Fréttablaðið - 19.09.2012, Síða 13

Fréttablaðið - 19.09.2012, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. september 2012 13 Í tilefni af 70 ára sögu félagsins og forvera þess verður sérstök afmælisráðstefna haldin í Hörpu þann 25. september. Þar munu lykilmenn í sjávarútvegs- og smásöluiðnaði fjalla um margvísleg málefni tengdum iðnaðinum. 13.30 Setning ráðstefnu og ávarp, Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group Ráðstefnustjóri: Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group 13.40 Efnahagsleg áhrif sölusamtaka á sjávarútveginn og Ísland Daði Már Kristófersson, dósent, Háskóli Íslands 14.25 Retail and Seafood – Umræðustjóri: Anita Barker, framkvæmdastjóri Coldwater o Seafood from a Retailers Perspective – Andrew Mackenzie, sölustjóri hjá Marks & Spencer o Highliner Foods – Henry Demone, forstjóri Highliner Foods 15.30 Kaffihlé 15.50 Seafood Branding – Umræðustjóri: Árni Geir Pálsson, stjórnarmaður Icelandic Group o Saucy Fish Co.: From minnow to mammoth – Simon Smith, sölu- og markaðsstjóri Seachill o The brand Icelandic – Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica 17.00 Ráðstefnuslit 17.00 –18.00 Léttar veitingar Vinsamlegast hafðu samband við Lilju Valþórsdóttur (liljav@icelandic.is) fyrir kl. 14.00, 24. september til að skrá þig á ráðstefnuna. Takmarkað sætaframboð. Verð 7.900 kr. Við hlökkum til að sjá þig á ráðstefnunni. Afmælisráðstefna Icelandic Group Dagskrá EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fagna nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Fram- kvæmdastjóri SA segir að treysta þurfi krónuna og forseti ASÍ segir ljóst að upptaka evru sé besti kost- urinn í stöðunni. Þá telja þeir báðir mikilvægt að skýrslan verði rædd. „Mér sýnist að Seðlabankinn hafi lagt sig fram við að greina þessi mál og gert það eins faglega og unnt er. Eftir stendur sú niður- staða að þetta sé álitamál og að rökstyðja megi tvo kosti. Annars vegar að okkur sé betur borgið í ESB með evru og hins vegar að halda krónunni,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og heldur áfram: „Ég held að það sé rétt sem fram kemur að upptaka evrunnar er miklu fremur lang- tímamál en að hún sé skyndilega hrist fram úr erminni. Verkefnið til skamms tíma hlýtur því að vera að fá krónuna til að virka.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir skýrslu Seðlabankans vand- aða. „Ég held að það sé alveg klárt að niðurstaða hennar er að hags- munum atvinnulífsins sé best borgið með upptöku evrunnar,“ segir Gylfi. „Þá er Seðlabankinn mjög opinskár í því mati sínu að reynslan af fljótandi krónu sé alls ekki góð. Hún hafi ýkt sveiflur fremur en að bregðast við þeim.“ Þá bendir Gylfi á að aðild að ESB kunni að vera ófær. Ef svo reynist sjái hann ekki hvernig fljótandi króna geti verið lausn- in. „Mér finnst þess virði að skoða hvort ekki sé eðlilegt að taka aftur upp fast gengi í ljósi þeirra tak- markana sem við munum þurfa að hafa á gjaldeyrishreyfingum. Betur gekk að tryggja stöðugleika, lága verðbólgu og lága vexti með fast gengi en þegar við þurftum að fleyta krónunni á sínum tíma vegna áhættunnar af árásum spá- kaupmanna-,“ segir Gylfi. - mþl Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fagna nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum: Skýrsla Seðlabanka krefst mikillar yfirlegu GYLFI ARNBJÖRNSSON VILHJÁLMUR EGILSSON FRAKKLAND, AP Dómstóll í Frakk- landi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate her- togaynju af Cambridge berbrjósta. Þá var blaðið dæmt til þess að afhenda öll afrit af mynd- unum sem teknar voru af Katrínu. Jafnframt þarf blaðið að borga sekt ef myndir birtast aftur. Myndirnar sem um ræðir hafa þegar birst á Írlandi og Ítalíu og eru víða á netinu. Málið sem breska konungsfjölskyldan vann í gær kemur því ekki í veg fyrir dreifingu á myndunum, en önnur lögsókn er í bígerð. - þeb Frönsk útgáfa dæmd: Banna myndir af hertogaynju HERTOGAYNJAN. SVÍÞJÓÐ, AP Tvær sænskar konur hafa fengið grædd í sig leg sem tekin voru úr mæðrum þeirra. Aðgerðirnar voru gerðar í Gautaborg um helgina. Þær verða ekki sagðar hafa geng- ið vel nema konunum takist að verða þungaðar eftir ár. Þær eiga báðar fósturvísa og munu ef allt gengur að óskum læknanna geta gengið með tvö börn. Að þeim meðgöngum lokn- um verða legin tekin úr þeim á ný. Mesta hættan við þunganir af þessu tagi er að fylgjan vaxi ekki eðlilega og barnið fæðist fyrir tímann og vaxi ekki eðli- lega. Þetta segir skoskur pró- fessor. - þeb Legígræðslur í Svíþjóð: Dætur fengu leg úr mæðrum DANMÖRK Átta manns á aldr- inum 27 til 71 árs voru hand- teknir í gær á Sjálandi vegna fjárhagslegs stuðnings við kúr- dísku samtökin PKK sem eru á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök. Hinir handteknu eru grun- aðir um að hafa á árunum 2009 til 2012 safnað tugum milljóna danskra króna fyrir PKK, að því er kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Þar er vitnað í skýrslu Evr- ópsku lögregluskrifstofunnar þar sem fram komi að „gjafir“ athafnamanna til PKK séu í raun ólöglegur skattur. PKK- samtökin eru sögð afla fjár með kúgunum og ólöglegri skattlagn- ingu víða í Vestur-Evrópu. - ibs Handtökur í Danmörku: Söfnuðu fé fyrir kúrdísk samtök RÚSSLAND Forsætisráðherra Rúss- lands, Dimitry Medvedev, vill að ungu konurnar í rússnesku pönk- sveitinni Pussy Riot verði látnar lausar úr haldi 1. október næst- komandi. Forsætisráðherrann telur að það þjóni ekki tilgangi að hafa Pussy Riot lengur í fangelsi og best færi á því að skilorðsbinda afganginn af dómi þeirra. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að efna til mótmæla gegn Pútín forseta í kirkju. Forsætisráðherra Rússlands: Pussy Riot verði sleppt úr haldi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.