Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 35

Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 35
KYNNING − AUGLÝSING Atvinnumiðlun & ráðgjöf30. ÁGÚST 2012 FIMMTUDAGUR 7 Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands bjóða upp á atvinnumiðlanir. Þjón- ustan er hugsuð bæði fyrir nem- endur skólanna og atvinnu lífið og hefur hún það markmið að auð- velda námsmönnum leit að starfi og atvinnurekendum að finna góða starfskrafta. Fyrirtæki og stofnanir geta leitað til atvinnu- miðlana háskólanna eftir starfs- mönnum, hvort sem um er að ræða sumarstarf, hlutastarf eða fast starf eftir útskrift. Yfir 1.000 nemendur leituðu til atvinnu- miðlana háskólanna á síðasta ári. Háskólinn í Reykjavík A ndr i Tómas Gunnarsson er umsjónar maður og ráðgjafi at- vinnuþjónust- unnar í Háskól- anum í Reykja- vík. Hann segir nemendur sem standa sig vel í námi eftirsótta á vinnumarkaði, óháð úr hvaða deild þeir koma en undanfarið hafi eftirspurn eftir tölvunarfræð- ingum verið mikil. „Við reynum að hafa starfsúrvalið sem fjöl- breyttast til að koma til móts við þarfir nemenda okkar.“ Þjónustan er nemendum og fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Auk atvinnu- miðlunarinnar er boðið upp á leiðsögn varðandi atvinnuleitina. „Við gefum ráð við gerð feril skrár og kynningarbréfa, undirbún- ing fyrir atvinnuviðtal, leiðsögn í samningatækni í launaviðtali sem og öðrum þáttum umsóknarferlis- ins,“ segir Andri og bætir við að at- vinnuþjónustan bjóði einnig upp á áhugasviðsgreiningu sem og styrkleikapróf byggt á fyrirmynd frá bandaríska háskólanum MIT. Háskóli Íslands Rebekka Sigurð- ardóttir er upp- lýsingafulltrúi Stúdentamiðl- u na r Félags- stofnunar stúd- enta. Þar fer atvinnumiðl- unin öll fram á vefnum og er þv í mill i l iða- laus. „Vinnu- veitendur skrá störf sín sjálfir og hafa samband við þá sem eru á skrá og stúdentar hafa beint sam- band við þá sem auglýsa,“ útskýr- ir Rebekka. „Flestirw sem nýta sér þjónustuna eru að leita sér að sumarstörfum og hlutastörf- um. Þjónustan er í boði fyrir alla nemendur, og þá sem eru að út- skrifast, óháð skóla.“ Frítt er fyrir stúdenta að nota vefinn en fyrir- tæki greiða fyrir aðgang að gagna- grunninum. „Á vorin höfum við boðið ókeypis auglýsingar til að hvetja fyrirtæki til að ráða stúd- enta til starfa.“ Rebekka bætir við að Stúdenta miðlun bjóði ekki upp á aðra þjónustu á þessu sviði, en Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Ís- lands aðstoði stúdenta við að und- irbúa leit að framtíðarstörfum. Atvinnumiðlun stúdenta Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nemendum upp á atvinnumiðlun og ráðgjöf varðandi atvinnuleit. Þjónustan er hugsuð fyrir nemendur, fyrrum nemendur og fyrirtæki í leit að starfsfólki. Andri Tómas Gunn- arsson, umsjón- armaður atvinnu- miðlunar Háskólans í Reykjavík. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Stúdentamiðlunar Félagsstofnunar stúdenta. Fjölbreytt atvinnuþjónusta Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands undirbýr nemendur fyrir atvinnulífið. MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.