Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 52
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR36
lifsstill@frettabladid.is
Eygló Guðjónsdóttir á svo
sannarlega ráð undir rifi
hverju en hún er forstöðu-
maður Leiðbeiningastöðvar
heimilanna og aðstoðar fólk
með ýmis vandamál í gegn-
um síma eða Internetið.
HÚSRÁÐ „Það er mikið um karla
sem hringja inn og biðja um ráð til
að elda mat eins og mamma gerir
hann,“ segir Eygló hlæjandi.
Leiðbeiningastöð heimilanna
var sett á fót í október 1963 og
fagnar því 50 ára afmæli á næsta
ári. „Lengst af hringdi fólk allt-
af inn en fyrir fimm árum tókum
við heimasíðuna í gagnið og nú
getur fólk fundið svör við flestum
spurningum þar,“ segir Eygló.
Hún segir þó vera töluvert af
fólki sem enn hringi inn og að
álagið sé árstíðabundið. „Það er
mikið að gera þegar fólk stendur
í jólabakstrinum, á sláturtíð og á
þessum árstíma þegar verið er að
spá í sulturnar og saftin,“ segir
hún og bætir við að fyrirspurnir
um veisluhöld og upplýsingar um
erlendar gæðakannanir á heimilis-
tækjum séu líka algengar.
Aðspurð hvort hún sé með svör
við öllum vandamálum hlær Eygló
og segir það ekki vera svo gott en
að það sé þó mjög sjaldan sem fólk
fái ekki úrlausn sinna mála, enda
leiti hún svara hafi hún þau ekki á
reiðum höndum. Hún segir ungar
konur vera þær sem hafi mest sam-
band en að það hafi þó aukist mjög
að karlar leiti að stoðar. „Fyrst eftir
efnahagsófarirnar hringdi mikið
af yngra fólki og var að velta fyrir
sér sparnaðarráðum. Það hefur nú
aðeins gengið til baka núna,“ segir
hún og bætir við að aukning hafi
orðið á að miðaldra karlmenn leiti
aðstoðar. „Ég fékk skondið sím-
tal fyrir nokkru þar sem maður
hringdi og bað um ráðleggingar
um hvort hann ætti að hefja sam-
búð með kærustunni sinni. Honum
KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
SAMBÖND Rosalind Sedacca, höf-
undur bókarinnar How Do I Tell
the Kids About the Divorce?, segir
mikilvægt að hafa fimm atriði í
huga þegar hjón með börn skilja.
Fyrsta atriðið sem Sedacca
nefnir er að hvorugt foreldrið skuli
tala illa um hitt foreldrið í návist
barnanna eða kenna því um skiln-
aðinn. Þetta skaðar sjálfsmynd
barnsins og einnig framtíðarsam-
band foreldranna. Sedacca segir
einnig mikilvægt að láta börnin
ekki um ákvarðanatökur, þau eigi
mjög erfitt með að gera upp á milli
foreldra sinna og eigi því ekki að
vera sett í þá aðstöðu.
Þriðja atriðið sem Sedacca segir
mikilvægt er að gera börnunum
ljóst að skilnaðurinn sé ekki þeim
að kenna og að minna þau á það oft
og reglulega.
Annað sem hafa ber í huga er
að gera börnin ekki að trúnaðar-
manni, þau séu of ung til að takast
á við vandamál fullorðinna. Og
loks segir Sedacca að aldrei eigi
að rífast fyrir framan börnin.
Vel heppnaður
hjónaskilnaður
SKILNAÐUR Ekki skal rífast fyrir framan börn þegar gengið er í gegnum skilnað, að
sögn Rosalind Sedacca, höfundar How Do I Tell the Kids About the Divorce?
NORDICPHOTOS/GETTY
TÍSKA Alber Elbaz, yfir hönnuður
Lanvin, segist ekki hafa neitt á
móti því að tískukeðjur á borð
við Topshop og H&M hermi eftir
hönnun hans.
„Ef við veitum þeim inn blástur,
þá er það af hinu góða. Ég hann-
aði fatalínu í samstarfi við H&M
eitt sinn og fannst það skemmti-
legt. Með því gat ég hannað fatnað
handa fólki sem annars hefði
ekki haft efni á hönnun minni. Og
mér fannst gaman að 95 prósent
af flíkunum höfðu selst á aðeins
fjórum klukkustundum,“ sagði
hönnuðurinn viðkunnanlegi í við-
tali við vefsíðuna WSJ.com.
Hann viðurkenndi jafnframt að
hann hefði engan áhuga á að létta
sig því hann óttaðist að það hefði
áhrif á vinnu hans.
„Ég er of þungur og læt mig
þess vegna dreyma um allt sem er
fislétt. Ég yfirfæri drauma mína
á hönnunina og þess vegna eru
flíkur mínar léttar og fljótandi.
Ég er hræddur um að ef ég léttist
fari ég að hanna þungar flíkur. Þið
hlæið kannski, en mér er alvara.“
Vill alls ekki léttast
VILL EKKI LÉTTAST Alber Elbaz hönnuður
óttast að þyngdin hafi áhrif á getu hans
í starfi. NORDICPHOTOS/GETTY
MÖMMUMATUR, SULTUR
OG SPARNAÐARRÁÐ
þótti lítið til þessarar leiðbeininga-
stöðvar koma þegar ég gat ekki
hjálpað honum með það vandamál,“
segir hún og hlær.
Leiðbeiningastöðin heldur úti
heimasíðunni Leidbeiningastod.
is auk þess sem hún hefur gefið út
ýmiss konar fræðsluefni í gegnum
árin sem hægt er að kaupa gegn
vægu gjaldi.
Leiðbeiningastöðin er ekki eini
vettvangurinn sem miðlar hús-
ráðum því samskiptasíðan Face-
book fer ekki varhluta af þeim,
frekar en öðru, og síðan Húsráð
og annar fróðleikur hefur verið
stofnuð þar. Þar geta allir Face-
book-notendur skrifað sín vanda-
mál og aðrir notendur komið með
ráðleggingar. tinnaros@frettabladid.is
Eygló segist oftast svara spurn-
ingum er varða bletti í fötum en
einnig sé mjög algengt að fólk
glími við sveppi í þvottavélunum
sínum. „Margir hringja inn og kvarta
yfir því að þvotturinn sé farinn að
lykta illa hjá þeim. Þá er yfirleitt
um að ræða sveppi í þvottavélum
sem er mjög algengt og auðvelt að
glíma við. Það er aðallega eitt efni
sem vinnur á þessu og það heitir
Rodalon og fæst í næsta apóteki,“
segir Eygló og bendir á síðuna
Leidbeiningastod.is til að fá nánari
leiðbeiningar um hvernig skuli
losna við sveppinn.
SVEPPIR Í ÞVOTTAVÉLUM ALGENGIR
OSTSNEIÐAR Á DAG minnka líkurnar á sykursýki 2 um
12% samkvæmt nýjum rannsóknum breskra og hollenskra
vísindamanna við rannsóknarstöð lækninga í Cambridge.
2
KYNLÍF Ég fór út að skemmta mér
seinustu helgi. Á troðnum skemmti-
staðnum fylgdist ég með dular-
fullum augngotum, blikki, klaufa-
legum strokum og óþægilega
háværum samræðum milli slef-
andi munns og eyra með fingri í.
Mjög skemmtilegt allt saman fyrir
áhorfandann en fyrir sjálfan þátt-
takandann virtust þessi samskipti
ekki vera neitt sérlega áhrifarík.
Einu samskiptin sem geta átt sér
stað í þessum aðstæðum er hvort
viðkomandi sé tilkippilegur fyrir
kynlíf. Því verður það oft eina leiðin
til að kynnast tilvonandi maka. Þú
nærð varla að kryfja persónuleika
viðkomandi til mergjar þegar þú
heyrir aðeins þriðja hvert orð og
þið skiptist á einræðum í eyru hvors
annars. Þú verður að drekka, dansa,
rekast utan í hann, staulast heim,
sofa saman og skiptast (vonandi)
á símanúmerum þegar ölæðið er
runnið af ykkur. Það er, ef viðkom-
andi er talinn ásættanlegur í hörðu
dagsljósi timburmanna. En hvað ef
þig langar ekki að fara þessa leið?
Ég var orðin leið á þessum klaufa-
lega dansi, fannst hann einhæfur
og flókinn. Mér gekk illa að slíta
vininn úr þéttu fangi Bakkusar til
að spyrja hann hvort hann langaði
í kærustu eða bara einn snöggan.
Flestir segja nú líka ansi margt til
að komast í einn snöggan. En ég
nennti þessu ekki. Ég nennti ekki
klaufalegu fálmandi kynlífi með
Bakkusi og sveittum djammara
sem var svo týndur í sinni eigin til-
veru að hann stundi vitlaust nafn
og staulaðist sokkalaus heim til sín.
Það er fátt um úrræði fyrir þá sem
þessu ekki nenna og vilja bara kynn-
ast einhverjum sem hefur svipaðar
lífsskoðanir og gildi. Vissulega má
liggja á netinu, pota og senda skila-
boð en það getur verið tímafrekt
og ekki allra að fara vel með hið
skrifaða orð. Það vantar einhvern
miðlara, einhvern sem sér um að
para saman þá sem passa saman
og vilja fá svipaða hluti út úr líf-
inu. Bandaríkin hafa verið framar-
lega í slíkum sambandsmiðlunum
og samkvæmt þeim þá svínvirkar
þetta. Slík miðlun hefur nú verið
opnuð hér á landi og verður spenn-
andi að fylgjast með hvort týndar
sálir finni ástina hvor í annarri á
formlegu stefnumóti. Kannski jafn-
vel þróast einhvers konar menn-
ing stefnumóta í framhaldinu. Það
er mér algjörlega óskiljanlegt af
hverju við erum svona feimin við
stefnumót og ég skora á samlanda
mína að breyta því frá og með þess-
um degi. Af hverju berum við kyn-
færin áður en við berum hjartað?
Kærasta eða einn snöggur?
STEFNUMÓT EÐA DRÁTTUR Hvað er til ráða fyrir þá sem ekki vilja hefja makaleit sína
á skemmtistöðum eða öldurhúsum bæjarins? NORDICPHOTOS/GETTY
RÁÐ UNDIR RIFI HVERJU Eygló leggur mikið upp úr því að geta svarað öllum spurn-
ingum sem berast og leitar sér oft svara hafi hún þau ekki á reiðum höndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA