Útey og varð átta að bana
með sprengju í Ósló.
Fyrr um daginn hafði verjandi
hans, Geir Lippestad, reynt
að færa rök fyrir því að skjól-
stæðingur hans væri sakhæfur.
Hann fór einnig fram á að Brei-
vik yrði sýknaður af ákærunni.
„Hann gerði sér grein fyrir því
að það væri rangt að drepa en
hann valdi að drepa. Það er það
sem hryðjuverkamenn gera. Til-
gangurinn helgar meðalið. Maður
skilur það ekki ef maður skilur
ekki menningu öfgahægrimanna,“
sagði hann. Breivik væri því ekki
haldinn ranghugmyndum þegar
hann segðist vera í baráttu um
að vernda Noreg og Evrópu fyrir
múslimum. Það væri hluti af
stjórnmálaskoðunum hans, sem
aðrir öfgahægrimenn deildu.
Fimm dómarar munu nú dæma
í málinu og úrskurða hvort Brei-
vik teljist sakhæfur eða ekki. Eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum
hefur sálfræðingum ekki borið
saman um andlegt ástand hans.
Saksóknarar krefjast þess að
hann verði fundinn ósakhæfur
og verði því vistaður á geðsjúkra-
húsi svo lengi sem hann er talinn
veikur og hættulegur öðrum. Það
gæti þýtt að hann yrði lokaður
þar inni til æviloka. Verði hann
dæmdur sakhæfur fær hann lík-
lega þyngsta mögulega dóm, 21 ár
í fangelsi, með möguleika á fram-
lengingu svo lengi sem hann er
talinn ógn við samfélagið.
Dómur verður að öllum líkind-
um kveðinn upp þann 24. ágúst.
thorunn@frettabladid.is
Krafðist sýknu við
lok réttarhaldanna
Réttarhöldunum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk
í gær. Hann hélt lokaávarpið í réttarhöldunum og fjöldi áhorfenda gekk út.
Breivik vill vera metinn sakhæfur en jafnframt sýknaður af voðaverkunum.
LOKAORÐIN Geir Lippestad krafðist þess fyrir dómi að Breivik yrði sýknaður, en aðal-
krafan var samt sem áður að hann yrði metinn sakhæfur. Eftir að Lippestad lauk máli
sínu fékk Breivik að ávarpa salinn, og gengu fjölmargir áhorfendur úr salnum áður
en hann hóf að tala. NORDICPHOTOS/AFP
NEYTENDUR Það er dýrast að
kaupa aðrar vörur en lyf í
Apótekaranum á Akureyri. Skip-
holtsapótek fylgir fast á hæla
Apótekarans og er með næst-
dýrustu vörurnar á landinu.
Lægsta verðið var oftast í Lyfjum
og heilsu á Selfossi. Þetta kemur
fram í nýrri verðlagskönnun sem
Alþýðusambands Íslands gerði
fyrr í vikunni.
Mesti verðmunurinn reyndist
vera á bossakreminu Lansinoh
í 85 gramma umbúðum. Kremið
var dýrast á 2.819 krónur í Urðar-
apóteki á Vínlandsleið en ódýrast
í Reykjavíkur apóteki á Seljavegi
á 1.665 krónur. Munurinn nam
144 prósentum.
Í könnuninni var sólarvörn
sérstaklega skoðuð og reyndist
almennt 20 til 40 prósenta verð-
munur á hæsta og lægsta verði.
Sem dæmi má nefna sólarvörn
frá Eucerin (30 UVA, 150 ml)
sem var dýrust á 3.133 krónur í
Lyfjavali Álftamýri en ódýrust á
2.375 krónur í Akureyrarapóteki
Kaupangi. Verðmunurinn var því
32 prósent.
Árbæjarapótek neitaði að taka
þátt í könnuninni. - ktg
Verðkönnun Alþýðusambands Íslands:
144% verðmunur á bossakremi
APÓTEK Lyf og heilsa á Selfossi var
oftast með lægsta verðið.
VÍSINDI Efnafræðilegar rannsókn-
ir á leifum af ílátum sem talin
eru um 7.000 ára gamlar sýna að
fólk í Norður-Afríku var byrjað
að nýta sér mjólk úr nautgrip-
um mun fyrr en áður hefur verið
sýnt fram á, mögulega til að
bregðast við þurrkum á svæðinu.
Ílátin fundust í Líbíu, og stað-
festa rannsóknir að þau voru
notuð til að geyma mjólk eða
mjólkurafurðir. Áður voru elstu
staðfestu munirnir sem sýndu
fram á notkun mjólkur úr naut-
gripum um 2.500 ára gamlir. - bj
Rannsaka 7.000 ára fornleifar:
Elstu merki um
notkun á mjólk
LÖGREGLUMÁL Egill Einarsson vill
fá skýringar á því hvers vegna
mál hans tók
jafn langan
tíma að fara í
gegn um kerf-
ið og raun bar
vitni.
Í yfirlýs-
ingu frá Agli
segir að orð
margra á net-
inu og víðar
í kring um
málið ættu að vera fólki umhugs-
unarefni. „Háskólakennarar, rit-
höfundar, embættismenn, stjórn-
málamenn og fjölmargir aðrir
gengu miklu lengra en eðlilegt
getur talist, svo mjög að á tíma-
bili fékk ég það hreinlega á til-
finninguna að það væri einlæg
von nokkurra þeirra sem dóm-
harðastir voru, að nauðgun hefði
átt sér stað!“ Egill hefur alla tíð
lýst yfir sakleysi sínu og unnustu
sinnar. - sv
Yfirlýsing frá Agli Einarssyni:
Gagnrýnir orð
fólks á netinu
EGILL EINARSSON
SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúum í
Garðabæ og á Álftanesi gefst
kostur á að kjósa um sameiningu
sveitarfélaganna þann 20. októ-
ber næstkomandi.
Samþykkt var á fundum
bæjarstjórnanna beggja bókun
þess efnis á fimmtudag. Tvær
umræður um álit samstarfs-
nefndar um sameiningu sveitar-
félaganna hafa farið fram sam-
kvæmt lögum. Atkvæðagreiðslan
mun fara fram samhliða þjóðar-
atkvæðagreiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs að frumvarpi til
stjórnskipunarlaga.
Bæjarstjórnir sveitarfélaganna
eru sammála um að sameining
sveitarfélagana sé menningar-
lega, skipulagslega og rekstrar-
lega hagkvæmur kostur.
Tillögurnar verða kynntar
íbúum með minnst tveggja mán-
aða fyrirvara. - bþh
Dagsetning ákveðin:
Kosningar um
sameiningu
ÁLFTANES Sveitarfélagið hefur átt í fjár-
hagserfiðleikum eftir efnahagshrunið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GRÆNLAND Suðurkóreskir fjár-
festar hafa sýnt áhuga á að kaupa
stóran hlut í Kvanefjeld-námunni
á Grænlandi. Þetta kemur fram á
vef Berlingske.
Á vefnum er því haldið fram
að hópurinn sé reiðubúinn að
veita sem svarar 320 milljörðum
íslenskra króna í námuna.
Í námunni má finna ýmsar
gerðir af málmum sem mikilvæg-
ir eru í hátækniiðnaði, en einnig
er þar töluvert magn af úrani.
Málið þykir hápólitískt, því
með fjárfestingunni yrði stór
hluti af grænlensku hagkerfi
háður erlendum fjárfestum.
Einnig þykir málið vafasamt af
öryggisástæðum vegna úransins.
- ktg
Fjárfestar frá Suður-Kóreu:
Ásælast námur
á Grænlandi
BL innkallar jeppa
BL hefur innkallað Nissan Navara
(D40) og og Nissan Pathfinder
(D51). Ástæðan er galli í útbúnaði á
bílstjórasæti sem getur leitt til þess
að stjórnborð fyrir sætisstillingar
verður óvirkt. Navara-bifreiðarnar
sem innkallaðar eru voru framleiddar
á tímabilinu 30. maí 2005 til 29.
september 2009 og Pathfinder-
bifreiðarnar frá 1. nóvember 2004 til
5. nóvember 2009. Um er að ræða
313 bifreiðar.
NEYTENDAMÁL
Endurvinnur þú rusl?
Já 57,5%
Nei 42,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að lesa glæpasögu í
sumar?
Segðu þína skoðun á Visir.is
KJÖRKASSINN
Hann gerði sér grein
fyrir því að það væri
rangt að drepa en hann valdi
að drepa. Það er það sem
hryðjuverkamenn gera.
GEIR LIPPESTAD
VERJANDI BREIVIKS