Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 30. ágúst 2012 23 Í grein hér í blaðinu sl. miðviku-dag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem innanríkis- ráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórn- lagaráðs frá síðasta ári verði lagð- ar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm til- tekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög tak- mörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurning- um játandi, en almennu spurn- ingunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósend- ur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svar- að hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæða- greiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er ein- faldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orða- lagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlaga- ráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurn- ingarnar að sjálfsögðu verið orð- aðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþing- is í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórn- arskránni og tillögum stjórn- lagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurning- um í hinni fyrirhuguðu þjóðarat- kvæðagreiðslu. Tillögur stjórn- lagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörg- um verulega, og við bætt mörg- um tugum nýrra ákvæða. Von- andi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofan- greindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæða- greiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlaga- ráðs og hins vegar fimm sértæk- um spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvi- tað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessar- ar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka. Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla Ný stjórnarskrá Birgir Ármannsson alþingismaður AF NETINU Fiskur og einkavina- væðing Það er dálítið skemmtilegt að Guðmundur, útgerðarmaður í Brimi, skuli orða það svo að fiskurinn í sjónum eigi sjálfan sig. Jú, hann syndir sjálfsagt um frjáls og telur sig vera engum gefinn. En svo er það nú þannig að sumum er heimilt að sækja fiskinn, öðrum ekki. Sumum er meira að segja heimilt að selja, leigja eða veðsetja óveiddan fisk í sjó – og um það veit þorskurinn ábyggilega ekki neitt. Hann veit ekki að hann hefur verið notaður sem veð í lánaviðskiptum við erlenda banka, jafnvel í alls konar skuldavafninga. Og þótt eitthvað af þessu sé afskrifað, þá kannski til að létta undir með Guðmundi í Brimi, þá veit þorskurinn ekkert um það heldur. Það er líka skemmtilegt að Guð- mundur skuli nefna Bæjarútgerð Reykjavíkur og hvernig hún var rekin með tapi. Þar er nefnilega saga sem ekki hefur verið nóg- samlega rifjuð upp, um einkavina- væðingu Bæjarútgerðarinnar. http://eyjan.pressan.is/ silfuregils/ Egill Helgason Opið laugard. kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.