Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 24

Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 24
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓS ÓLAFSDÓTTIR Laugarnesvegi 89, Reykjavík, lést mánudaginn 27. ágúst á hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík. Þorbergur Pétursson Pétur Þorbergsson Jóhanna Traustadóttir Kristján Þorbergsson Þórunn Sigurðardóttir Sigríður Rós Pétursdóttir Bryndís María Kristjánsdóttir Bergrós Kristjánsdóttir Sigrún Valdís Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA STEFÁNSDÓTTIR frá Raufarhöfn, áður til heimilis að Vogatungu 101, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst. Árni Pétursson Svanhildur Sigurðardóttir Gísli Þröstur Kristjánsson Oddný Gestsdóttir Guðleif Kristjánsdóttir Helgi Eiríksson Arnþrúður Kristjánsdóttir Hafsteinn Guðmundsson Stefán Kristjánsson Agla Róbertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts bróður okkar, móðurbróður og frænda, GÍSLA SCHEVING KRISTMUNDSSONAR, Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði 13. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs, fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Guð blessi ykkur öll. Elín Kristín Kristmundsdóttir Anna Scheving Kristmundsdóttir Hallgrímur Kristmundsson Virgill Scheving Einarsson Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir Svanur Scheving Skarphéðinsson Brynja Hafsteinsdóttir Kristmundur Skarphéðinsson Ingunn Lúðvíksdóttir Elín Kristín Scheving Skarphéðinsdóttir og börn. Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, BJARNI SIGURÓLI JAKOBSSON til heimilis að Baldursbrekku 1 á Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 27. ágúst. Jarðarförin mun fara fram frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 4. september kl 14.00. Helga Gunnarsdóttir Guðrún Siguróladóttir Jóhann Halldórsson Bára Siguróladóttir Sturla Sigtryggsson Jakob S. Bjarnason Lára G. Stephensen Brynja Siguróladóttir Grétar Þór Eyþórsson Vignir Sigurólason Berglind Sigurðardóttir Björk Siguróladóttir Gunnar Birgir Gunnlaugsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, ARNÓR ÞÓRHALLSSON verkfræðingur, Reynihlíð 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. september kl 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum. Ingibjörg Hrund Björnsdóttir Lilja Birna Arnórsdóttir Guðjón Karl Reynisson Þórhallur Arnórsson Sigríður Sunna Ebenesersdóttir Björn Lárus Arnórsson Arnheiður Leifsdóttir Birgir Már Arnórsson Áslaug Bennie Þórhallsdóttir Þórhildur Þórhallsdóttir Ingibjörg Erla Birgisdóttir Magnús Birgisson og barnabörn. Faðir okkar, PÉTUR SIGURÐSSON bóndi á Hjaltastöðum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Þórólfur Pétursson Bryndís Pétursdóttir Margrét Pétursdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ORMUR ÓLAFSSON Safamýri 54, sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu Reykjavík 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg – Landssamband fatlaðra. Alfa Guðmundsdóttir Ólafur Ormsson Ágúst Þór Ormsson Ingibjörg Kristinsdóttir Gunnlaugur Óskar Ágústsson Anna Heiður Heiðarsdóttir Sveinn Fjalar Ágústsson Jóna Rún Gísladóttir Sverrir Rafn Ágústsson Hrefna Fanney Matthíasdóttir Freyja Ágústsdóttir og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, vinkona, dóttir, systir og mágkona, ANNA STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR Sjafnargötu 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Menntunarsjóð barnanna. Reikningsnúmerið er 0301-13-703715 og kennitalan er 040291-2459. Kjartan Bjargmundsson Elsa Kjartansdóttir Bjargmundur Ingi Kjartansson Ingibjörg Kjartansdóttir Ragnheiður Ólína Kjartansdóttir Ágúst H. Elíasson Elsa Vestmann Stefánsdóttir Birgir Sigurðsson Einar Ingi Ágústsson Ásta Margrét Guðlaugsdóttir Elías Halldór Ágústsson Kristín Vilhjálmsdóttir Eva Ágústsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu og langömmu, JÓNU VESTMANN Grandavegi 11, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 2. ágúst. Emil Emilsson Ellen Vestmann Emilsdóttir Adam Vestmann Gústav Aron Gústavsson Margrét Vala Steinarsdóttir Eva Sól Adamsdóttir „Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningar- æði að ég gat ekki stoppað,“ segir Sig- mundur Ernir Rúnarsson, alþingismað- ur og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akur- eyri,“ eins og stendur á bókakápu. Sig- mundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuð- ust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyr- irtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili“. Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og allt- af var á vísan að róa; alltaf hádegismat- ur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar.“ Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afvikn- ir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í milli- tíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósa- staur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni.“ Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orð- unum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf.“ bergsteinn@frettabladid.is SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON: SENDIR FRÁ SÉR SÍNA NÍUNDU LJÓÐABÓK Óður til amma og liðins tíma ÖMMUSTRÁKUR Sigmundur Ernir leitast við að fanga liðinn tíma nægjusemi og nærveru fjölskyldunnar í nýjustu ljóðabók sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR leikkona er 54 ára í dag. „Það lá svo beinast við að ég yrði leikkona þar sem ég ólst upp í Iðnó þar sem mamma var leikkona. Leikhúsið varð því minn hversdagur, en líka hátíð.“ 54 Úr Eldhúsi ömmu Rún Ég gæti best trúað því að Rafha hafi verið fyrsta orðið sem ég lærði að lesa ... Rafha svart á hvítu stóð það framan á ofninum; orðið sjálft ... og merkti mat.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.