Fréttablaðið - 23.06.2012, Side 60
23. júní 2012 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
EIRÍKUR MUSSIMA
QUAN-BIRGISSON
fæddur 4. janúar 2003,
dáinn 16. júní 2012,
lést eftir stutt veikindi. Jarðarförin fer fram
þriðjudaginn 26. júní frá Keflavíkurkirkju
kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
styrktarsjóð sem stofnaður hefur verið til minningar um Eirík, sem
nýttur verður til góðgerðarmála tengdum barnastarfi Sameinuðu
þjóðanna. Kt: 120769-3679, banki: 0542-14-402626.
Birgir Guðbergsson Sike Quan
Jóna Kristín Birgisdóttir Jóhannes Stefánsson
Hjálmtýr Birgisson Tinna Rósantsdóttir
Gunnar Birgisson
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JAKOB JÓHANNES SIGURÐSSON
Garðatorgi 7, Garðabæ,
lést þann 9. júní. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey, að ósk hins látna.
Ingibjörg Pétursdóttir
Ólafur Pétur Jakobsson
Sigurður Rúnar Jakobsson Björg Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSRÚN KRISTMUNDSDÓTTIR
kennari frá Patreksfirði,
Austurströnd 12, Seltjarnarnesi,
sem lést að heimili sínu laugardaginn 16.
júní, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju
miðvikudaginn 27. júní kl. 13.00.
Gunnsteinn B. Höskuldsson Teresa Kristín Eymundsdóttir
Jóhanna B. Höskuldsdóttir Gary John Te Maiharoa
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi,
JÓN THEODÓRSSON
lést þann 16. júní á sjúkrahúsi í New Jersey.
Bálför fer fram í Middletown, New Jersey.
Anne Høst-Madsen
Ágúst Jónsson Carrie Pasola Jónsson
Poul Høst-Madsen Elizabeth Uhland Cranmer
Jon Kristofer Høst-Madsen Shannon Gates
Henrik Høst-Madsen
Ragna Jónsdóttir Theodór Jóhannesson
Björn Theodórsson Valgerður Kristjónsdóttir
Helga Theodórsdóttir Örn Friðrik Clausen
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HJÖRDÍS EINARSDÓTTIR
Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að morgni
fimmtudagsins 21. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Brynjólfur Guðmundsson
Guðmundur Brynjólfsson Kristín H. Halldórsdóttir
Guðfinna Brynjólfsdóttir Logi Halldórsson
Einar Finnur Brynjólfsson Guðrún B. Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður og afa,
SIGURJÓNS ÁRDALS
ANTONSSONAR
frá Ytri-Á, Sléttuvegi 13.
Sesselja Friðriksdóttir
stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON
frá Grafargili,
lést 8. júní sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Garðar Helgi Guðmundsson Maia Burduli
Aðalsteinn Snævar Guðmundsson Hrönn Kristjánsdóttir
Kristín Salóme Guðmundsdóttir Magnús Harðarson
Erla Friðleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn hins látna.
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐBJARGAR HELGADÓTTUR
frá Kolviðarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra, Borgarnesi, fyrir hlýju og góða
umönnun.
Jónasína Oddsdóttir Reynir Bragason
Sigurður Oddsson
Helgi Oddsson Sigríður Þórðardóttir
Hjalti Oddsson Elín Þorsteinsdóttir
Sesselja Oddsdóttir Lárus Gestssson
Jón Oddsson Herdís Þórðardóttir
Þorbjörn Oddsson Jóhanna B. Þorvaldsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR
lést á heimili sínu 18. júní sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 28. júní kl. 13.00.
Bjarni Finnbogason Dagmar Bragadóttir
Guðrún Halldóra Valsdóttir Gunnar S. Arnarson
Aron Þór, Guðmundur Ingi, Sandra Brá og Elva Sóley
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og jarðarför okkar elskulega
eiginmanns, sonar, föður, stjúpföður,
tengdaföður og afa,
HJALTA GUÐMUNDSSONAR
meindýraeyði,
Huldugili 6, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Akureyrar.
Guð veri með ykkur.
Guðný Ósk Agnarsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Heiður Hjaltadóttir Arnar Már Sigurðsson
Gígja Hjaltadóttir
Agnar Kári Sævarsson Heiðrún Georgsdóttir
Sigurlaug Sævarsdóttir Hilmar Þór Ívarsson
afabörn og systkini hins látna.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
HARALDAR BENEDIKTSSONAR
Sléttuvegi 21.
Guðrún Elíasdóttir
Höskuldur Haraldsson
Emil Haraldsson Ásdís Hauksdóttir
Lilja S. Haraldsdóttir Eysteinn S. Torfason
Elías Haraldsson
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SÆMUNDA GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést 31. maí. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir
fyrir samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til
starfsfólks Grundar 4-V fyrir góða umönnun.
Hilmar Guðmundsson Guðrún Valgeirsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir Sigvaldi Viggósson
Elsa Guðmundsdóttir Brynjar Eymundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓHANNA M. BOGADÓTTIR
Víðilundi 20, Akureyri,
lést þriðjudaginn 19. júní á Sjúkrahúsi
Akureyrar. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. júní
kl. 13.30.
Lovísa Ásgeirsdóttir Guðmundur Jónsson
Bogi Ásgeirsson Margrét Einarsdóttir
Jóhanna Margrét Kristinn Bjarkason
Jón Einar Guðmundsson Birgir Örn Guðmundsson
Elin Arna Bogadóttir Einar Kári Bogason
Ásgeir Jóhann, Daníel Ingi og Almar Jón Kristinssynir
„Ég má ekkert vera að því að hugsa um
þetta afmæli,“ segir Sigríður Snævarr
sendiherra sem er sextug í dag. Hún er
að kenna stórum hópi atvinnuleitenda
og tekur sér ekki einu sinni matartíma.
Viðurkennir að vera vinnuþjarkur. „En
ég hef svo gaman af að vinna að mér er
það bara eðlilegt,“ segir hún brosandi.
Eftir viðtalið ætlar hún í finnska sendi-
ráðið en fyrst að heimsækja mömmu
sína, Valborgu Sigurðardóttur, sem býr
á elliheimilinu Grund.
Afmælishaldið geymir Sigríður til
haustsins. Þá ætlar hún að gefa út bók
með samstarfskonu sinni, Maríu Björk
Óskarsdóttur. „Sú bók verður um lær-
dómana af því að leiða fólk á öllum
aldri gegnum atvinnuleit. Við höfum
gert það síðan í nóvember 2008 og það
hefur verið magnað ferðalag.“
Sigríður verður komin á Rauðasand
þegar þessar línur birtast. Eiginmað-
urinn Kjartan Gunnarsson og sonur-
inn Kjartan Gunnsteinn, tæplega fimm
ára, eru farnir vestur. Spurð hvort
hún hafi einhvern tíma til að sinna
drengnum, svarar Sigríður. „Já, hann
er náttúrlega aðalatriðið. Ég er líka
að skapa framtíð fyrir hann og öll hin
börnin í landinu sem ég vil að alist upp
við von, trú og kjark í samfélaginu.“
Sigríður er elst fimm barna
Ármanns Snævarr, háskólarektors sem
lést árið 2010, og Valborgar Sigurðar-
dóttur, skólastjóra Fósturskóla Íslands.
„Mamma byggði upp leikskóla stigið
og var útivinnandi frá fimm börnum,
hún var atorkukona,“ segir Sig ríður.
En hvernig krakki var hún sjálf?
„Ég átti gott með að læra tungumál
og þótti gott að fara eftir reglum, fór
ein í strætó áður en ég varð fimm ára
og fannst gaman að vera sjálfstæð. Í
fyrstu utanlandsferðina fór ég ein, tólf
ára, og hafði safnað fyrir henni.“
Tuttugu og sex ára hóf Sigríður störf
í utanríkisþjónustu, fyrst í Moskvu.
„Það var ekki hægt að hringja milli
landa nema endrum og eins og þá
kannski um miðja nótt,“ rifjar hún
upp. Síðar var hún mörg ár sendiherra í
París og í Stokkhólmi og sinnti mörgum
löndum jafnhliða. „Ég var í fjarbúð í
20 ár og þurfti að búa mér verðugt
líf en ég hef ástríðu fyrir diplómatíu
og finnst dýrmætt að finna stað sem
maður nýtur sín á, gefur af sér og sér
aðra blómstra.“ gun@frettabladid.is
SIGRÍÐUR SNÆVARR SENDIHERRA: ER SEXTUG Í DAG
Vill efla von, trú og kjark barna
SIGRÍÐUR SNÆVARR Stökk augnablik frá
verkefninu Nýtum kraftinn og var ljúft að láta
mynda sig í Vatnsmýrinni því þar lék hún sér
sem barn þegar hún átti heima á Aragötu 8.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SÉRA PÉTUR ÞÓRARINSSON
(1951-2007) var fæddur þennan dag.
„Á erfiðum stundum er ekkert
mikilvægara en að eiga góða að.“