Fréttablaðið - 23.06.2012, Side 9

Fréttablaðið - 23.06.2012, Side 9
Landsbankinn þinn er heiti á stefnu Landsbankans. Bankinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfé- laginu. Landsbankinn hefur breyst mikið og mun breytast og efl ast enn frekar í takt við stefnuna. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar. Eitt af markmiðum Landsbankans hefur verið að selja eignir í óskyldum rekstri. Stefna Landsbankans er að hámarka endur- heimtur en á sama tíma tryggja gagnsæi og fylgja góðum viðskiptaháttum. 44 Nr. 44: Við ætlum að selja fyrirtæki í óskyldum rekstri AÐGERÐIR Í TAKT VIÐ NÝJA STEFNU Egilshöll er ein helsta eign fasteignafélagsins Regins. Landsbankinn hefur selt öll fyrirtæki í óskyldum rekstri Á síðustu 24 mánuðum hefur Landsbankinn selt öll líf- vænleg fyrirtæki í óskyldum rekstri sem hann hefur fengið yfi rráð yfi r í kjölfar rekstrarerfi ðleika þeirra. Öll þessi rekstrarfélög eru nú komin í hendur eigenda sem geta einbeitt sér að upp- byggingu þeirra og vexti á komandi árum. Með þessum hætti hefur tekist að lækka verðmæti eigna sem Lands- bankinn hefur ha til sölu um nærri 100 milljarða króna. Þetta styrkir  árhags- stöðu bankans og einfaldar og skýrir rekstur hans. Þau fyrirtæki sem seld hafa verið eru: Eignarhaldsfélagið Vestia (Húsasmiðjan, Vodafone, Skýrr, Teymi og Plastprent), Icelandic Group, Límtré Vírnet, Björgun, Pizza Pizza, Parlogis, Sólning og fl eiri. Þá seldi bankinn nýverið hlut sinn í Verði tryggingum og Verði lí ryggingum auk þess að selja  ölda fasteigna og skráð verðbréf. Nú hefur 75% hluta ár dótturfélagsins Regins verið selt og sú sala styrkir einnig uppbyggingu hlutabréfamarkaðar. Allar þessar aðgerðir bera með sér að  árhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja í kjölfar hrunsins fer senn að ljúka. Jafnræði og gagnsætt söluferli Við sölu fyrirtækja fylgir Landsbankinn ákveðnum reglum og þeim sjónar- miðum sem Samkeppnis- e irlitið beinir til  ármála- fyrirtækja vegna yfi rtöku á fyrirtækjum í samkeppnis- rekstri. Rekstrarfyrirtæki eru auglýst og boðin til sölu á almennum markaði, brjóti það ekki gegn samningum eða lögvörðum hagsmunum viðskiptavina bankans. Áætlanir um sölu fyrirtækja í samkeppnisrekstri eru kynntar innan sex mánaða frá yfi rtöku þeirra og þau verðmetin af viðurkenndum sérfræðingum. Landsbankinn mun áfram með milligöngu fagmanna selja minni fasteignir, fasteignafélög, ökutæki og lausa ármuni sem hann eignast. Lýsingu á söluferli fullnustueigna má fi nna á vef bankans. 100 MILLJARÐAR Lækkun á eignum til sölu landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.